Fréttablaðið - 17.11.2003, Side 29

Fréttablaðið - 17.11.2003, Side 29
29MÁNUDAGUR 17. nóvember 2003 INDVERSK BRÚÐUR Papia Adhikary komst að því á brúðkaups- nóttina að útlitið er ekki allt. Makalaus maki Indversku yngismeynni Papia Ad-hikary hefur heldur betur brugð- ið á brúðkaupsnótt sinni. Hún kynntist karlmannsefni sínu í vél- ritunarskóla í Norður-Kalkútta fyr- ir nokkrum mánuðum og hóf ástar- samband með honum. Í júní síðast- liðnum flúði stúlkan að heiman og fór með elskhuga sínum til Bombay þar sem þau giftust. Síðar komst hún að því að „maðurinn“ hennar var ekki maður, heldur kona. Konan sem plataði ástkonu sína svona hrikalega hefur verið hand- tekin og kærð fyrir mannrán að beiðni fjölskyldu Papiu. Hvernig hún komst að þessari lygi „eigin- manns“ síns er ekki vitað, en konan hefur varla getað haldið þessu leyndu sérlega lengi. ■ BLUR Blur-menn virðast nú eitthvað leiðir þessa dagana í Coxon-leysinu. Hefur ekki áhuga á Blur Fyrrum gítarleikari Blur, GrahamCoxon, segist ekki hafa „sérlega mikinn áhuga“ á því að ganga aftur til liðs við sveitina. Þetta sagði hann í viðtali við NME aðspurður um málið þar sem Damon Albarn söngvari hefur þegar látið hafa eft- ir sér í fjölmiðlum að Coxon væri velkominn aftur hvenær sem er. Coxon heltist úr lestinni í októ- ber í fyrra við upptökur á nýjustu plötunni, Think Tank. „Ef þetta væri satt, af hverju var ég þá beðinn um að mæta ekki í hljóðverið þegar var verið að taka upp plötuna?“ spyr Coxon. „Ég hef ekkert sérlega mikinn áhuga á framvindunni í þessu máli.“ Coxon segist vera að vinna í sjálfum sér og ætlar að gefa út sína fimmtu sólóbreiðskífu í mars á næsta ári. Þar má heyra fyrstu popptilraunir hans sem einstæð- ings. ■ ENGILL Í UNDIRFÖTUM Þessi vængjaða snót sýndi þessi glæsilegu undirföt á tískusýningu undirfatamerkisins vinsæla Victoria’s Secret sem haldin var í New York á fimmtudaginn. „Búnir að finna pönkið aftur“ Fyrir síðustu helgi sleppti rapp-rokksveitin Quarashi nýju lagi í spilun. Þetta er annað lagið af væntanlegri plötu sveitarinnar sem Sölvi Blöndal höfuðpaur og fé- lagar hafa verið að vinna að á þessu ári. Nýja lagið heitir Race City og þar er nýr meðlimur sveit- arinnar, ungur rappari að nafni Eg- ill Ólafur Thorarensen sem kallar sig Tiny, mjög fyrirferðarmikill. „Hann er eins og kjarnorku- sprengja inn í þessa hljómsveit,“ segir Sölvi um nýja liðsmanninn. „Hann gefur okkur einhvern kraft sem við höfum ekki haft áður. Lagið fjallar um innihaldsleysi tónlistarbransans úti eins og við upplifðum hann. Við vorum að vinna með mjög vafasömu fólki á köflum. Við erum líka kannski að dissa sjálfa okkur svolítið í leið- inni fyrir að hafa tekið þátt í þessu. Nú erum við búnir að finna pönkið aftur.“ Aðdáendur sveitarinnar ættu að passa sig á því að missa ekki af þættinum 70 mínútum á PoppTívi á fimmtudag þegar myndbandið við lagið verður frumsýnt. Það er unnið af Berki Sigþórssyni, sem gerði Life in a Fishbowl með Maus og Romantic Exorcism með Mín- us, og á víst að vera stútfullt af of- beldi og kynlífi. „Börkur las textann og kom með þessa hugmynd. Ofbeldið er myndlíking. Það er eins og við séum að spila á tónleikum og rosa gaman þar sem allir eru að segja að maður sé æðislegur. En alveg eins og tónlistarbransinn er, þá getur aðdáun snúist upp í fyrir- litningu á tveimur sekúndum,“ segir Sölvi að lokum og heldur því fram að hann hafi meiðst illa við tökur myndbandsins þegar hann fékk hné í andlitið. ■ QUARASHI Sölvi Blöndal, höfuðpaur Quarashi, leggur mikið á sig fyrir tónlist sína eins og sést á myndini. Myndin var tekin við gerð nýja myndbandsins við lagið Race City. Skrýtnafréttin BRÚÐKAUP ■ Papia Adhikary komst nýlega að því að betra sé að grannskoða maka sinn fyrir giftingu. ■ TÓNLIST ■ TÓNLIST

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.