Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2003, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 17.11.2003, Qupperneq 16
16 17. nóvember 2003 MÁNUDAGUR Súesskurðurinn, sem tengirMiðjarðarhafið við Rauða haf- ið, er opnaður fyrir skipaumferð þennan dag árið 1869. Mikið var haft við og franska keisaraynjan Eugénie, eiginkona Napóleons þriðja, var meðal gesta. Ítalska tónskáldið Verdi var fengið til að semja óperu fyrir opnunina, en tókst ekki að klára hana í tæka tíð. Óperan Aída var þó frumsýnd í Kaíró ári síðar. Ferdinand de Lesseps, fyrrver- andi konsúll Frakka í Kaíró, náði árið 1854 samkomulagi við ríkis- stjóra Ottómanveldisins í Egypta- landi um smíði skurðarins. Árið 1859 var hafist handa við að grafa skurðinn, sem fyrst í stað var gert með handafli og unnu menn þá í nauðungarvinnu með haka og skóflur. Síðar komu evrópskir verka- menn með nýjustu tækni þeirra tíma, jarðýtur og gufuknúnar gröfur. Fyrst eftir opnunina var Súes- skurðurinn aðeins 7,6 metra djúp- ur, 22 metra breiður við botninn og 60-90 metra breiður við yfir- borðið. Árið 1876 voru gerðar miklar endurbætur á honum og áður en langt leið var hann orðin ein helsta skipaleið heims. ■ ■ Persónan ■ Þetta gerðist 1558 María fyrsta, drottning yfir Englandi og Írlandi, deyr og við krúnunni tekur 25 ára hálfsystir hennar, Elísabet fyrsta. 1839 Fyrsta ópera Verdis, Oberto, er frumsýnd í La Scala. 1906 Soichiro Honda, stofnandi Honda-bílaverksmiðjanna í Jap- an, fæðist þennan dag í Hama- matsu í Japan. 1969 Fyrstu viðræður Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna, SALT I, hefjast í Helsinki. 1970 Réttarhöld hefjast þennan dag vegna fjöldamorðanna í My Laí í Víetnam. 1970 Fyrsta ökutækið ekur um á tunglinu. Það er sovéskt og nefn- ist Lunokhod 1. SÚESSKURÐURINN Varð ein mikilvægasta siglingaleið heims. OPNUÐ SIGLINGALEIÐ YFIR Í RAUÐA HAFIÐ ■ Þennan dag var Súesskurðurinn opn- aður fyrir skipaumferð. 17. nóvember 1869 Teitur Þorkelsson, fyrrum sjón-varpsmaður og friðargæslu- liði, hefur verið ráðinn upplýs- ingafulltrúi hjá breska sendiráð- inu á Íslandi. „Þeir kalla starfið Press and public diplomacy officer en svo bæti ég alltaf gentleman við,“ seg- ir Teitur, sem fylgist meðal ann- ars með íslensku samfélagi fyrir breska utanríkisráðuneytið, sér um vefsíðu sendiráðsins og tekur á móti gestum í starfi sínu. Teiti finnst að sendiráð á Ís- landi hafi látið lítið fara fyrir sér síðustu ár. Hann vonast til að gera breska sendiráðið sýnilegra og að starfsmenn þess taki aðeins meiri þátt í umræðum er snúa að Bret- landi. Nefnir hann sem dæmi mót- mælin vegna hvalveiða Íslend- inga. „Þannig er vonandi hægt að styrkja tengsl þessara þjóða,“ segir upplýsingafulltrúinn. Það hefur verið nóg að gera hjá Teiti undanfarin ár. Hann starfaði á Stöð 2 á árunum 1997-1998, var talsmaður friðargæslusveita í Sri Lanka á vegum íslenska utanríkis- ráðuneytisins og var tvo mánuði í háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tokyo þar sem hann lærði um stríðsátök og friðargæslu. „Starfið nú er mikil breyting frá starfinu á fréttastofunni og Sri Lanka. Ég hélt ég gæti ekki fundið hraðari vinnustað en á Stöð 2 en það var að minnsta kosti fimm sinnum meiri hasar á Sri Lanka. Þar var ég stundum í símanum fjórar klukkustundir á dag og þurfti að tala við alla fjöl- miðla frá morgni til kvölds,“ seg- ir Teitur enda stríðsástand í land- inu þar sem hætturnar leyndust víða. „Nú hef ég meiri stjórn á hlut- unum og vinn af meiri yfirvegun. Ég er að greina langtímabreyting- ar á þjóðfélaginu, les öll blöð og fylgist með fjölmiðlum um allan heim. Nú horfi ég á heildarmynd- ina í stað stikkprufanna úr frétt- unum,“ segir Teitur, sem neitar því ekki að starfið líkist að ein- hverju leyti njósnastarfi hennar hátignar. „Það er smá Bond-fíling- ur í þessu,“ segir Teitur. ■ Súesskurðurinn opnaður ÞÓRSTEINN RAGNARSSON Hann segir að stefnt verði að því að mál- skotsnefnd verði komið á laggirnar fyrir áramót. ??? Hver? Ég er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma. ??? Hvar? Ég er staddur á skrifstofu Kirkjugarðanna í Fossvogi. ??? Hvaðan? Fæddur á Akureyri, alinn upp á Siglu- firði. ??? Hvað? Unnið er að stofnun útfarasiðanefndar. Það þarf að útibúa erindisbréf og ákveða hvaða valdsvið nefndin kemur til með að hafa og hvaða úrræðum hún getur beitt. ??? Hvers vegna? Hugsunin er að aðstandendur eigi kost á úrræðum ef þeir telja brotið á sér í verð- lagningu og þjónustu. Málskotsnefndin er ætluð til þess en það hefur lengi vant- að þetta úrræði fyrir aðstandendur. ??? Hvernig? Það á að vinna þetta þannig að dóms- og kirkjumálaráðherra skipar nefnd en eftir á að ákveða hvað valdsvið hún hef- ur og hvaða úrræðum hún kemur til með að beita. ??? Hvenær? Fyrir áramót. Teitur talar fyrir sendiráð TEITUR ÞORKELSSON Býr í Þingholtunum og gengur í vinnuna á fimm mínútum. Í fyrsta skipti í mörg ár sem hann á ekki bíl. Lærði á sínum tíma heimspeki í HÍ og tók viðskiptafræði sem aukagrein. Bætti svo við hagnýtri fjölmiðlun. Sendiráð TEITUR ÞORKELSSON ■ Hann hefur verið ráðinn upplýsinga- fulltrúi hjá breska sendiráðinu á Íslandi. Var áður í friðargæslu á Sri Lanka. Foreldrar - Stöndum saman Leyfum ekki eftirlitslaus unglingapartý.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.