Fréttablaðið - 16.10.2003, Síða 30

Fréttablaðið - 16.10.2003, Síða 30
30 16. október 2003 FIMMTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 12 13 15 16 17 18 19 OKTÓBER Fimmtudagur Leikmenn Arsenal: Játa sakargiftir FÓTBOLTI Leikmenn Arsenal hafa játað sök í níu atriðum sem Enska knattspyrnusambandið kærði þá fyrir eftir slagsmál í leik gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Stjórn United neitar hins vegar tvennum svipuðum sakargift- um. Enska knattspyrnusamband- ið kærði leikmenn liðanna sem og Arsenal sjálft fyrir slagsmál í markalausum jafnteflisleik þann 21. september síðastliðinn. Upp úr sauð þegar Ruud van Nistelrooy klúðraði vítaspyrnu og í kjölfarið veittust leikmenn Arsenal að honum. Það endaði með því að til handalögmála kom milli leikmanna. Martin Keown, Ray Parlour, Patrick Vieira, Ashley Cole og Lauren hjá Arsenal hafa allir játað sök og fá líklega þunga refsingu fyrir. Ryan Giggs og Cristiano Ron- aldo, leikmenn United, neita hins vegar sök. Kæra gegn Jens Lehmann, markverði Arsenal, var dregin til baka. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Enska knattspyrnusamband- inu verður reynt að flýta málinu eins og kostur er. ■ HANDBOLTI Ásgeir Örn Hallgríms- son, handknattleiksmaðurinn ungi í Haukum, gæti verið á leið til spænska stórliðsins Barcelona. Ás- geir Örn lék með Haukum gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu um síðustu helgi og í kjölfarið ræddi spænski þjálfarinn við Viggó Sigurðsson, þjálfara Hauka. „Þeir hafa áhuga á að fá mig en ég á eftir að tala við þá sjálfur. Mér líst meiriháttar vel á þetta – þetta er eiginlega alveg frábært. Félögin gerast ekki stærri,“ sagði Ásgeir Örn í samtali við Frétta- blaðið og viðurkenndi að hafa ekki þorað að láta sig dreyma um að leika með Barcelona. Börsungar hafa fylgst með handknattleiksmanninum unga frá því á Evrópumótinu í hand- bolta, 18 ára og yngri, í Slóvakíu. Ásgeir Örn fór fyrir liði Íslands sem varð Evrópumeistari, hann varð markahæstur og var valinn í lið mótsins. Ef af samningum verður mun Ásgeir Örn fara út eftir næsta tímabil. Viggó Sigurðsson, sem lék með Barcelona fyrir um tuttugu árum, segir að Ásgeir Örn eigi eftir að standa sig vel semji hann við spænska liðið. „Hann á eftir að pluma sig mjög vel. Þetta er einn besti klúbbur sem til er og það er vel staðið að öllum hlutum. Ég yrði mjög ánægður ef tilboð kæmi og hann myndi taka því,“ segir Viggó. „Hann kemst ekki hærra í handboltanum.“ Barcelona hefur sex sinnum unnið Meistaradeild Evrópu á síðustu tólf árum og tvisvar orð- ið Evrópumeistari bikarhafa. Viggó segir Ásgeir Örn vera bráðefnilegan. „Ég er að þjálfa hann á fjórði ára í meistara- flokki þó hann sé aðeins nítján ára. Það segir margt. Hann hef- ur mikla möguleika á að verða stórstjarna ef hann fer rétt að,“ segir Viggó. Viggó mun ræða við Barcelona eftir seinni leik lið- anna í Meistaradeild Evrópu þann 22. nóvember og þá skýrist væntanlega hvort Ásgeir Örn fær tilboð frá Barcelona. ■ FIFA: Ferdinand refsað FÓTTBOLTI Rio Ferdinand verður refsað af Alþjóða knattspyrnu- sambandinu, FIFA, fyrir að mæta ekki í lyfjapróf ef Enska knatt- spyrnusambandið gerir það ekki. Michael D’Hooge, yfirmaður lyfjanefndar FIFA og maðurinn á bak við herferð sambandsins gegn lyfjanotkun, segir mál Ferdinands alvarlegt og honum verði að refsa. „Við munum láta Eng- lendingana vinna að málinu fyrst og kannski þurfum við ekki að aðhafast neitt,“ sagði D’Hooge. Ferdinand gæti átt yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann. ■  19.15 Grindavík og Njarðvík leika í Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta.  19.15 Haukar og Þór keppa á Ás- völlum í Hópbílabikar karla í körfubolta.  