Fréttablaðið - 16.10.2003, Page 2
2 16. október 2003 FIMMTUDAGUR
„Mér er hlýtt til Stefáns Jóns en
það þýðir ekki að mér þyki auðvelt
að vinna með honum.“
Steinunn Birna Ragnarsdóttir hefur sagt af sér
sem varaborgarfulltrúi og varaformaður menn-
ingarmálanefndar Reykjavíkurborgar vegna
samskiptaörðugleika við formann nefndarinnar,
Stefán Jón Hafstein.
Spurningdagsins
Steinunn Birna, er Stefán Jón erfiður?
Nýta neitunar-
valdið einir
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Bandarík-
in beittu í fyrrinótt neitunarvaldi í
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
gegn ályktun Sýrlands þar sem
Ísraelar eru fordæmdir fyrir
byggingu öryggismúrs meðfram
landsvæðum Palestínumanna.
Múrinn er þriggja metra hár og
verður samtals 245 kílómetra
langur. Ísraelsmenn hafa þegar
reist 150 kílómetra.
John Negroponte, sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, sagði
að ályktun Sýr-
lendinga tæki
ekki mið af örygg-
ismálum fyrir
botni Miðjarðar-
hafs. Negroponte
sagði Bandaeríkin
ekki fylgjandi
byggingu múrsins
en Ísraelar væru
að reyna að koma í
veg fyrir sjálfs-
m o r ð s á r á s i r
Palestínumanna,
þeir hefðu rétt til
að verja sig og
sína. Negroponte
sagði tillögu Sýr-
lendinga hálfkák
þar sem hún for-
dæmdi ekki
hryðjuverk.
Tíu af fimmtán ríkjum í Örygg-
isráðinu sögðu já við tillögunni en
Bretland, Búlgaría, Kamerún og
Þýskaland sátu hjá.
Fimm þjóðir hafa neitunarvald
í öryggisráðinu, Bandaríkin, Kína,
Frakkland, Rússland og Bretland
en Bandaríkjamenn hafa einir
þjóða beitt því síðastliðin þrjú ár.
Sex sinnum hafa þeir nýtt valdið
og í fimm af þessum sex tilvikum
hefur valdinu verið beitt vegna
deilnanna fyrir botni Miðjarðar-
hafs.
Bandaríkjamenn beittu neitun-
arvaldi í síðasta mánuði, þegar
Ísraelar voru gagnrýndir fyrir að
íhuga að bola Yasser Arafat, for-
seta Palestínumanna, í útlegð.
Kína beitti neitunarvaldinu síð-
ast í febrúar 1999 þegar framhald
friðargæslu í fyrrum Júgóslavíu
var til umræðu í Öryggisráðinu.
Rússland nýtti neitunarvaldið í
desember 1994 í málefnum Bosn-
íu og Hersegóvínu og Frakkar og
Bretar beittu neitunarvaldi síðast
á Þorláksmessu 1998 í málefnum
Panama.
the@frettabladid.is
Þrír Bandaríkjamenn létust í sprengjuárásum:
Ráðlagt að yfir-
gefa Gaza-svæðið
GAZA, AP Að minnsta kosti þrír
bandarískir stjórnarerindrekar
létust og einn særðist í sprengju-
árás á Gaza-svæðinu í gær.
Mikil sprenging átti sér stað
þar sem bílalest Bandaríkjamanna
fór um í norðurhluta Gaza-svæðis-
ins í gærmorgun. Sprengingin átti
sér stað nærri Beit Hanoun en svo
virðist sem sprengja hafi verið
sprengd með fjarstýringu þegar
bílalestin ók framhjá bensínstöð.
Enginn hefur lýst ábyrgð á
sprengjuárásinni á hendur sér.
Terje Roed Larsen, erindreki
Sameinuðu þjóðanna í Mið-Aust-
urlöndum, hefur hvatt Palestínu-
menn til að handsama ódæðis-
mennina.
