Fréttablaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 17.11.2003, Blaðsíða 15
Þetta voru einkunnarorðReykjavíkurlistans fyrir kosningarnar vorið 2002. Þá lögðu frambjóðendur áherslu á að mikið uppbyggingarskeið væri framundan í borginni og gáfu ýmis nánar tilgreind fyrir- heit, kosningalof- orð. Þessa dagana erum við stjórn- endur Reykjavík- urborgar að leggja síðustu hönd á fjárhagsá- ætlun næsta árs. Hún er lögð fram nú nokkrum mán- uðum áður en kjörtímabilið er hálfnað, en í fjár- hagsáætluninni endurspeglast einna helst áherslur Reykjavík- urlistans. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég kem að undirbúningi fjárhagsáætlunar, finnst mér rétt að fara yfir það einmitt núna hvað frambjóðendur Reykjavíkurlistans gáfu fyrir- heit um í kosningabaráttunni, hverju af því hefur þegar verið komið í verk og hvað stendur útaf. Með því að fara yfir útgefið efni Reykjavíkurlistans í að- draganda kosninganna hef ég talið saman 90 atriði sem fyrir- heit voru gefin um. Sum þeirra kosta útlát á skattfé, sem mér er sérstaklega annt um að fara vel með, önnur eru þess eðlis að þau koma nánast sjálfkrafa með því að við stjórnvöl borgarinnar sit- ur fólk sem leggur áherslu á jafnrétti og sanngirni. Af þessum 90 liðum telst mér til að um 75 sé þegar lokið, þ.e. að ákvarðanir hafi verið teknar og unnið samkvæmt fram- kvæmdaáætlun að efndum. Það er, að nú þegar er búið að efna að fullu, eða hrinda af stað efnd- um á 80% loforðanna. Efndir Ein ástæða þess að við erum komin svo langt niður loforða- listann er sú, að ýmsum fram- kvæmdum var flýtt, eftir að til- mæli komu frá ríkisstjórninni þar sem bent var á væntanlega þenslutíð vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun á næstu misserum. Þetta hefur þýtt að í stað þess að halda áfram að borga niður skuldir borgarinnar, eins og lagt var upp með í upp- hafi kjörtímabilsins, er nú útlit fyrir tímabundna skuldaaukn- ingu meðan á þessum flýtifram- kvæmdum stendur. Á móti kemur að okkur hefur verið gert kleift að efna hraðar en til stóð loforð um skólamál- tíðir í grunnskólum, en byggt hefur verið við þá hvern af öðr- um í þessum tilgangi. Leikskól- arnir hafa verið opnaðir börnum niður í 18 mánaða aldur og innra starf hefur verið eflt í grunn- og leikskólunum, meðal annars með einstaklingsmiðaðri kennsluháttum. Við flýttum byggingu 50 metra innilaugar- innar í Laugardal og höfum lok- ið eða stöndum í fleiri fram- kvæmdum í íþrótta- og tóm- stundamálum. Má þar nefna gervigras í Breiðholti, Vestur- bæ, Árbæ og í Safamýri, skauta- svell við Egilshöllina og bygg- ingu íþrótta- og sýningarhallar í Laugardal. Smærri sparkvellir, svokallaðir battavellir, hafa ris- ið og eru í smíðum víða um borgina, í samræmi við gefin loforð. Af öðrum fyrirheitum nefni ég þéttingu byggðar og eflingu miðborgarinnar, sem góður gangur er í, meðal annars með tilkomu væntanlega stúdenta- íbúða. Samningar hafa verið gerðir við ríkið um árlega Lista- hátíð og uppbyggingu fram- haldsskólanna og í burðarliðn- um er samningur um samþætt- ingu heimaþjónustu fyrir eldri borgara. Stórverkefni á borð við virkjun á Hellisheiði eru í sjón- máli sem og bygging Tónlistar- og ráðstefnuhússins við höfnina. Uppbygging leiguhúsnæðis hef- ur haldið áfram, hvorttveggja á vegum borgarinnar og einkaað- ila, sem notið hafa fyrirgreiðslu hennar í lóðamálum. Umbætur í stjórnsýslu hafa haldið áfram með markvissri markmiðssetningu og eftir- fylgni og ákvarðana um endur- bætur í nærþjónustu, með stofn- un þjónustumiðstöðva, er að vænta á næstu mánuðum. Út af stendur Þá er komið að því sem enn er ógert af því sem Reykjavíkur- listinn gaf