Fréttablaðið - 16.10.2003, Qupperneq 20
20 16. október 2003 FIMMTUDAGUR
■ Nýjar bækur
Árið 1964 gerðu Kínverjar til-raun með að sprengja kjarn-
orkusprengju. Tilraunin tókst og
þar með komust Kínverjar í hóp
þeirra þjóða sem hafa yfir kjarn-
orkuvopnum að ráða, en í þeim
hópi voru fyrir Bandaríkin, Sovét-
ríkin, Bretland og Frakkland.
Vestræn stjórnvöld voru ekk-
ert sérstaklega undrandi á þessu
afreki Kínverja, því allt frá því á
sjötta áratugnum höfðu þeim
borist fréttir af því að Kínverjar
væru að vinna að því að koma sér
upp kjarnorkusprengjum, og þá
jafnvel með aðstoð sovéskra vís-
indamanna.
Vestræn stjórnvöld höfðu engu
að síður töluverðar áhyggjur af
þessum áfanga, því kommúnista-
stjórnin í Kína hafði þá um skeið
verið býsna hvöss í orðum í garð
Vesturlanda.
Sovétmenn höfðu einnig
áhyggjur, því ágreiningur þeirra
við Kínverja var orðinn býsna
mikill árið 1964.
Auk kjarnorkuveldanna fimm
er talið fullvíst að Ísrael hafi yfir
kjarnorkuvopnum að ráða, þótt
ekki vilji þarlend stjórnvöld við-
urkenna það. Sömuleiðis hafa
bæði Indland og Pakistan gert til-
raunir með kjarnorkusprengjur á
síðustu árum. ■
■ Andlát
Ágústa Guðmundsdóttir, Hjallavegi 20,
Reykjavík, lést sunnudaginn 12. október.
Guðjón Ragnar Helgi Jónsson, Álfa-
skeiði 96, Hafnarfirði, lést mánudaginn
13. október.
Ragnhildur Helga Magnúsdóttir,
Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést miðviku-
daginn 1. október. Útförin fór fram í
kyrrþey.
Lára Guðmundsdóttir er látin. Útförin
fór fram í kyrrþey.
■ Jarðarfarir
13.30 Óli Valdimarsson, Vífilsgötu 1,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík.
Ég ætla að láta þennan dag faraframhjá mér en þó vildi ég
helst að ég væri ófæddur og ætti
öll afmælin í vændum,“ segir
Guðbergur Bergsson, sem í dag er
sjötíu og eins árs.
Hann gerir sér að fullu grein
fyrir því að ekki er hægt að bakka
og verða ungur aftur en væntir
þess þó að þegar hann komist á
vissan aldur gangi hann í barn-
dóm.
Guðbergur minnist horfinna
daga og tregablandinna stunda á
haustin sem jafnan báru upp í
kringum afmælisdaginn. „Þá voru
réttir og kindur leiddar til slátr-
unar. Það þótti mér mjög leitt, ég
sem átti alla framtíðina fyrir mér
að horfa á eftir litlu lömbunum í
sláturhúsið. Nú er ég kominn á
þann aldur að ég á minni framtíð
en fortíð. Ævidagarnir leiða mann
smá saman til slátrunar,“ segir
hann bætir við að maður geti þrátt
fyrir það aldrei étið kjötið af sjálf-
um sér. „Ég veit samt um mann
sem lét skera sig upp og vildi fá
það sem skorið var úr honum. Ég
held að það hafi verið eitthvað úr
maganum,“ fullyrðir Guðbergur
og staðhæfir að hann hafi soðið
það og smakkað. „Honum þótti
það mjög sætt og ég trúi honum
vel því ég hef heyrt af mannætum
að þannig bragðist kjötið,“ segir
hann og neitar því að hann sé að
segja ósatt.
Að öllu gamni slepptu er Guð-
bergur um þessar mundir að und-
irbúa sýningu. „Ég er að reyna að
skipuleggja sýningu á spænskri
og portúgalskri list og menningu
sem haldin verður í Gerðarsafni í
Kópavogi. Meðal annars vinn ég
að því að fá flamenco-dansara frá
Spáni og þjóðlagasöngvara frá
Portúgal og þetta virðist ætla að
ganga,“ segir Guðbergur.
Hann segist alls ekki hættur að
skrifa en fái það ekki útgefið. „Ég
vildi helst vera að halda upp á af-
mælið með bók en ég er orðinn
þannig að ég sendi ekki handrit
nema vera viss um að fá það út-
gefið. Það er allt fullt núna og ég
geymi því það sem ég skrifa í
skúffunni,“ segir Guðbergur og er
ekki frá því að markaðslögmálið
gildi alls staðar nema í afmælum.
bergljot@frettabladid.is
Vildi vera ófæddur
Exos og Octal eru tónlistarfeðg-ar. Í raun heitir Exos Arnviður
Snorrason en Octal er pabbi hans
og heitir Snorri Björn Arnarson.
Hann er einnig smiður og tók
nafnið Octal eftir átthyrningi sem
hann smíðaði.
„Ég byrjaði að gera raftónlist
með því að fylgjast með strákn-
um,“ útskýrir Snorri Octal en son-
ur hans hóf feril sinn sem plötu-
snúður og þá fór Snorri að hlusta
á þessa tónlist.