Ahmed Qureia, forsætisráð-
herra Palestínumanna, fordæmdi
árásina og sagði að hafin yrði
rannsókn á málinu.
Javier Solana, utanríkismála-
stjóri Evrópusambandsins, til-
kynnti Arafat, forseta Palestínu-
manna, að nú dygðu fordæmingar
og afsaknir ekki til.
Bandarísk stjórnvöld hafa ráð-
lagt bandarískum ríkisborgurum
að fara frá Gaza-svæðinu. Jafn-
framt er brýnt fyrir bandarískum
ríkisborgurum á Vesturbakkanum
að gæta ítrustu varkárni. ■
MIÐSTJÓRNARFUNDUR ASÍ
Fjárlagafrumvarpið setur meiri byrðar á fá-
tæka, sjúka, öryrkja og skuldsett heimili.
ASÍ gagnrýnir
fjárlagafrumvarpið:
Óréttlæti og
misskipting
FÉLAGSMÁL Fjárlagafrumvarp rík-
isstjórnarinnar fyrir næsta ár
hlýtur ekki náð fyrir augum mið-
stjórnar Alþýðusambands Ís-
lands. Samþykkt var ályktun þar
sem harðlega er gagnrýnt það
óréttlæti og sú aukna misskipting
sem einkennir nýtt fjárlagafrum-
varp fyrir árið 2004. Telur stjórn-
in ástæðu til að árétta þá afstöðu
sína um nauðsyn þess að víðtæk
sátt náist um heildstæða og sam-
tvinnaða stefnu í efnahagsmál-
um, atvinnumálum og félagsmál-
um. Fjárlagafrumvarpið gangi
þvert á þessa stefnu og sé ekki til
þess fallið að koma á sátt á vinnu-
markaði. ■
NÁMSLÁN Stjórnarandstæðingar
sögðu í fyrirspurnartíma á Alþingi
að ekkert bólaði á efndum stjórn-
valda á loforðum um að lækka end-
urgreiðslubyrði námslána. Tilefnið
var svar Tómasar Inga Olrich
menntamálaráðherra við fyrir-
spurn Kolbrúnar Halldórsdóttur,
þingmanns Vinstri grænna. Hann
sagði engin formleg skref hafa ver-
ið stigin en ýmsa möguleika fyrir
hendi. Endurgreiðslubyrði hefði þó
lækkað verulega í tíð forvera hans
á stóli menntamálaráðherra.
„Það er margt sem bendir til að
hér sé enn eitt kosningaloforðið á
ferðinni sem er við það að gufa
upp,“ sagði Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstri grænna.
Mörður Árnason, Samfylkingu,
sagði að svo væri að sjá að ekkert
gerðist fyrr en eftir ráðherraskipti
um áramót. „Nú er ekkert að gera
nema bíða eftir næsta menntamála-
ráðherra háttvirtum.“
Kolbrún Halldórsdóttir sagði
yfirlýsingar stjórnarliða hafa ver-
ið ansi digrar fyrir kosningar.
„Það skýtur því skökku við þegar
hæstvirtur menntamálaráðherra
kemur fram með svar sem segir
að engin formleg skref hafi verið
tekin.“ ■
SPRENGJUÁRÁS
Þrír bandarískir erindrekar létust í öflugri
sprengjuárás á Gaza-svæðinu í gær.
Bandaríkjastjórn óttast frekari árásir og
ráðleggur þegnum sínum að yfirgefa
svæðið.
Bandaríkin beittu í fyrrinótt neitunarvaldi í Öryggisráðinu gegn tilllögu
Sýrlands um málefni Ísraels. Bandaríkin hafa sex sinnum beitt neitun-
arvaldi sínu í Öryggisráðinu síðustu þrjú ár.