fyrirheit um fyrir tæpum tveimur árum. Sumt af því hangir á þeirri spýtu, sem nefnd var hér á undan, en það er efld þjónusta með stofnun hverfamiðstöðva, en ekki allt. Þannig á enn eftir að fella niður gjöld fyrir grunnþjónustu fimm ára barna á leikskólunum. Upp- bygging þekkingarþorps í Vatnsmýrinni er ekki á fram- kvæmdaáætlunum né heldur að loka stúkuhringnum um Laugar- dalsvöllinn, þótt um það verk- efni séu viðræður í gangi. Þá er ekki búið að stækka fjölskyldu- og húsdýragarðinn, eins og fyrirheit voru gefin um, og nýtt leiðakerfi strætó kemst ekki í gagnið fyrr en um mitt næsta ár. Þá hefur niðurstaða tilraunaverkefna í endurbótum á sorphirðu hægt á þróun þeirra mála. Stefna er í mótun. Framhaldið Þótt mikilvægt sé að við sem stjórnum málum hjá Reykjavík- urborg höldum þessum fyrir- heitum til haga, er ekki síður áríðandi að vera á tánum vegna sífelldra breytinga. Þannig eru ákveðnar blikur á lofti í hús- næðismálum, sem heyra hvort- tveggja til ríkis og borgar, og á þessari stundu virðist óvíst hvað ríkið gerir og hvenær. Þarna er ég vitaskuld að vísa til 90% lánanna. Þá eru hag- fræðispár um áhrif Kárahnjúka- virkjunar mjög í véfréttastíl og alls ekki víst að miklar sveiflur verði í atvinnuástandi á höfuð- borgarsvæðinu. Þegar allt kemur til alls, þá finnst mér til fyrirmyndar hversu Reykjavíkurlistinn er langt kominn niður verkefna- listann en listinn er okkur vita- skuld brýning um að halda vöku okkar og halda áfram að efla okkar góða starf. ■ 15MÁNUDAGUR 17. nóvember 2003 ■ ...í stað þess að halda áfram að borga niður skuldir borgar- innar, eins og lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins, er nú útlit fyrir tímabundna skuldaaukningu meðan á þess- um flýtifram- kvæmdum stendur. Þráðlaust Internet – aðeins 3.700 kr. á mánuði F í t o n F I 0 0 8 2 5 2 Þráðlaust Internet – tilboð 1 Mb/s hraði til og frá notanda 100 MB erlent niðurhal Gjaldfrjálst niðurhal innanlands 5 pósthólf Vírusvörn Ruslpóstsía (SPAM-vörn) Vefpóstur 10 Mb heimasíðusvæði Stofngjald ......................................... 0 kr. Mánaðargjald ............................ 3.700 kr. * Uppsetning á tengistað ekki innifalin, 18 mánaða binditími Þráðlaus tengipunktur frá Línu.Neti með tilboði Beinir (router) með þráðlausum sendi 4 „porta“ miðeining (switch) fyrir tengingu staðbundinna véla Þráðlaust (PCMCIA) netkort í fartölvu eða USB netkort Stofngjald ......................................... 0 kr. Mánaðargjald ............................... 900 kr. Með tilkomu „roaming” geta notendur Loftlínusambands Línu.Nets tengst kerfinu hvaðanæva að um sjö tengi- stöðvar víðs vegar um höfuðborgar- svæðið. Loftlína Línu.Nets er hagkvæm lausn fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki sem vilja hafa þráðlaust og sítengt Internets- samband. Loftlína hentar einnig mjög vel sem varasamband fyrir fyrirtæki sem vilja öruggara netsamband. Í boði er 1 Mb/s tenging, sami hraði í báðar áttir. Auðvelt að tengjast nánast hvar sem er Lítið loftnet er fest utan á skrifstofu/heimili og tengt þráð- lausum endabúnaði sem komið er fyrir innandyra. Eftir upp- setningu er myndað samband við burðarkerfið sjálft sem er samsett af punktum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið ásamt Hveragerði og Selfossi. Hafðu samband við sölumenn Línu.Nets til að fá frekari upplýsingar í síma 559 6000 eða á www.lina.net. * Sími 559 6000 · Fax 559 6099 · www.lina.net Lína.Net hf. · Skaftahlíð 24 · 105 Reykjavík Umræðan ÞÓRÓLFUR ÁRNASON ■ borgarstjóri skrifar um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Það gerist í Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.