Exos segir föður sinn vera mun
tilraunakenndari en hann sjálfur í
lagasmíðum: „Sem plötusnúður er
ég að spila teknó. Það sem er sér-
stakt við okkar tónlistargerð er að
hann er að gera hljóð en ég er að
gera takta,“ segir Exos. „Þegar
við blöndum þessu saman kemur
svolítið skemmtileg blanda.“
Báðir segja þeir að sameigin-
leg plata sé á stefnuskránni,
vandamálið sé aðeins að finna
tíma til að vinna hana. Exos hefur
þó gefið föður sínum pláss á plöt-
um sínum til þessa auk þess sem
þeir koma stundum fram á tón-
leikum.
„Þessi maður hefur alltaf
skaffað mér mikið af tónlist,“ seg-
ir Exos og bendir á föður sinn.
„Alls konar tónlist, reggae,
afrískri og be-bop.“
„Ég ól þig nú upp sem alætu,“
segir Octal. „Fóðraði þig á hverju
sem var.“
Þeir feðgar stofnuðu fyrst
hljómsveit þegar Exos var aðeins
12 ára gamall. Sá yngri trommaði
undir blúsgítarleik föður síns.
Hann kvartaði svo sáran þegar
hann missti son sinn í „kjaftinn á
elektróníkinni“, eins og hann orðar
það. Í dag hefur hann svo stungið
sér í rafstraumana sjálfur:
„Samband okkar byggist á vin-
áttu og gagnkvæmri virðingu,“
segir Snorri og þakkar syni sínum
fyrir að hafa kynnst raftónlist-
inni. „Ég geri samt þær kröfur á
hann að hann virði mína þörf fyr-
ir að hlusta á Hallbjörn og finnist
í lagi að ég fíli hann líka,“ segir
Snorri Octal að lokum og báðir
hlæja.
biggi@frettabladid.is
Afmæli
GUÐBERGUR BERGSSON
RITHÖFUNDUR
■ Hann er 71 árs í dag og ætlar að láta
daginn líða hjá en vildi helst vera ófædd-
ur og eiga öll afmælin í vændum.
TIM ROBBINS
Leikarinn er 45 ára í dag.
16. október
■ Þetta gerðist
KÍNVERJAR SKJÓTA UPP FÓLKI
Í dag eru liðin 39 ár frá því Kínverjar
komust í hóp kjarnorkuvelda. Nú í vikunni
náðu Kínverjar svo þeim áfanga að koma
mönnuðu gemifari út í geiminn. Einungis
Bandaríkjamenn og Rússar hafa gert slíkt
hið sama.
Kínverjar sprengja stórt
■ Kínverjar komust í hóp kjarnorkuvelda.
16. október
1964
JPV útgáfa hefursent frá sér bók-
ina Einhvers konar
ég eftir Þráin Ber-
telsson. Bókin hef-
ur að geyma
sjálfsævisögur Þrá-
ins um fátækt, geð-
veiki, einelti, þung-
lyndi – og töframátt lífsins.
Æðrulaus upprifjun Þráins Ber-
telssonar er fyndin og átakanleg í
senn og minnir lesandann á að
sorgir minnka um helming þegar
þeim er deilt með öðrum – en
gleðin tvöfaldast.
JPV útgáfa hefursent frá sér nýja
bók um Kaftein Of-
urbrók eftir Dav Pil-
key. Þetta er fjórða
bókin sem kemur út
um kappann á ís-
lensku og heitir
Kafteinn Ofurbrók og vandræðin
með prófessor Prumpubrók.
Bjarni Fr. Karlsson þýddi.
GUÐBERGUR BERGSSON
Hann minnist horfinna daga þegar hann
var drengur og fannst sárt að sjá kindur
leiddar til slátrunar á afmælisdaginn.
1793 Marie-Antoinette er hálshöggvin í
Frakklandi, níu mánuðum eftir að
slíkt hið sama var gert við mann
hennar, Lúðvík konung sextánda.
1859 Bandaríkjamaðurinn John Brown
gerir ásamt félögum sínum árás á
vopnabúr hersins í bænum
Harper’s Ferry í Virginíu í þeirri von
að koma af stað almennri upp-
reisn gegn þrælahaldi.
1934 Gangan langa í Kína hefst þennan
dag árið 1934 þegar kommúnist-
um tekst að brjótast í gegnum rað-
ir þjóðernissinna.
1946 Tíu þýskir nasistaforingjar eru tekn-
ir af lífi samkvæmt úrskurði stríðs-
glæpadómstólsins í Nürnberg.
1973 Henry Kissinger og Le Duc Tho fá
tilkynningu um að þeir hljóti friðar-
verðlaun Nóbels. Kissinger tekur
við verðlaununum en Le Duc Tho
vill þau ekki.
Tónlist
EXOS OG OCTAL
■ Eru listamannanöfn feðga sem eru
báðir á kafi í raftónlist. Arnviður Snorra-
son og Snorri Björn Arnarson heita þeir.
EXOS OG OCTAL
Feðgarnir Arnviður Snorrason og Snorri Björn Arnarson eru báðir djúpt sokknir
í raftónlistina.
Feðgar í raftónlist
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A