Fréttablaðið - 16.10.2003, Side 25

Fréttablaðið - 16.10.2003, Side 25
25FIMMTUDAGUR 16. október 2003 ■ Uppáhaldsborgin Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Barcelona þann 26. okt. Þú kaupir tvö sæti en greiðir bara fyrir eitt, og tryggir þé ferðina til þessa vinsæla staðar á ótrúlegu verði. Að auki getur þú valið um úrvalsgististaði á frá- bærum kjörum og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu farar- stjóra Heimsferða allan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.950 M.v. 2 fyrir 1. Fargjald kr. 32.600/2 = 16.300. Skattar, kr. 3.650. Samtals kr. 19.950. Símbókunargjald kr. 2.000. Munið Mastercard ferðaávísunina 2 fyrir 1 til Barcelona 26. október frá kr. 19.950 Magnús Þór Haf-steinsson alþingis- maður þarf ekki að hugsa sig lengi um þegar hann er spurður hvað borg í útlöndum sé honum kærust. „Það er Bergen í Nor- egi,“ segir hann ákveðinn. „Ég bjó í Bergen í nokkur ár, stundaði þar nám og á tvær dætur búsettar þar. Þetta er af- s k a p l e g a falleg borg.“ M a g n ú s lætur vel af Norðmönnum og segir þá p r ý ð i s g o t t fólk. „Norð- menn eru á margan hátt líkir Íslend- i n g u m , n e m a ef eitthvað er svolítið íhaldssam- ari og meiri tréhestar. En hinn al- menni borgari í Noregi er mjög vinveittur okkur Íslendingum þó annað megi kannski segja um stjórnvöld,“ segir Magnús. Hann segir rigningarorðið sem fer af Bergen ekki alveg úr lausu lofti gripið og að mikið rigni á veturna. „En vorin og sumrin eru yndisleg. Það er mik- il náttúrufegurð bæði í borginni og umhverfis hana. Þetta er tæp- lega 300.000 manna borg, en landslagi háttar þannig að hún er byggð inn á milli fjalla og maður hefur aldrei á tilfinningunni að maður búi í stórborg,“ segir Magnús og bætir við að hann líti á Noreg sem annað heimaland sitt. ■ Síðasta golfferðin í ár sem Úr-val-Útsýn skipuleggur verður farin 5. nóvember til Mojacar á Spáni. Kjartan Pálsson fararstjóri segir að ákveðið hafi verið að bæta við golfferð þegar ljóst varð að eftirspurnin eftir fleiri ferðum væri mikil. „Við fórum tvær ferð- ir í september og þær mæltust vel fyrir, þetta er nýr staður hjá okk- ur. Við gistum á hóteli sem heitir Marine Golf. Það er mjög fínt og beint fyrir framan hótelið eru golfvellir.“ Mojacar er í Andalúsíu á Suð- ur-Spáni og segir Kjartan um að ræða mikla golfparadís. „Við för- um á nokkra velli og spilum,“ seg- ir Kjartan, sem er liðtækur í golf- inu sjálfur og reyndur fararstjóri. Hann segist stundum spila með gestunum – en stundum ekki: „Það fer eftir því hvort það vantar spil- ara eða ekki.“ Golfferðir hefjast svo á nýjan leik í byrjun janúar, en fyrsta ferðin verður til Tælands 10. jan- úar, undir leiðsögn Kjartans. ■ VALLE DEL ESTE Góður golfvöllur í grennd við Mojacar. Golfferð: Síðustu forvöð MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Reynir að fara ekki sjaldnar en þrisvar á ári til Bergen. Bergen yndislegust Ásgarður á Hvolsvelli Vegna forfalla eigum við enn laust í hina vinsælu helgartilboðs- pakka okkar. Þriggja rétta kvöldverður, gisting og morgunmatur kr. 4.900 pr. mann. Laust 18/10. Einnig hefur losnað í jólahlaðborð laugarad. 29/11 og 6/12. Jólahlaðborð, gisting og morgunverður kr. 5.900 pr. mann. Þeir sem áður hafa hringt, en ekki fengið pláss, vinsamlega hafið samband aftur. Matreiðslumeistari er Anton Viggósson. Uppl. og pantanir í síma 895 9516

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.