Fréttablaðið - 17.11.2003, Qupperneq 12
12 17. nóvember 2003 MÁNUDAGUR
HJÓLA TIL ÍRAKS
Írinn Joey Kelly, til hægri á myndinni, og
þýski íþróttamaðurinn Hubert Schwarz stil-
la sér upp fram við Brandenborgarhliðið í
Berlín í upphafi hjólreiðaferðar til Íraks. Til-
gangurinn er að safna fé til styrktar barna-
spítala í Írak.
Skipasmíðafyrirtæki í Hafnarfirði og á Akranesi:
Fullgera tvo togara
SKIPASMÍÐI Tveir skipsskrokkar
komu til Hafnarfjarðar á laugar-
dag. Skipsskrokkarnir voru
byggðir í Póllandi fyrir íslensku
skipasmíðafélögin Ósey í Hafn-
arfirði og Þorgeir & Ellert á
Akranesi. Skipin verða afhent
færeysku útgerðarfyrirtækjun-
um P/F Stjörnan og P/F Pólarhav
í maí á næsta ári.
Skipin sem um ræðir eru
bæði togskip sem gerð verða út
sem ísfisktogarar. Þau eru 36,5
metra löng og 8,5 metrar á
breiddina.
Á miðvikudag í síðustu viku
var nýtt togskip, Sæborg FD 830,
sjósett. Það skip er í eigu útgerð-
arfyrirtækisins P/F Sæborg í
Færeyjum. Það var fimmta skip-
ið sem Ósey smíðar fyrir fær-
eyskar útgerðir. ■
Uppbygging alþjóða
herliðs gengur illa
Donald Rumsfeld reynir að afla stuðnings í Japan og Suður-Kóreu. Íraksályktun Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna hefur engu breytt og ljóst að vandræðagangurinn mun halda áfram. Alls
um 155.000 hermenn í Írak, þar af um 130.000 bandarískir.
ÍRAK Donald Rumsfeld, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
sem kom í opinbera heimsókn til
Suður-Kóreu í gærkvöld eftir
tveggja daga dvöl í Japan þar sem
hann ræddi við japanska ráða-
menn um ástandið í Írak, segir að
ný áætlun um að flýta valdafram-
sali í Írak, þýði ekki að Banda-
ríkjamenn muni á næstunni draga
herlið sitt til baka frá landinu.
Umrædd áætlun gerir ráð fyrir að
skipuð bráðabirgðastjórn taka við
völdum í júní á næsta ári. „Þetta
hefur engin áhrif á áætlanir um
áframhaldandi uppbyggingu í
Írak eða veru bandarískra her-
manna og hersveita bandamanna í
landinu,“ sagði Rumsfeld, sem
talið er nær öruggt að muni
þrýsta á suður-kóresk stjórnvöld
um að senda aukið herlið til Íraks.
Bandarísk stjórnvöld hafa ít-
rekað beðið Suður-Kóreumenn um
að senda meira en 5.000 vopnaða
hermenn til Íraks til viðbótar við
þá 400 sem þegar starfa þar við
hjálpar- og uppbyggingarstörf.
Um miðja síðustu viku kom fram í
viðtali við háttsettan suður-
kóreskan embættismann að til
stæði að endurskoða áætlanir þar
um. Roh Moo-Hyun, forseti Suður-
Kóreu, hefur síðan sagt að í mesta
lagi 3.000 hermenn verði sendir til
starfa í Írak, en einungis til upp-
byggingarstarfa. Hefur hann þeg-
ar skipað hernum að hefja undir-
búning.
Aukin andstaða
Andstaða almennings í Japan
hefur einnig orðið til þess að
japönsk stjórnvöld hafa ákveðið
að fresta því til næsta árs að
senda aukið herlið til friðargæslu
og hjálparstarfa í Írak. Svo virðist
sem nýleg ályktun Öryggisráðs
SÞ um uppbyggingarstarfið í
Írak, sem Bush Bandaríkjaforseti
vonaði að myndi auka líkurnar á
aukinni alþjóðlegri aðstoð, muni
litlu breyta og að þær þjóðir sem
hingað til hafa verið á móti hern-
aðaraðgerðunum muni áfram
halda að sér höndum.
Þar hafa Frakkar, Þjóðverjar
og Rússar farið fremstir í flokki
en þó ekki útilokað að senda frið-
argæslulið til Íraks á seinni stig-
um, komi til beinnar aðildar Sam-
einuðu þjóðanna. Sama er að segja
um Tyrki, sem dregið hafa til baka
boð um að senda 10.000 vopnaða
hermenn til Íraks. Ýmsar aðrar
þjóðir sem Bandaríkjamenn hafa
leitað til, eins og Bangladesh,
Pakistan og Indland, hafa útilokað
þátttöku í uppbyggingarstarfinu
en þó gefið vilyrði fyrir því að
senda friðargæslulið til Íraks á
seinni stigum, en þá aðeins á veg-
um Sameinuðu þjóðanna.
