Fréttablaðið - 16.10.2003, Síða 23

Fréttablaðið - 16.10.2003, Síða 23
Fatamerkið Nikita hefur náð aðfesta sig í sessi innanlands sem utan. Hönnuðurinn Heiða segir að eftir að hafa rekið snjó- bretta- og hjólabrettaverslun í Reykjavík í nokkur ár hafi hún orðið þreytt á því að geta ekki einu sinni keypt sér föt í eigin verslun, því flest vörumerkin voru eingöngu með strákafatnað. Hún ákvað því að gera eitthvað í málinu og fór að hanna eigin línu. Viðbrögðin voru góð og í dag eru fötin seld víða um heim. „Slagorðið okkar er „stelpur sem renna sér“ og við erum með hóp brettastelpna sem sitja alltaf fyrir hjá okkur,“ segir Heiða. „Þetta er hversdagsfatnaður fyrir stelpur sem tengjast þessum íþróttum. Línan okkar er orðin mjög breið og við bjóðum upp á allt frá nærfötum og upp í dúnúlp- ur. Þetta er sportleg lína en þarna má líka finna kvenleg föt eins og pils og kjóla.“ Fatalína Nikita á rætur sínar að rekja til snjóbretta-, hjóla- bretta- og brimbrettakúltúrsins og eru því fötin þægileg og töff. Buxurnar eru „lausar“, sumar víðar, en bolir, toppar, hettu- og flíspeysur, vesti, jakkar og úlpur eru frekar aðsniðin. Heiða segir að viðskiptavinirnir séu á öllum aldri og einskorðist alls ekki við þá sem stunda brettaíþróttir. Stærsti hópurinn er þó stelpur á aldrinum 13 til 25 ára. Fötin frá Nikita fást nú í rúm- lega þúsund verslunum í rúmlega 30 löndum. Hér á landi eru þau seld í versluninni Brimi. ■ FIMMTUDAGUR 16. október 2003 Vanda›ir stær›ir 24-35 svart stær›ir 24-32 vínrautt, svart stær›ir 28-38 vínrautt, svart stær›ir 28-38 vínrautt stær›ir 28-38 svart stær›ir 24-35 svart stær›ir 26-33 svart, rautt stær›ir 28-38 svart Íslensk fatahönnun: Ekki bara fyrir brettafólk Brjóstahaldarar með sílikonpúð-um, venjulegir brjóstahaldar- ar, baðsloppar og babydoll-kjólar eru meðal þess sem fæst í nýrri undarfataverslun, La Senza, sem opnar í Kringlunni í dag. „Við erum með mikið úrval fyrir alla aldurshópa,“ segir Þóra Hlíf Jóns- dóttir verslunarstjóri. „Stærðirnar spanna frá 30AA upp í 38FF og fjölbreytnin er mjög mikil.“ Brjóstahaldararnir sem fást í versluninni eru sumir með ýmsum möguleikum, fjölbreyttum festing- um til dæmis. „Sumir eru með allt að fimm möguleika á breytingum, hægt að taka hlírana af, skipta hlír- unum út og svo framvegis.“ Auk hefðbundinna brjóstahald- ara eru seldir brjóstahaldarar sem líma brjóstin upp, ef ekki á að sjást í brjóstahaldara, það eru seldar geirvörtur úr plasti, þannig að svo líti út fyrir að konan sé alltaf með stinnar geirvörtur og margt fleira. „Við seljum líka brjóstahaldara með fyllingum, sem hægt er að taka út, sem hentar konum sem misst hafa brjóstið,“ segir Þóra Hlíf. Auk undirfatanna eru seld nátt- föt, náttkjólar, sokkar og inniskór og ýmislegt fleira í La Senza: „Fólk verður bara að koma og skoða.“ Búðin er á annarri hæð í Kringl- unni, þar sem áður var Monsoon. Verðið á brjóstahöldurum er frá tæplega 1.700 til rúmlega 4.000 krónur. ■ ÞÓRA HLÍF JÓNSDÓTTIR Selur undirföt af ýmsum stærðum og gerðum í nýrri búð í Kringlunni. Undirfataverslunin La Senza opnar í Kringlunni: Úrval fyrir alla aldurshópa FLOTT Í ARMANI Bandarísku kvikmyndaleikararnir Richard Gere og Lauren Hutton voru bæði klædd í Armani-föt þegar þau léku saman í kvik- myndinni American Gigolo. Þau stilltu sér fallega upp á leið sinni á sýningu í Royal Academy of Arts í London sem tileinkuð er Armani. Sýningin stendur til 15. febrúar á næsta ári. FYRIRSÆTURNAR ERU BRETTASTELPUR Sportleg og töff lína. VETRARLÍNAN Í ÁR Úrvalið er fjölbreytt. AÐALHEIÐUR BIRGISDÓTTIR Hönnuður og aðaleigandi Nikita. LAUGAVEGI 1, S. 561 7760 Full búð að nýjum vörum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.