Fréttablaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 16. október 2003 Ég hóf störf í Odda þegarprentsmiðjan var á Grettis- götunni og fylgdi henni á Bræðraborgarstíginn og síðan hingað upp á Höfða,“ segir Lúth- er Jónsson, sem hefur starfað í rúm fjörutíu ár hjá Prentsmiðj- unni Odda sem er sextíu ára um þessar mundir. Lúther var 27 ára gamall þeg- ar hann byrjaði í svokallaðri vél- setningu. Hann segir mikið hafa breyst á þessum fjörutíu árum. „Ætli mesta breytingin hafi ekki verið þegar eins konar ljóssetn- ing byrjar. Þá hættum við allri setningu á gamla mátann en það fór þannig fram að við slógum eins á ritvél og þá féllu stafamót- in niður í haka. Þegar línan var full fór hún í steypistöðu og bráð- ið blý myndaði línuna,“ segir Lúther, sem hefur nú þann starfa hjá fyrirtækinu að stýra fram- leiðslu og verkefnamóttöku. „Nú er ég mikið í prófarkalestri og hef gaman af því.“ Lúther réði sig til eins árs á sínum tíma og segir hann að ann- að hvort sé ekkert að marka það sem hann segi eða honum líki svo vel. „Ætli það sé ekki mergurinn málsins. Mér hefur liðið mjög vel hjá Odda og það hefur verið gam- an í vinnu nær alla daga. Hér gerðist allt nýtt sem gerðist í fag- inu og maður var alltaf í kvik- unni á nýjungunum,“ segir hann og neitar ekki að stundum hafi það eðlilega flogið í gegnum hug- ann að breyta til. Það hafi aldrei náð lengra. Honum hafi þótt vænt um fyrirtækið enda unnið með góðu fólki. Lúther segist ætla að halda áfram á meðan höfuðið sé í lagi og heilsan bili ekki. „Jú, mig vantar tíma til að sinna áhuga- málum mínum en ég er ekki al- veg tilbúinn til að fórna vinnunni fyrir þau. Ég les mikið, hef gam- an af tónlist og aldrei í vanda með hvað ég á að gera af mér. Það er mikið lán að ganga til vinnu daglega og leiðast það aldrei,“ segir Lúther Jónsson, sem segir starfsemina í Odda ekki vera í kallfæri við það sem var þegar hann byrjaði. ■ Gaman í fjörutíu ár ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR Frá henni var að koma ljóðabók með yfir 100 ástarljóðum sem samin voru í sumar sem leið. ??? Hver? Ég er eldur, vatn og loft. ??? Hvar? Ég er heima í stofu. ??? Hvaðan? Að austan, sunnan og norðan en ekki að vestan svo ég fékk mér tvo barnsfeð- ur að vestan. ??? Hvað? Ég var að gefa út ástarljóðabók með yfir hundrað ljóðum. ??? Hvernig? Ég sé alltaf eitthvað nýtt þegar ég gef út bækurnar mínar og líka með því að deila þeim með öðrum. Mér finnst bara rosalega gaman að gefa út og geta bent og sagt: „Sjáðu þetta gerði ég.“ Svo er ég rithöfundur og þetta er hluti af starfi mínu. ??? Hvers vegna? Ég er eins og sjómaður, fer að fiska og veiði ljóð. Síðan geri ég að þeim og pakka þeim niður á Íslandsmarkað. ??? Hvenær? Ég vann við bókina frá 8. júní til 18. september við eldhúsborðið heima. ■ Persónan ■ Leiðrétting LÚTHER JÓNSSON Hann hlakkaði yfir fjörutíu ára starfsafmæli í febrúar og nú fangar hann með öðru starfs- fólki Odda 60 ára sögu fyrirtækisins. ÞÓRSGATA EN EKKI LOKASTÍGUR Rögnvaldur Sigurjónsson píanó- leikari var í afmælisviðtali í gær sagður hafa átt heima við Loka- stíg lengst af. Það er ekki rétt. Rögnvaldur og kona hans Helga Egilsson bjuggu lengi við Þórs- götu í Reykjavík. Beðist er vel- virðingar á þessari missögn. Glæsibæ Sími 545 1500 Smáralind mán.-fös. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 www.utilif.is Glæsibæ mán.-fös. kl. 10-18 lau. kl. 10-16 Það er púður í útsölunni okkar 20-70% afsláttur af skíðavörum, aðeins í Glæsibæ. Gönguskíði verð frá 1.490 kr. Skíði verð frá 5.990 kr. Bretti verð frá 6.990 kr.ÍSLENSKA A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 25 01 10 /2 00 3 Tímamót LÚTHER JÓNSSON ■ hjá Odda hefur starfað í 40 ár af sextíu árum í sögu fyrirtækisins. Hann segir breytingar hafa orðið miklar og ekki í neinu kallfæri við það þegar hann byrjaði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.