Fréttablaðið - 16.10.2003, Síða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Það ætlar allt af göflunum aðganga í Bretlandi þessa dagana
vegna þess að foringi íhaldsflokks-
ins, hinn litlausi Iain Duncan Smith,
réð eiginkonu sína í vinnu hjá bresk-
um skattborgurum fyrir þúsund
pund á mánuði (136 þús. kr.) og nú
spyrja menn hvort vinnuframlag
frúarinnar hafi verið nægilegt til að
réttlæta þessa meðferð á fjármunum
almennings, og hvort réttlætanlegt
hafi verið af herra Duncan Smith að
ráða frú Duncan Smith í létta inni-
vinnu. Rannsóknarnefnd þingsins
með Sir Philip Mawer í forsæti hef-
ur nú málið til meðferðar, og er
Duncan Smith talinn eiga pólitíska
framtíð sína undir niðurstöðu nefnd-
arinnar. Hann reynir að verjast og
hefur skrifað rannsóknarnefndinni
40 síðna varnarræðu til að réttlæta
gerðir sínar.
Í SVÍÞJÓÐ er fjallað um það í blað-
inu Dagens Nyheter að dæmi séu um
að þingmenn í sænska þinginu fái
greitt aukalega fyrir setu í þing-
nefndum þrátt fyrir að þeir mæti
ekki á nefndarfundi. Þykir þetta hið
versta hneykslismál, annars vegar
að þingmenn skuli skammta sér
aukaþóknun ofan á þingfararkaupið
fyrir að gegna störfum í fastanefnd-
um þingsins, og hins vegar að menn
skuli geta gengið að þessum bónus-
greiðslum vísum jafnvel þótt þeir
skrópi af og til á nefndarfundum.
NÝVERIÐ birtist einhvers staðar sú
fullyrðing að spilling í veröldinni
væri næstminnst á Íslandi af öllum
löndum heims. Aðeins Finnar væru
óspilltari. Það er því von að manni
blöskri svínaríið og sukkið og
bruðlið með almannafé hjá þessum
Duncan Smith í Bretlandi, eða fram-
ferði sjálftökuliðsins í sænska þing-
inu sem skammtar sér aukagreiðslur
að vild fyrir að mæta eða mæta ekki
á nefndarfundi í vinnutíma sem þeir
fá þegar greiddan með þingfarar-
kaupi.
ÞAÐ er sorglegt til þess að vita að
spilling reykmettaðra bakherbergja
skuli grúfa yfir Bretlandi og Svíþjóð,
og jafnframt gott til þess að vita að
íslensk þjóðarsamviska skuli vera
hrein og óspillt eins og fjallaloftið. ■
Hrein
samviska
Netsalan ehf.
Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík.
Sími 517 0220, Gsm: 693 0225.
Netfang: netsalan@itn.is
Heimasíða:
www.itn.is/netsalan
Missið ekki af
einstöku tækifæri!
Eigum til á lager Dodge Durango, árg. 03. Mjög lítið
keyrður á frábæru verði. 7 manna bíll með öllu. Leður.
Eigum einn Dodge Ram 2500 diesel Quad Cab 03,
ek. 1.200 km. Mjög gott verð. Leður.
Erum byrjaðir að selja lúxus jeppann Cherokee Limited
Overlan, árg. 2004.
Dodge Durango 03
Dodge Ram 2500
diesel
Cherokee Limited 04
Overland
Ath. Þessir bílar eru enn í
Kanada.