Fréttablaðið - 16.10.2003, Side 39

Fréttablaðið - 16.10.2003, Side 39
Fréttiraf fólki 39FIMMTUDAGUR 16. október 2003 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Gunnar I. Birgisson. Liechtenstein. Alpay Özalan. Guðlaugur Þór Þórðarson ogSigurður Kári Kristjánsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, lögðu Samfylk- ingarþingmenn- ina Mörð Árna- son og Katrínu Júlíusdóttur að velli í skákspil- inu Hróknum á sunnudaginn en þingmennirnir áttust við á skákhátíð Hróksins og Hag- kaupa í Vetrargarði Smáralind- ar á sunnudaginn. Hver þing- maður spilaði fyrir sig en þeir mynduðu umsvifalaust banda- lög í takt við gamalgrónar flokkslínur og þrátt fyrir hressilega byrj- un samfylking- arfólksins sáu sjálfstæðis- mennirnir ungu við andstæðing- um sínum og voru býsna drjúgir með sig þegar úrslit lágu fyrir. Mörður var þó síður en svo bugaður og lýsti því yfir að Samfylkingin ætti eftir að sigra Sjálfstæðis- flokkinn við aðrar aðstæður. Það blása vindar breytingaum Stöð 2 og systurfélög. Breski viðskiptasnillingurinn Marcus Evans hefur sýnt fyrir- tækinu áhuga og býðst til að leggja fram fé ef helmingi meira fé verður afskrifað. Í sjálfu sér snið- ugt en hitt er eins víst að ef og þegar nýir eigendur koma að Norðurljós- um mun Sigurður G. Guðjóns- son hverfa þaðan úr brúnni – að eigin ósk. Auglýsingaherferð JPV-útgáf-unnar vegna bókarinnar Súpersex – krassandi kynlíf er farin að valda usla og óróa. Til dæmis hefur Morgunblaðið séð sig knúið til að hætta birtingu auglýsingarinnar vegna kvart- ana lesenda, sem margir hverj- ir hafa hótað uppsögn á áskrift blaðsins vegna þessa. Auglýs- ingarnar eru þó enn á bakhlið strætisvagna Reykjavíkur enda hefur enginn farþegi hingað til hótað að hætta að ferðast með vögnunum vegna auglýsingar- innar. Sjálf er auglýsingin um súpersexið látlaus og smekkleg í uppbyggingu en snertir samt strengi í viðkvæmum sálum sem vilja hafa sexið út af fyrir sig. Það er sjálfhætt. Ég verð aðhætta að reykja og geri það,“ segir Hemmi Gunn, sem er nú út- skrifaður af hjartadeild Landspít- alans eftir alvarlegt hjartaáfall sem hann fékk fyrir skemmstu og reið honum næstum að fullu. „Nú taka við æfingar, endurhæfing og strangt eftirlit. Ég verð að taka því rólega og ætla að njóta þess að vera til. Ég er að upplifa og skynja lífið upp á nýtt og ætla að tvíefla samskiptin við mína nán- ustu og nýta þetta seinna tæki- færi sem ég fékk,“ segir Hemmi. „Mér var ekki ætlað að fara í þetta skipti og ég hef reynslu af því að nýtast vel í framlengingu það ætla ég líka að gera núna.“ Hemmi býr hjá systur sinni í Kópavogi á meðan hann er að ná sér. Hjartaáfallið heyrir nú fortíð- inni til og framtíðin vel skorðuð í farteskinu hjá Hemma Gunn. ■ HLÁTUR Það er ekki oft sem þessir menn sjást hlæja svo dátt saman. Einar Oddur Kristjánsson al- þingismaður, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Lýður Árnason, læknir á Flateyri. Tilefnið var sextugsafmæli Einars Odds. HEMMI GUNN Upplifir og skynjar lífið upp á nýtt. Segist hingað til hafa dugað vel í framlengingum. Bati HERMANN GUNNARSSON ■ er kominn heim af sjúkrahúsi eftir hjartaáfall. Hann ætlar að nýta vel þann tíma sem honum er nú gefinn. Hemmi útskrifaður og hættur að reykja FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.