Fréttablaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 10
10 16. október 2003 FIMMTUDAGUR
VEÐURVERKEFNIÐ
Sýning Ólafs Elíassonar myndlistarmanns
var opnuð í Túrbínusal Tate Modern-lista-
safnsins í London í gær. Yfirskrift sýningar-
innar er „Veðurverkefnið“ en þar notast
Ólafur við spegla, ljós, hljóð og gufu til að
ná fram sérstökum áhrifum.
Ýmsar leiðir skoðaðar til að koma í veg fyrir fjárþurrð Fæðingarorlofssjóðs:
Engar grundvallarbreytingar
FÆÐINGARORLOF „Ég hef sem fé-
lagsmálaráðherra ekki í hyggju
að gera grundvallarbreytingar á
þessum lögum,“ sagði Árni
Magnússon félagsmálaráðherra í
umræðu um fjárhagsstöðu Fæð-
ingarorlofssjóðs á Alþingi í gær.
Þórunn Sveinbjarnardóttir,
þingmaður Samfylkingar, spurði
félagsmálaráðherra hvernig
hann hygðist bregðast við fjár-
þurrð sjóðsins, en ef fram fer
sem horfir klárast eigið fé hans á
næstu tveimur árum. Árni sagð-
ist þá hafa sett könnun á stöðu
sjóðsins og veikleikum í fram-
kvæmd laga um hann. Meðal ann-
ars verði að skoða hvort og
hvernig megi breikka tekjustofn
hans og draga úr útgjöldum án
þess að ganga um of að rétti for-
eldra.
Þórunni þótti upphafleg svör
ráðherrans fremur rýr eins og
heyra mátti á viðbrögðum henn-
ar: „Gott og vel, það er hópur
embættismanna í málinu. Við
höfum heyrt það áður í dag. Það
sem skiptir þó mestu er að póli-
tísk leiðsögn ráðherra sé í lagi.“
Lýsti Árni því að engar grund-
vallarbreytingar yrðu gerðar
heldur unnið innan núverandi
ramma. ■
Óttast að Óperan
tefji tónlistarhúsið
Framkvæmdastjóri fyrirhugaðs tónlistarhúss segir ótta við tafir á verkefninu ef stækka
eigi húsið til að koma Íslensku Óperunni þar fyrir. Borgarleikhússtjóri segir Óperuna
geta verið þar en vill að fénu sé fremur varið í listamenn en steinsteypu.
LISTIR Stefán Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri Austurhafnar TR
ehf., segir suma óttast tafir á fyr-
irhuguðu tónlistar- og ráðstefnu-
húsi ef stækka eigi verkefnið til
að koma Íslensku Óperunni fyrir í
húsinu.
Bjarni Daníelsson, fram-
kvæmdastjóri Íslensku Óperunn-
ar, hefur sagt að Óperan vilji fá
inni í tónlistarahúsinu. Lausleg at-
hugun hefur sýnt að stofnkostnað-
ur hússins
myndi aukast
um 1.700 millj-
ónir króna við
það. Húsið kosti
ella 6.400 millj-
ónir. Bandarískt
ráðgjafarfyrir-
tæki segir það hins vegar mundu
kosta 843 milljónir að stækka
Borgarleikhúsið þannig að Óper-
an gæti flutt þangað.
„Samningurinn milli ríkisins
og Reykjavíkurborgar gerir ekki
ráð fyrir aðstöðu fyrir óperu í tón-
listarhúsinu. Stjórn Austurhafnar
hefur ekki verið beðin um afstöðu
í þessu máli. Okkur finnst þó já-
kvætt að unnið sé að því að finna
framtíðarlausn fyrir óperufólk-
ið,“ segir Stefán.
