Fréttablaðið - 17.11.2003, Page 32

Fréttablaðið - 17.11.2003, Page 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Á tímum þeirrar alþjóðavæðing-ar sem hér áður fyrr var köll- uð „ameríkanísering“ gerast at- hyglisverðir hlutir úti í heimi – og reynslan sýnir að það sem gerist úti í heimi gerist einnig á Íslandi, bara ofurlítið seinna. Maður er nefndur Cleveland Evans og er sálfræðingur við háskóla í Nebr- askafylki í Bandaríkjunum. Hann hefur rannsakað mannanöfn þar vestra í aldarfjórðung og hefur nú skýrt frá því að greinilega megi sjá tilhneigingu meðal foreldra í þá átt að skíra börn sín eftir fræg- um vörumerkjum, væntanlega í þeirri von að dýrðarljómi og gifta vörumerksins fylgi barninu. L’OREAL, CHEVROLET og Timberland eru vinsæl nöfn á stráka, en Armani er aðallega not- að á stúlkubörn, einhverra hluta vegna. Del Monte, ávaxtanafnið, er notað á drengi, sömuleiðis Courvoisier, eftir konjakinu, og Canon, eftir myndavélum og ljós- ritunarvélum. Og árið 2000 voru tveir drengir þar vestra skírðir ESPN eftir íþróttarásinni frægu, annar í Texasríki, hinn í Michigan. Fimm stúlkur á árinu voru skírðar Celica eftir hinni vinsælu Toyota- bifreið. ÞESSI TÍSKA er ekki ennþá komin til Íslands, en þegar hún loksins kemur velja foreldrarnir vonandi íslensk merkjaheiti á krógana. Þá munu systkini geta heitið BAUGUR og LYFJA án þess að mannanafnanefnd fái nokkuð að gert. Trúlega mun lengri tími líða áður en nöfn eins og McDonald, Benetton, Dior og Hummer hafa unnið sér þegnrétt í málinu. Í NOREGI hins vegar hafa menn áhyggjur af því að alþjóðavæðing- in – og þá fyrst og fremst tölvu- notkun – sé komin vel á veg með að eyða úr málinu nöfnum sem innihalda Æ, Ö og Å, en þessir bókstafir tíðkast ekki í stafrófi Internetsins. Þetta er fyrirkvíðan- legt fyrir Íslendinga sem eiga mörg falleg nöfn sem munu hverfa ef foreldrar fara að forðast að gefa börnum sínum nöfn sem innihalda íslenska stafi eins og Á, É, Í, Ð, Ý, Þ, Æ og Ö. Þá munu þær Þóra, Gyða og Sigríður hverfa fyr- ir fullt og allt úr máli okkar og sömuleiðis Hörður, Þráinn, Össur og Ægir og fleiri. Alþjóðleg mannanöfn L Á G M Ú L A 8 • S Í M I 5 3 0 2 8 0 0 • W W W. O R M S S O N . I S

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.