Fréttablaðið - 16.10.2003, Qupperneq 38
Hrósið 38 16. október 2003 FIMMTUDAGUR
■ Eina ósk
Skólameistari Hússtjórnarskól-ans á Hallormsstað er karlmað-
ur. Hann heitir Þráinn Lárusson og
er matreiðslumeistari. Þráinn hefur
stýrt skólanum í tvo vetur og kann
því vel:
„Þessi skóli er einnig fyrir karl-
menn og hér hafa verið karlkyns
kennarar frá upphafi. Ég held að
margir karlmenn hefðu haft gott af
því að stunda hér nám á árum áður,“
segir Þráinn en nemendur skólans
eru nú 22 talsins og þar af er aðeins
einn karlmaður. „Þeir verða fleiri
næsta vetur,“ segir hann.
Þráinn hefur víða farið og á til að
mynda tvö veitingahús í Mexíkó.
Þar bjó hann um árabil og rak veit-
ingastaði sína í samvinnu við heima-
menn sem sjá um reksturinn á með-
an Þráinn og eiginkona hans sinna
sínu í Hallormsstaðaskógi. Þá hefur
Þráinn starfað á kínversku veitinga-
húsi í Egyptalandi og á öðru í Prag í
Tékkandi.
„Það er ágætt að vera hér í
skóginum og öðruvísi en í Mexíkó.
Í það minnsta finnst konunni
minni það. Hún plataði mig hingað
í frí og hér er ég enn,“ segir Þrá-
inn, sem er stoltur af nemendum
sínum sem þykja eftirsóttir til
vinni á hótelum og á sjúkrahúsum.
Námið er ein önn og 31 eining og
búa nemendur í heimavist í fjóra
mánuði á meðan á náminu stendur.
„Það er rómantík á heimavistinni
eins og í skóginum,“ segir þessi
heimsmaður sem er líklega eini
karlmaðurinn á landinu sem stýrir
húsmæðraskóla. ■
Hallormsstaður
ÞRÁINN LÁRUSSON
■ er skólastjóri Hússtjórnarskólans á
Hallormsstað. Hann á tvo veitingastaði í
Mexíkó og vann einu sinni á kínverskum
veitingastað í Egyptalandi.
...fær Þráinn Bertelsson rithöf-
undur fyrir bók sína Einhvers
konar ég. Fágæt lesning. Þór-
bergur samtímans.
Karlmaður stjórnar húsmæðraskóla
Ef ég ætti eina ósk myndi égóska mér þess að deyja með
bros á vör,“ segir Baldvin Jóns-
son, markaðs- og sölumaður
lambakjöts á erlendri grund.
■ Leiðrétting
Vegna hugsanlegrar sölu Jóns Ólafssonar á
Norðurljósum skal tekið fram að Einar Bene-
diktsson reyndi líka að selja þau snemma á
síðustu öld.
ÞRÁINN LÁRUSSON ÁSAMT NEMENDUM SÍNUM
Það er rómantík á heimavistinni eins og í skóginum.
Geta ekki mátað
föt í Kringlunni
Þrátt fyrir að Sjálfsbjörg hafiveitt Kringlunni verðlaun fyr-
ir gott aðgengi fatlaðra fyrir
nokkrum árum er nú svo komið
að fatlaðir geta ekki mátað föt í
verslunarmiðstöðinni nema í ein-
um klefa í Hagkaupum. Aðrir
klefar eru of þröngir fyrir hjóla-
stóla:
„Þetta á ekki aðeins við um
Kringluna heldur yfirleitt þegar
fatlaðir ætla að máta föt. Það er
regla frekar en hitt að fatlaðir fá
fötin lánuð heim til að geta mátað
þau þar,“ segir Björg Árnadóttir,
kynningarfulltrúi Sjálfsbjargar.
„Eftir að við veittum Kringlunni
verðlaun fyrir aðgengið hafa orð-
ið í það minnsta tvær verulegar
breytingar sem þýða stórt skref
afturábak. Annars vegar þegar
kaffihúsið var stofnað í gryfj-
unni á neðri hæð Kringlunnar og
hins vegar þegar verslunin
Byggt og búið var sett á palla.