Það er því augljóst að vand-
ræðagangur Bandaríkjamanna í
Írak mun halda áfram og með
auknu mannfalli skapa erfiða
stöðu og aukinn þrýsting á Bush
Bandaríkjaforseta sem gæti
reynst honum erfiður í undirbún-
ingi forsetakosninga sem fram
fara eftir eitt ár.
Alls 155.000 hermenn
Í dag eru um 130.000 banda-
rískir hermenn við störf í hinu
olíuríka Írak auk um 10.000
breskra og um 15.000 frá öðrum
þjóðum, sem aðallega vinna við
uppbyggingar- og hjálparstörf,
alls um 155.000 hermenn. Fara
Bandaríkjamenn ásamt írösku ör-
yggissveitunum með stjórn mála í
norður- og vesturhluta landsins
auk hluta miðhlutans og þar með
talið höfuðborginni Bagdad. Með
Bandaríkjamönnum starfa meðal
annars hersveitir frá Taílandi og
Ástralíu en um 400 taílenskir her-
menn eru nú starfandi í borginni
Karbala, aðallega við hjálpar- og
uppbyggingarstörf. Áströlsku
hermennirnir, sem eru um 2.000 í
Írak, tóku hins vegar þátt í bar-
dögum við hlið þeirra bandarísku
og bresku. Olli það miklum deil-
um heima fyrir og eru gögn sem
ríkisstjórnin lagði fram til rétt-
lætingar þátttökunni nú til rann-
sóknar í þingnefnd.
Bretar í suðurhlutanum
Eins og áður segir eru nú að
minnsta kosti 10.000 breskir her-
menn í Írak og í undirbúningi að
senda þangað 1.200 til viðbótar.
Bretar leiða alþjóðaherliðið í suð-
urhluta landsins en þar er örygg-
KONA KJÖRIN RÍKISSTJÓRI
Kathleen Babineux Blanco
skráði sig á
spjöld sögunn-
ar með því að
verða fyrsta
konan sem er
kjörin ríkis-
stjóri í Lousi-
ana í Banda-
ríkjunum. Blanco hlaut 52% at-
vkæða en andstæðingur hennar
Bobby Jindall var skammt und-
an með 48%.
SENDIRÁÐ OPNAÐ Á NÝ Sendiráð
Bandaríkjanna í Súdan hefur ver-
ið opnað á ný eftir fimm daga
lokun. Hótanir höfðu borist um
hryðjuverk gagnvart bandarísk-
um hagsmunum í landinu.
Tilboð
Dalvegur 6-8 · 200 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3509 · www.kraftvelar.is
Tilboðið gildir út
desember, eða meðan
birgðir endast.
Ódýrir
pallettutjakkar
Tilboð Tilboð
Standard
Galvaniseraður
Langur (180 cm)
kr
kr
kr
28.573,-
59.000,-
52.260,-
m/vsk
m/vsk
m/vsk
Lyftiget
a
2000 kg
Suðurnes:
Aðgerða
þörf
KJARAMÁL Landssamband ís-
lenskra verslunarmanna skorar á
ríkisstjórn Íslands að hefja nú
þegar samráð við stéttarfélög og
sveitarstjórnir á Suðurnesjum um
aðgerðir sem dregið gætu úr af-
leiðingum uppsagna starfsmanna
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli.
Sambandið lýsir áhyggjum
vegna uppsagnanna og hvetur til
þess að strax verði hugað að upp-
byggingu í atvinnumálum á Suð-
urnesjum. ■
Félag bókagerðarmanna:
Gengur í
ASÍ
KJARAMÁL Félagsmenn í Félagi
bókagerðarmanna samþykktu í
allsherjaratkvæðagreiðslu að
sækja um aðild að Alþýðusam-
bandi Íslands. Þrátt fyrir að ein-
ungis 38% félagsmanna hafi tekið
þátt í atkvæðagreiðslu telst hún
gild. Atkvæði greiddu 450 af 1.186
og samþykktu rúm 77% að sækja
um aðild að ASÍ.
Félag bókagerðarmanna hefur
staðið utan ASÍ allt frá því að það
var stofnað með samruna þriggja
félaga árið 1980. Fram að þeim
tíma höfðu Hið íslenska prentara-
félag og Bókbindarafélag Íslands
verið aðilar að ASÍ og voru meðal
stofnfélaga sambandsins. Graf-
íska sveinafélagið stóð hins vegar
utan þess. ■
STERKLEGUR SKROKKUR
Tveir skipsskrokkar komu frá Póllandi til Íslands þar sem smíði þeirra klárast.
■ Bandaríkin
DONALD RUMSFELD
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, við komuna til Seúl í Suð-
ur-Kóreu í gær þar sem hann leitar liðsinn-
is stjórnvalda við hernaðinn í Írak.
PÓLSKIR HERMENN
Pólskir hermenn votta föllnum félaga sínum virðingu í borginni Karbala.
Fréttaskýring
ERLINGUR KRISTENSSON
■ fjallar um erlent herlið í Írak.