Að sögn Stefáns hefur ekki
verið kannað hvernig flutningur
Óperunnar í tónlistarhúsið fari
saman við það að Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands muni hafa þar höfuð-
stöðvar. Stækkun hússins sé hins
vegar vel framkvæmanleg tækni-
lega:
„En það eykur kostnaðinn
heilmikið. Sumir sem lítið hafa
viljað hlusta á óskir óperunnar
hafa kviðið því að það myndi
tefja fyrir málinu að vera alltaf
að stækka boltann. Það er borð-
leggjandi,“ segir Stefán.
Guðjón Pedersen, leikhús-
stjóri í Borgarleikhúsinu, segir
að þar hafi menn eingöngu kom-
ið að málinu með því að veita
umbeðnar upplýsingar um
starfsemina hingað til og fram í
tímann. Stjórn Leikfélags
Reykjavíkur hafi ekki fengið
málið á sitt borð og ekki tekið
afstöðu:
„Í ljósi þess hvernig staðið er
að leikhúsum á Íslandi finnst
mér það persónulega vera skrít-
ið að ætla að byggja enn eitt
leikhúsið. Það er frekar kominn
tími til að fara að eyða í þá lista-
menn sem eiga að búa listina
til,“ segir Guðjón.
Aðspurður segist Guðjón þó
ekkert sjá því til fyrirstöðu að
starfsemi Óperunnar geti farið
saman við þá starfsemi sem fyr-
ir sé í Borgarleikhúsinu: „Skipu-
lagslega gengur þetta alveg leik-
andi upp. Sýningar og æfingar
myndu einfaldlega dreifast öðru
vísi yfir árið og á salina.“
gar@frettabladid.is
Kráka áreitti Berlínarbúa:
Náðist
útúrdrukkin
BERLÍN Lögreglan í Berlín þurfti að
beita nokkuð sérstakri aðferð til að
góma kráku, sem hafði komið sér
fyrir við göngustíg í borginni og
áreitti fólk sífellt með grimmdar-
legum árásum.
Lögreglunni tókst ekki að veiða
krákuna með hefðbundnum að-
ferðum og því greip hún til þess að
gegnvæta kattamat með ávaxta-
víni og leggja fyrir krákuna. Hún
beit á agnið og ekki leið á löngu
þar til hún lagðist út af útúrdrukk-
in. Búist er við því að krákan
verði síðan flutt upp í sveit þar
sem hún getur ekki áreitt neinn
nema sína jafningja. ■
Barnapía í Flórída:
Misþyrmdi
ungbarni
FLÓRÍDA, AP Saksóknari í Flórída í
Bandaríkjunum hefur ákært 29
ára gamla konu fyrir að mis-
þyrma 5 mánaða gömlu barni
sem hún var að passa.
Foreldrar barnsins höfðu
komið fyrir myndbandsupptöku-
vélum í húsinu sem sýna
barnapíuna misþyrma barninu.
Á myndbandinu sést konan
hrista barnið eins og dúkku,
þannig að höfuðið sveiflaðist til
og frá, og lemja því þrisvar til
fjórum sinnum á eldhúsgólfið.
Lögreglan segir mikla mildi að
barnið skyldi ekki hafa skaðast
af þessu.
„Ég vona að þessi kona snerti
aldrei ungbarn aftur,“ segir
móðir barnsins. „Þegar ég af-
henti barnapíunni dóttur mína
virtist allt í góðu, en þegar ég
fór að heiman breyttist hún í
ófreskju.“
Lögmaður barnapíunnar held-
ur því fram að konan sé saklaus.
Gæði myndbandsins séu lítil og
sýni ekki vel hvað gerðist. ■
STÁLU JEPPADEKKJUM
Brotist var inn í dekkjalager á
Akranesi í fyrrinótt og þaðan
stolið jeppadekkjum að verð-
mæti 600 þúsund króna auk lít-
ilræðis af varahlutum. Málið er
í rannsókn lögreglu.
