Fréttablaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 31
■ Nýjar bækur 31MÁNUDAGUR 17. nóvember 2003 Hún á mikið hrós skilið fyrirað hafa haldið út öll þessi ár með mér,“ segir Júlíus Hafstein, formaður Afmælisnefndar heimastjórnar, um eiginkonuna Ernu Hauksdóttur. „Hún er alltaf í jafn góðu skapi. Það segir meira um hana en nokkuð annað.“ ■ Konan mín 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 skarar framúr, 6 á húsi, 7 ell- efu, 8 sk.st., 9 sær, 10 hestur, 12 svar, 14 málmur, 15 á fæti, 16 í röð, 17 tíma- mæla, 18 safi. Lóðrétt: 1 líkamshluti, 2 tré, 3 tveir eins, 4 klaufdýrin, 5 bein, 9 hrópa, 11 kunna skil á, 13 áflog, 14 hestur, 17 stefna. Lausn. Lárétt: 1bestur, 6ris,7x1,8ik,9haf, 10jór, 12ans,14eir, 15il,16st,17úra, 18saft. Lóðrétt: 1bris,2eik,3ss,4uxarnir, 5rif, 9hóa,11vita,13slag,14ess,17út. Hemmi Gunn gerði sér lítiðfyrir eftir alvarleg veikindi og brá sér vestur á Þingeyri við Dýrafjörð þangað sem hann á rætur að rekja. Þar var hann veislustjóri á árlegu hjónaballi þeirra Dýrfirðinga. Góður rómur var gerður að stjórn Hemma og leysti hann hlut- verk sitt með einstakri prýði, enda fagmaður við að skemmta fólki. Mikið fjör og mörg skemmtiat- riði voru í boði og segir á Þingeyr- arvefnum að skemmtunin, sem haldin var þann 1. nóvember, hafi heppnast einstaklega vel. Hemmi sagði ekki annað hafa komið til greina en að mæta þar sem það hafi alltaf staðið til, burt- séð frá öllum veikindum. „Þetta er yndislegt fólk og ég fann já- kvæða strauma frá öllum salnum. Aðeins mánuður var liðinn frá áfallinu og engum datt í hug að ég gæti staðið við mitt. Læknarnir botna ekki upp né niður í neinu og ef ég á að segja eins og er ég hressari nú en í mörg ár,“ segir Hemmi, sem skemmti sér kon- unglega á hjónaballinu. ■ HEMMI GUNN Hann lét ekki alvarleg veikindi aftra sér frá því að bregða sér vestur á Þingeyri og skemmta fólki á árlegu hjónaballi þeirra Dýrfirðinga. Hjónaball HEMMI GUNN ■ Er hressari en nokkru sinni fyrr. Aðeins mánuði eftir alvarlegt hjartaáfall var Hemmi mættur vestur í Dýrafjörð og skemmti vinum sín með röggsamri veislustjórn. Hemmi skemmti í Dýrafirði ÞYKKSKINNA er sunnlenskar þjóðsögur og þættir eftir Helga Hannesson sem eru að koma út um þessar mundir. Það er Sunn- lenska bókaútgáfan sem gefur bókina út. Þykkskinna er úrval sagnaþátta og ljósmynda. Sagt er frá kunnum héraðsdraugum Rangæinga eins og Kotsmóra og Gunnari Ívars. Þá eru kynntir til sögunnar álfar og skrímsli auk þess sem fjöldi Rangæinga fyrri tíðar er leiddur fram á sjónvar- sviðið. HUNDABÓKIN, þýdd og staðfærð af Brynju Tomer, er komin út á vegum Eddu miðlunar. Í henni er að finna hafsjó af fróðleik í máli og myndum um allflestar hunda- tegundir í heiminum. Í inn- gangsköflum bókarinnar er fjall- að um sögu og uppruna hunda, líkamsbyggingu, ræktun, teg- undahópa og val á hundum. Þá er í bókarlok sérstakur kafli eftir Brynju um hunda og hundahald á Íslandi. Bókin er unnin í samráði við fjölda sérfróðra aðila hér- lendis og hefur þýðandinn kapp- kostað við að laga bókina að ís- lenskum aðstæðum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.