ÖRYGISRÁÐ
SAMEINUÐU
ÞJÓÐANNA
Neitunarvaldi
beitt
2003
15.10 USA
16.09 USA
2002
20.12 USA
30.06 USA
2001
14.12 USA
27.03 USA
2000
Valdinu ekki beitt
1999
25.02 Kína
ATKVÆÐAGREIÐSLA Í ÖRYGGISRÁÐINU
Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi gegn tilllögu Sýrlendinga um að að fordæma
Ísraelsmenn fyrir öryggismúr meðfram ríki Palestínumanna. Sendiherra Bandaríkjanna
segir tillöguna kák eitt.
JOHN NEGROPONTE
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum sagði nei við ályktun Sýrlendinga.
Þetta er í sjötta sinn á þremur árum sem
Bandaríkjamenn beita neitunarvaldi sínu.
Engar ákvarðanir teknar um lægri endurgreiðslubyrði:
Kosningaloforð gufa upp
TÓMAS INGI OLRICH
Menntamálaráðherra sagði stöðu lánþega LÍN hafa batnað í tíð ríkisstjórna Davíðs
Oddssonar, sem hefðu styrkt sjóðinn.
Stækkun EES:
Ekkert
miðar
STJÓRNMÁL Enn strandar undirrit-
un samninga um stækkun EES-
svæðisins á tæplega níutíu ára
gamalli landamæradeilu Liecht-
ensteins, Slóvakíu
og Tékklands.
Gunnar Snorri
Gunnarsson, ráðu-
neytisstjóri í utan-
ríkisráðuneytinu,
segir að deilan
snúist bæði um
hagsmuni ríkj-
anna og þjóð-
arstolt.
Til stóð að und-
irrita samninga
við hátíðlega athöfn í síðustu viku
en ekkert varð af henni þegar í
ljós kom að fulltrúar Liechten-
steins gátu ekki fellt sig við samn-
ingana. Unnið er að lausn deilunn-
ar og verður samningur að líkind-
um undirritaður án sérstakrar
viðhafnar. ■
Rannsókn á fyrirtækjum:
Hallar á
kvenkynið
KÖNNUN Fjórðungur karlmanna
sem sitja í stjórnum fyrirtækja
skráðum hjá Kauphöll Íslands
situr í fleiri en einni stjórn. Þetta
kemur fram í rannsókn Bryndís-
ar Ísafoldar Hlöðversdóttur,
nema í viðskipta- og stjórnmála-
fræði við Háskóla Íslands.
Í rannsókninni kemur einnig
fram að aðeins fimm prósent
stjórnarmanna í fyrirtækjum
sem skráð eru í Kauphöllinni eru
konur.
Hlutfallið versnar enn þegar
tala stjórnarformanna er skoðuð,
en þar eru einungis tvær konur á
móti 73 karlmönnum. ■
EFTIRLIT MEÐ RJÚPNASKYTTUM
Lögreglan á Blönduósi hélt úti
tveimur bílum á fjöllum í gær, á
hinum hefðbundna upphafsdegi
rjúpnaveiðinnar. Farið var um
Grímstunguheiði, Eyvindarstaða-
heiði og Kjalveg upp að Hvera-
völlum. Engir veiðimenn fundust
og virðast veiðimenn ætla að
virða bannið.
■ Lögreglufréttir
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
GUNNAR
SNORRI
Enn er beðið
eftir undirritun.
Utanríkisráðherra Frakka:
Treysta
þarf írösku
þjóðinni
LONDON, AP Dominique de Villepin,
utanríkisráðherra Frakklands, seg-
ir að veita eigi írösku þjóðinni full-
veldi á ný eins fljótt og mögulegt sé.
De Villepin, sem var í heimsókn í
Bretlandi í gær, segir að bæði Bret-
ar og Bandaríkjamenn verði að
treysta Írökum til að taka ábyrgð á
sínum málum. Hann segir alveg
ljóst að ekki sé hægt að koma á lýð-
ræði í landinu með valdi utan frá.
Það verði að spretta upp innan þjóð-
arinnar sjálfrar.
Í heimsókn sinni til Bretlands
hélt DeVillepin fyrirlestur í boði
BBC, en einnig hitti hann Jack
Straw, utanríkisráðherra Breta. ■