Fréttablaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 2
2 17. nóvember 2003 MÁNUDAGUR „Nei. Fyrr mundi ég setja Noel Blake inn á.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari Barnsley, átti aðeins ellefu leikmenn heila fyrir sigurleikinn gegn Tran- mere á laugardaginn. Noel Blake er 41 árs og lék sinn síðasta leik fyrir Exeter fyrir tveimur árum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kennir Blake nú leikfimi í grunnskóla. Spurningdagsins Guðjón, þarftu ekki bara að fara að taka fram skóna sjálfur? Óíbúðarhæft um helgar Fjölgun veitingastaða í miðborginni og lengri afgreiðslutími hefur gert nokkrar íbúðir óíbúðarhæfar. Eigandi einnar segir nóg komið og vill að borgin kaupi íbúðina eða greiði kostnað við að gera hana íbúðarhæfa. MIÐBORGIN „Fjölgun veitingastaða hér í nágrenninu og lengri af- greiðslutími hefur gert mína íbúð og fleiri óíbúðarhæfar um helg- ar,“ segir Björg Einarsdóttir sjúkranuddari. Hún býr við Smiðjustíg og hef- ur ítrekað orðið fyrir ónæði gesta skemmtistaða í götunni. Þegar Björg keypti íbúðina var fyrir einn skemmtistaður og af- greiðslutíminn til þrjú eins og annars staðar í borginni. Nú eru knæpurnar fjórar og afgreiðslu- tíminn allt til sex á morgnana. „Það er ekki ein helgi án ónæð- is eða óláta. Hávaðinn er ærandi, enda staðfesta hljóðmælingar Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur að hávaðamengunin frá skemmtistöðunum er langt yfir mörkum,“ segir Björg. Hún segist fimm sinnum á und- anförnum þremur árum hafa þurft að kalla til lögreglu vegna rúðubrota. Um þverbak keyrði um helgina, en þá fuku tvær rúð- ur. Steinhnullungi var kastað inn um annan gluggann, málmhólki inn um hinn. Glerbrot voru um alla íbúð og mildi að enginn svaf innan við gluggana. Símtölin til lögreglu vegna annars ónæðis eru óteljandi. Lögreglan ber hins veg- ar við manneklu og vísar á borg- aryfirvöld. „En við mætum ekki miklum skilningi hjá borgaryfirvöldum. Þau litlu svör sem við höfum feng- ið eru á þann veg að við getum reynt að leita liðsinnis,“ segir Björg. Hún segir tvær leiðir til lausn- ar. Annars vegar að borgin greiði kostnað við hljóðeinangrandi ör- yggisgler og rimla í glugga íbúð- arinnar eða að borgin hreinlega kaupi íbúðina, þó henni þyki það afarkostir. „Ég hef ekki brjóst í mér til að selja fólki íbúðina út frá því sem ég hef lýst. En það er sanngirnis- mál að borgaryfirvöld greiði þennan kostnað þar sem forsend- ur hafa breyst svo gríðarlega frá því ég keypti íbúðina,“ segir Björg Einarsdóttir. the@frettabladid.is Kjartan Gunnarsson um æviminningar Sverris: Fráleitt samhengi hlutanna ÆVIMINNINGAR „Samhengi hlut- anna þarna er fráleitt. Þessi svo- kallaði undirbúningur að starfs- lokum þeirra Sverris Hermanns- sonar og Björgvins Vilmundar- sonar var einungis liður í undir- búningi að breytingu Landsbank- ans í hlutafélag. Undirbúningur- inn miðaði ekki síst að því að tryggja eðlileg réttindi bæði bankastarfsmanna og banka- stjóra. Það var því ekkert sam- hengi milli þessara átaka og starfslokanna,“ segir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og fyrrum bankaráðsformaður í Lands- bankanum. Kaflar úr væntanlegri æ v i s ö g u Sverris Her- mannssonar, áður þing- manns, ráð- herra og bankastjóra Landsbanka Íslands, birt- ust í Frétta- blaðinu í gær, meðal annars kafli um átök Sverris og Davíðs Odds- sonar forsæt- isráðherra vegna vaxtamála og hlutverk Kjartans Gunnarssonar í þeim átökum. Kjartan vill ekki tjá sig um bókina að öðru leyti en því að samhengi hlutanna sé ekki rétt. Í Fréttablaðinu birtist einnig kafli um þátt Sverris í að tryggja Davíð Oddssyni kjör í formanns- slag við Þorstein Pálsson. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi sendiherra í Kaup- mannahöfn, sagðist í gær ekki hafa séð téða bókarkafla og gæti því ekkert um þá sagt. Davíð Oddsson forsætisráð- herra svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins. ■ Bankaránið: Rætt við vitni RÁN „Við höfum engar upplýsingar um annað en að bankaræninginn hafi verið einn að verki,“ segir Kristján Ó. Guðnason, aðstoðaryf- irlögregluþjónn í Hafnarfirði. Lög- reglan hefur fengið ábendingar í kjölfar ránsins og vinnur úr þeim auk annarra vísbendinga. Ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum. Tveir menn sem lögreglan aug- lýsti eftir settu sig í samband við hana um kvöldmatarleytið í gær. Þeir eru ekki grunaðir um aðild en eru taldir geta veitt upplýsingar. ■ BYSSA Á LOFTI Palestínskur uppreisnarsinni heldur byssu sinni á lofti. Palestínskur ráðamaður: Vígamenn jákvæðir VESTURBAKKINN,AP Hassan Abu Libdeh, aðstoðarmaður Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palest- ínumanna, segir að palestínskir vígamenn hafi sent mjög jákvæð skilaboð þess efnis að þeir séu til- búnir til að efna til vopnahlés við Ísrael. Þetta kom fram í viðtali sem Libdeh átti við AP-fréttastofuna. Hann segist vera sannfærður um að Ísraelar og Palestínumenn muni binda enda á þriggja ára átök innan skamms. „Ég held að ef Ísraelar spili ekki með okkur séu uppreisnar- sinnar tilbúnir til að teygja sig mjög langt,“ sagði Libdeh. ■ SKRIFSTOFA SÞ Bíll ekur á brott frá miðstöð hermála Sam- einuðu þjóðanna í Kabúl í Afganistan. Skotárás í Afganistan: Frönsk kona skotin AFGANISTAN, AP Franska konan Bettina Goislard, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, var skotin til bana í Afganistan í gær. Hún er fyrsti starfsmaður samtakanna sem er myrtur í landinu síðan Talibanastjórnin féll af stalli. Goislard, sem var 29 ára göm- ul, var farþegi í bíl á vegum Sam- einuðu þjóðanna þegar byssumað- ur á mótorhjóli hóf skothríð að bílnum. Lögreglu tókst að hand- sama árásarmanninn, sem er tali- banskur uppreisnarmaður. 813 manns starfa á vegum Sam- einuðu þjóðanna í Afganistan auk þess sem nokkur þúsund Afgana vinna einnig fyrir samtökin. ■ Landssími Íslands: Lokar á Og Vodafone FJARSKIPTI Landssími Íslands hefur tilkynnt Og Vodafone að lokað verði fyrir farsímastöðvar Sím- ans á svæðum á Suður- og Vestur- landi á miðnætti á mánudag. Fyr- ir vikið munu viðskiptavinir Og Vodafone ekki eiga aðgang að 50 sendum á þeim svæðum. „Vodafone hefur fullyrt að við séum að hafna einhverjum millj- ónaviðskiptum með þessu aðgerð- um. Ég get alveg fullyrt að þessir örfáu sendar á Vesturlandi sem um er að ræða gefa okkur mjög óveru- legar tekjur,“ sagði Páll Ásgríms- son, forstöðumaður lögfræðideildar Landssímans. „Aðgerðin á sér eðli- legar viðskiptalegar forsendur. Þeir hafa ekki ennþá verið til viðræðu um verðlagningu fyrir þá þjónustu sem þeir eru að fara fram á.“ ■ EBÓLA BREIÐIST ÚT Ellefu manns hafa látið lífið af völdum Ebóla- veirunnar í norðvesturhluta Kongó. Yfirvöld hafa greint 13 tilfelli veirunnar í Mbomo-héraði og óttast mjög frekari útbreiðslu. Í fyrra var sama svæði sett í sótt- kví þegar rúmlega 100 manns lét- ust af völdum veirunnar. OBASANJO HITTIR MUGABE Olu- segun Obasanjo, forseti Nígeríu, ætlar að funda með Robert Mugabe, forseta Simbabve, í dag um ástæðu þess að Simbabve var ekki boðið að taka þátt í fundi Bretlands og fyrrum Samveldis- ríkja þess í næsta mánuði. Mug- abe hefur lengi verið gagnrýndur fyrir mannréttindabrot í heima- landi sínu. ENN EITT RÚÐUBROTIÐ Mesta mildi er að enginn hafi hlotið skaða af þegar drukknir og dópaðir gestir kráa í miðborginni skeyta skapi sínu á dauðum hlutum. VILL AÐGERÐIR BORGARYFIRVALDA Björg Einarsdóttir, íbúðareigandi við Smiðjustíg, telur sanngjarnt að borgaryfirvöld axli ábyrgðina af fjölgun vínveitingaleyfa og lengingu afgreiðslutíma skemmtistaða í borginni. ■ Afríka KJARTAN GUNN- ARSSON Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir frásögn af undir- búningi starfsloka Sverris Hermannsson- ar slitna úr samhengi. Hafnarfjörður: Fjórir teknir vegna dóps LÖGREGLUFRÉTTIR Fjórir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í Hafnarfirði vegna fíkniefnamis- ferlis í fyrrinótt. Lögreglumenn sem stöðvuðu bifreiðar við reglubundið eftirlit fundu áhöld til fíkniefnaneyslu í bíl einum. Tveir menn voru hand- teknir. Hinir tvímenningarnir voru handteknir eftir að sex grömm af amfetamíni fundust í fórum þeirra. Að sögn lögreglumanna í Hafn- arfirði ber eftirlit af þessu tagi oft árangur. Er þá oft um það að ræða að skoðað sé í bílum hjá góðkunn- ingum lögreglunnar. ■ AP /M YN D FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T AP /M YN D VERÐLAUN Jón S. Guðmundsson, fyrrum íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík, tók við verðlaunum Jónasar Hall- grímssonar sem veitt voru við há- tíðlega athöfn í gær, á degi ís- lenskrar tungu. Jón hóf kennslu við MR árið 1943 og kenndi við skólann í rúm 50 ár. Í áliti valnefndar kemur fram að það sé hverri þjóð ómet- anlegt að eiga lærimeistara sem stundi málrækt af slíkri alúð sem Jón gerði. Sérstakar viðurkenningar voru einnig veittar Lesbók Morgun- blaðsins og Spaugstofunni fyrir stuðning við íslenska tungu en í mati dómnefndar kom fram að Spaugstofumenn kunni þá list að bregða á leik með tungumálið og að málnotkun þeirra sé skemmti- leg og skapandi. ■ VERÐLAUNAAFHENDING Tómas Ingi Olrich afhenti Jóni S. Guð- mundssyni verðlaun Jónasar Hallgrímsson- ar í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Dagur íslenskrar tungu: Spaugstofan og kennari heiðruð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.