Fréttablaðið - 30.09.2003, Síða 32

Fréttablaðið - 30.09.2003, Síða 32
Bakþankar KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Biðlistabingó Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, sími 540 5000, www.frjalsi.is Allt að 80%veðsetningarhlutfall af verðmæti fasteignar A B X 9 0 3 0 3 7 5 Er allt þitt á þurru? Ég er svo heppin að hafa sjaldanverið á biðlista, enda er aldrei að vita hvenær röðin kemur að manni, hvort maður er í röðinni og hvernig maður færist til á listanum. Færist maður upp eða niður? Getur maður færst á milli biðlista og endað með því að bíða eftir einhverju allt öðru en maður ætlaði? Hátt í hundrað og fimmtíu manns sitja á biðlistum fólks sem þarf að komast í varanlega vistun eftir meðferð á sjúkrahúsum. Börn með geðraskanir eru á biðlist- um eftir viðunandi þjónustu. Aldrað- ir um allar trissur sitja á biðlistum, kannski vegna þess að þeir hafa nægan tíma. KONA EIN á níræðisaldri hefur verið á biðlista í sex ár. Hún er á löngum lista yfir fólk sem bíður eftir íbúðarholu hjá félagsþjónustu aldr- aðra í sjálfum höfuðstaðnum. Fyrir margt löngu var henni tjáð að hún þætti vera í brýnni þörf fyrir þjón- ustuíbúð og að hámarksbið væri þrjú ár. Þessi góða kona heldur þó áfram að færast upp og niður og út og suð- ur á biðlistanum. Nýverið fékk hún heimsókn sérfróðra sem vildu meta hennar brýnu þörf, enn á ný. Ung blómarós tjáði henni að hún ætti að fá sér neyðarhnapp og húshjálp á meðan hún sæti á biðlistanum. Hin aldna frú sagði fátt en leit á brennd- ar hendur sínar eftir slys við elda- mennsku skömmu áður. ÞEGAR sérfræðingarnir heyrðu um hennar brýnu þörf, einu sinni enn, stungu þeir upp á að hún sækti um vistun á elliheimili og bættu við að þar væru að vísu biðlistar líka sem hún þyrfti að fara neðst á. En þolin- mæði er dyggð og konan sú ætti að vera komin í góða biðlistaæfingu eft- ir sex ára setu á lista. Hver veit nema hún þurfi ekki á plássinu að halda loks þegar og ef röðin kemur að henni? EN HVERNIG skal stytta biðlist- ana dularfullu? Enginn veit hvar hann situr á flóknum og margslungn- um listunum. Þeir taka sífelldum breytingum eins og um galdra sé að ræða. Lengi hefur þó tíðkast að bjóða öldruðum upp á bingó til að stytta sér stundir. Í stað þess að spila um kertastjaka og lopateppi væri hugsanlegt að spila um íbúðir fyrir aldraða. Möguleikar þátttak- enda gætu orðið talsvert meiri en þeir eru nú. Að auki væri um kær- komna dægrastyttingu að ræða og við bættist örlítil spenna í annars til- breytingarsnautt líf.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.