Mér skilst þó að hreyfihamlaðir
geti komist einhvers staðar ann-
ars staðar á pallinn – það er ekki
óalgengt – hreyfihamlaðir geta
farið inn bakdyramegin. Sjálf
yrði ég t.d. ekki ánægð með að
eiga ekki kost á að komast á besta
kaffihúsið í Kringlunni en jafn-
framt það eina sem er óaðgengi-
legt. Hvernig stendur á því að
heilu hóparnir eru útilok-
aðir og þeim jafnvel
beint þangað sem
þeir hafa engan
áhuga á að
fara? Sjálf vil
ég besta kaff-
ið – ekki það
n æ s t b e s t a ,
segir Björg
hjá Sjálfs-
björg.
Örn Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar, segir
aðgengi fyrir fatlaða í góðu lagi í
allri sameign Kringl-
unnar enda hafi
það verið verð-
launað. Annað
sé ef til vill
uppi á ten-
i n g n u m
þ e g a r
komið er
inn í versl-
a n i r n a r
sjálfar: „Þá
er það
verslunar-
eigenda að
sjá um þessi
atriði og ef-
laust mismun-
andi hvernig
þeir leggja sig
fram í því efni,“
segir Örn. ■
Fréttastofa Bylgjunnar fluttium það stríðsfrétt á dögunum
að aldrei fyrr hefðu jafn margar
fasteignir verið til sölu í Reykja-
vík. Vitnaði Gissur Sigurðsson
fréttamaður til dagblaðaauglýs-
inga máli sínu til stuðnings. En
fréttin var í raun ekki um met-
framboð á íbúðarhúsnæði. Held-
ur hitt að fasteignasölum hefur
fjölgað gríðarlega upp á síðkastið
og munar þar ekki minnst um
ReMax-keðjuna. Auglýsingunum
hefur því fjölgað. Það vantaði
hins vegar í fréttina.
Fréttiraf fólki
Lárétt: 1 hrjáir, 7 iðnaðarmaður, 8 kúgar,
9 átt, 10 fum, 12 suðurlandabúi, 14 versl-
un (o=ó) 17 brennandi ögn.
Lóðrétt: 1 þróunin, 2 stórvaxnir, 3 keyra,
4 þrátta, 5 rykkorn, 6 skar, 11 kærleiks-
hót, 13 hræðsla, 15 tveir eins, 16 öfug
stafrófsröð.
Lausn: Lárétt: 1þjakar, 7rakari,8okar,
9sa,10pat,12 króati,14netto,17
neisti.
Lóðrétt: 1þroskinn,2jakar, 3aka,4
karpa,5ar, 6risti,11atlot,13ótti,15ee,
16ts.
1
7
2 3 4 5
8
15 16
17
13
14
12
6
9 10 11
KRINGLAN
Færri fá pláss en vilja.
Biðlisti í
Kringlunni
VERSLUN Þrjátíu verslanir eða
þjónustufyrirtæki eru nú á
biðlista hjá húsfélagi Kringlunnar
og vilja fá að opna í verslunarmið-
stöðinni. Setið er um hvert pláss
sem losnar og færri fá en vilja.
Þykir forráðamönnum Kringlunn-
ar þetta til marks um að vel hafi
til tekist með reksturinn þótt þeir
vildu gjarnan geta sinnt öllum
óskum og greitt götu þeirra sem
vilja hefja þar starfsemi. Ein-
hverjir stækkunarmöguleikar
munu vera til staðar í Kringlunni
en engin slík áform eru á teikni-
borðinu sem stendur. ■
Ekkert verður af komu RobinsCooks, fyrrum utanríkisráð-
herra Breta, hingað til lands að
sinni en Cook ætlaði að sitja
landsþing Samfylkingarinnar
sem gestur. Utanríkisráðherrann
fyrrverandi mun vera upptekinn
af því að kynna nýja bók sína um
Íraksstríðið og það gengur fyrir.
Hann mun hins vegar hafa áhuga
á að koma hingað til lands við
fyrsta tækifæri þó hann hafi
misst af landsþingi Samfylking-
arinnar í þetta sinn.
BJÖRG ÁRNADÓTTIR
Vill besta kaffið – ekki
það næstbesta.
Fatlaðir
■ eiga þess vart kost að máta föt í
Kringlunni. Aðeins einn mátunarklefi í
verslunarmiðstöðinni rúmar hjólastól.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T