UMFERÐARÁTAK Á ÓLAFSVÍK
Lögreglan
á Ólafsvík
þurfti að
hafa af-
skipti af 40
prósentum
ökumanna
fyrir utan leikskólann þar í bæ í
gærmorgun. Helst voru gerðar
athugasemdir við ónæga belta-
notkun, ljósleysi og að fólk væri
ekki með ökuskírteini.
Heróínsmygl á
Balkanskaga:
Um 38 kíló
gerð upptæk
KOSOVO, AP Löggæslumenn Sam-
einuðu þjóðanna komu upp um
viðfangsmikið heróínsmygl í
Kosovó í gær.
Alls voru 36 kíló af heróíni
gerð upptæk, sem er mesta
magn sem fundist hefur í land-
inu í fjögur ár. Heróínið fannst
þegar þrír menn reyndu að
smygla efninu frá Albaníu til
Kosovo í bíl. Áætlað söluverð-
mæti heróínisins er um 135
milljónir króna. Í júlí síðastliðin-
um voru 18 kíló af heróíni gerð
upptæk í landinu. Algengt er að
smyglarar reyni að koma eitur-
lyfjum á markaði í Mið- og Norð-
ur-Evrópu með því að fara með
þau í gegnum Kosovo. ■
Fyrstu mönnuðu geimflaug Kínverja skotið á loft í fyrrinótt:
Þriðja ríkið til að senda mann út í geim
KÍNA, AP Kína varð í fyrrinótt þriðja
ríki veraldar til að senda mannað
geimfar út fyrir gufuhvolf jarðar.
Fjórir áratugir eru síðan Sovétrík-
in sálugu og Bandaríkjamenn
sendu mönnuð geimför á loft.
Það var um miðnætti að íslensk-
um tíma sem Shenzhou 5-flauginni
var skotið á loft frá Gobi-eyði-
mörkinni. Tíu mínútum síðar var
flaugin komin á sporbaug. Einn
geimfari er um borð, Yang Liwei,
38 ára, en hann var valinn úr hópi
úrvalsflugmanna kínverska flug-
hersins.
„Mér líður stórkostlega, við sjá-
umst á morgun“ sagði Yang
skömmu eftir skotið og bætti við
að hann ætlaði að lesa handbók
geimflaugarinnar.
Hu Jintao, forseti Kína, sem var
viðstaddur geimskotið, mærði þá
sem unnu að verkefninu og sagði
að geimskotið yki hróður landsins.
Japanar voru súrir og sögðust hafa
tapað í geimkapphlaupinu við Kín-
verja.
Hjá bandaríska varnarmála-
ráðuneytinu voru menn fámálir.
„Við óskum þeim farsældar og
geimfaranum óskum við góðrar
heimkomu,“ sagði Cheryl Irwin,
talsmaður Pentagon.
Yang Liwei, fyrsti geimfari
Kína, var væntanlegur til jarðar
20 klukkustundum síðar, á níunda
tímanum í gærkvöld. ■
ÍSLENSKA ÓPERAN
„Sumir sem lítið hafa viljað hlusta á óskir Óperunnar hafa kviðið því að það myndi tefja
fyrir málinu að vera alltaf að stækka boltann,“ segir Stefán Hermannsson, framkvæmda-
stjóri Austurhafnar, sem heldur utan um væntanlegt tónlistar- og ráðstefnuhús á hafnar-
bakkanum í Reykjavík. Óperan vill komast að í húsinu en ekki er gert ráð fyrir henni.
„Skrítið að
ætla að
byggja enn
eitt leikhúsið.
Á LEIÐ ÚT Í GEIM
Fyrsti geimkfari Kínverja, Yang Liwei, gekk um borð þremur stundum fyrir geimskotið.
FLUGTAK Í GOBI-EYÐIMÖRKINNI
Kína varð í fyrrinótt þriðja ríkið til að skjóta
mönnuðu geimfari út fyrir gufuhvolfið.
■ Lögreglufréttir
ÁRNI MAGNÚSSON
Styrkja þarf stoðirnar undir
Fæðingarorlofssjóði.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M