19.15 Hamar og Snæfell leika í Hveragerði í Hópbílabikar karla í körfu- bolta.  19.15 KR mætir KFÍ í DHL-höllinni í Hópbílabikar karla í körfubolta.  19.15 Njarðvík fær Skallagrím í heimsókn í Hópbílabikar karla í körfu- bolta.  19.15 Tindastóll keppir við Val á Sauðárkróki í Hópbílabikar karla í körfu- bolta.  19.15 ÍR leikur við Breiðablik í Seljaskóla í Hópbílabikar karla í körfu- bolta.  16.45 Handboltakvöld á RÚV.  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  18.30 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) á Sýn.  19.00 Kraftasport (Sterkasti mað- ur Íslands) á Sýn.  19.30 Toyota-mótaröðin í golfi á Sýn.  20.40 European PGA Tour 2003 (Dutch Open) á Sýn. Þáttur um evr- ópsku mótaröðina í golfi.  21.30 Football Week UK (Vikan í enska boltanum) á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  22.30 HM 2002 á Sýn. Útsending frá leik Mexíkómanna og Bandaríkja- manna á Sýn. Vet rar sól 24. 930kr.. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Fyrstir koma - fyrstir fá! Alicante Beint leigu- flug me› Icelandair í allan vetur! Sumarhúsa- eigendur og a›rir farflegar til Spánar! Tilbo› 5. og 19. nóv. í 2 vikur: Flug fram og til baka með flugvallarsköttum. Tilvali› tækifæri til a› stytta veturinn. Skosk félög í Meistaradeildinni: Umbun fyr- ir árangur FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í gær að Skotlandsmeistarar þessarar leik- tíðar fái sæti í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar næsta haust. Skotar hækkuðu úr tólfta sæti í það níunda á styrkleikalista sam- bandsins vegna árangurs Celtic í UEFA-bikarkeppninni í fyrra. Fyrir vikið missa Tyrkir öruggt sæti í riðlakeppninni. Spánverjar, Ítalir og Englend- ingar eiga tvö sæti vís í riðla- keppninni auk þess sem tvö félög frá þessum þjóðum taka þátt í undankeppninni. Svisslendingar og Ísraelar hafa einnig klifið upp styrkleikalistann og eiga tvö félög í forkeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð. ■ ÁSGEIR ÖRN HALLGRÍMSSON Ásgeir Örn stundar nám við Verslunarskóla Íslands. Hann hefur leikið með íslenska A-landsliðinu og er með markahæstu mönnum í Remax-deild karla. Á mikla möguleika á að verða stórstjarna Ásgeir Örn Hallgrímsson gæti verið á leið til stórliðsins Barcelona. Kemst ekki hærra, segir Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, sem segir að leikmaðurinn eigi eftir að standa sig vel. SLAGSMÁL Slagsmál brutust út meðal leikmanna Arsenal og United fyrir skömmu. M YN D /L ÁR U S K AR L IN G AS O N FÓTBOLTI Stjarnan í Garðabæ hefur fengið vilyrði stjórnar KSÍ um fullan stuðning fyrir því að leikir félagsins í öllum mótum á vegum sambandsins fari fram á gervi- grasvelli. Völlurinn verður að uppfylla þær kröfur sem mann- virkjanefnd KSÍ gerir til slíkra valla. „Við skrifuðum KSÍ bréf og fengum svar frá þeim þar sem þeir leggja blessun sína yfir þessa hug- mynd,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar. „Við sjáum fyrir okk- ur að við verðum komnir með full- komnasta keppnisvöll á Íslandi þegar stúkan, gervigrasið og flóð- lýsingin verða komin,“ sagði Bjarni. „Við ætlum fyrst og fremst að nota völlinn í mótin hérna heima og æfingar. Það veldur okk- ur ekki miklum áhyggjum þó við getum ekki spilað á honum í Evr- ópukeppni á næstunni.“ Snorri Olsen, formaður Stjörn- unnar, sagði að í stúkunni verði um 1.200 sæti. Þar verða líka bún- ingsherbergi, vélageymsla, skrif- stofa og aðstaða fyrir áhorfendur. Einnig verður byggð tengibygg- ing frá stúkunni og yfir í Stjörnu- heimilið. ■ Ungmennafélagið Stjarnan: Gervigras í Garðabæ STJARNAN Stjarnan hefur hug á að byggja gervigrasvöll þar sem aðalvöllur félagsins er nú. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.