Fréttablaðið - 17.11.2003, Side 27

Fréttablaðið - 17.11.2003, Side 27
Kínversk kona sem var orðinþreytt á því hve illa eigin- maður hennar lyktaði hefur lát- ið hann skrifa undir samning um að hann baði sig á hverjum degi. Hjónin höfðu átt í stöðugum deilum síðan þau giftu sig á síð- asta ári vegna þess að eiginmað- urinn, Luo, neitaði að þrífa sig. Að því er kom fram í kínversku dagblaði gat eiginkona hans, Yin, þakkað fyrir ef Luo fór í bað einu sinni í viku. Vinur Yin lagði þá til að hún setti eiginmanni sínum afar- kosti og léti hann skrifa undir samning sem myndi gera út af við vandamálið í eitt skipti fyrir öll. Samkvæmt samningnum verður Luo rekinn að heiman í einn mánuð ef hann brýtur regl- urnar þrisvar sinnum, þ.e. baðar sig ekki á hverjum degi. ■ Það var í desember árið 1968sem Bítlarnir settust niður til þess að ræða framtíð sína. Þá höfðu þeir tæmt sig algerlega með hinu 30 laga „Hvíta albúmi“ og unnið látlaust að hljóðritunum, kvikmyndagerð, sjónvarpsupptök- um og viðtölum. Þeir höfðu þá ekki leikið saman á tónleikum frá því í ágúst 1966. Sveitina langaði að nálgast ræt- ur sínar og færa sig aftur út í það að koma fram á tónleikum. Ákveð- ið var að setja upp æfingaaðstöðu í Twickenham-kvikmyndaverinu og semja þar efni á nýja plötu. Einnig var samþykkt að leyfa leikstjóran- um Michael Lindsay-Hogg að skjóta allar æfingarnar fyrir hugs- anlega heimildamynd. Aðstæður voru ekki góðar. Verið var kalt og drungalegt og ekki hjálpaði til að brestir voru farnir að myndast í vinasamböndum liðs- manna. Pirringur braust út og George Harrison gafst fyrstur upp, pakkaði saman græjunum sínum og gekk út eftir rúma viku. Hann varð þá einnig fyrstur Bítlanna til þess að hóta því að hætta. Vinirnir náðu sáttum og ákváðu að klára plötuna í kjallara Apple- plötufyrirtækisins. Þá var ákveðið að sleppa öllu skrauti. Þann 30. janúar héldu Bítlarnir upp á þak Apple-byggingarinnar í London og héldu 42 mínútna tón- leika sem áttu að undirstrika að sveitin væri byrjuð að spila aftur. Þetta urðu svo síðustu tónleikar Bítlanna. Eftir að upptökustjórinn Glyn Johns náði ekki að skila af sér út- gáfu plötunnar sem allir voru sátt- ir við lá platan í salti fram á næsta ár. Þá var Phil Spector ráðinn til þess að endurvinna plötuna úr öll- um upptökunum. Hann bætti við fjölda aukahljóðfæraleikara og kláraði plötuna 2. apríl 1970, eftir átta daga vinnu. Rúmri viku síðar, þann 10. apríl, sendu Bítlarnir út dánartilkynningu sína. 30 árum seinna hrinti Paul af stað atburðarás sem hefur nú skil- að þeirri útgáfu plötunnar í búðir sem hann hefði viljað heyra upp- runalega. Á Let It Be... Naked eru upp- runalegu upptökurnar, óhreyfðar af stórtækum upptökustjórum. Búið er að hreyfa við lagaröðinni og lögunum Dig It og Maggie Mae hefur verið skipt út fyrir Don’t Let Me Down. biggi@frettabladid.is MÁNUDAGUR 17. nóvember 2003 THE BEATLES Let It Be varð svanasöngur Bítlanna og Paul hefur aldrei verið sáttur við plötuna... fyrr en nú. ■ TÓNLIST Tónlist BÍTLARNIR ■ Í dag kemur út ný útgáfa plötunnar Let It Be en hér er á ferðinni sú útgáfa plötunnar sem Bítlarnir ætluðu sér upp- runalega að gefa út. Skrýtnafréttin ■ Kínversk hjón hafa gert samning um að eiginmaðurinn baði sig á hverjum degi. Afar illa lyktandi eiginmaður KÍNVERJAR Í STURTU Samkvæmt samningnum þarf Luo að fara í bað á hverjum degi. Paul berstrípar Bítlana

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.