Fréttablaðið - 17.11.2003, Page 4
SAMEINING „Þetta endar bara á
einn veg, með sameiningu fjög-
urra sveitarfélaga hér á svæð-
inu,“ segir Gunnar Þorgeirsson,
oddviti lýðræðissinna úr Gríms-
nes- og Grafningshreppi.
Hann vísar til þeirrar um-
ræðu sem verið hefur um sam-
einingu Grímsnes- og Grafnings-
hrepps, Bláskógabyggðar,
Hrunamannahrepps og Skeiða-
og Gnúpverjahrepps í eitt sveit-
arfélag. Gunnar segir samein-
ingu innan seilingar, almenn
ánægja hafi verið með þá sam-
vinnu sem verið hefur milli
sveitarfélaganna.
„Við erum nú þegar með sam-
eiginlegan skipulagsfulltrúa,
ferðamálafulltrúa, félagsmála-
fulltrúa og byggingafulltrúa. Við
erum líka með samráðsvettvang
þessara fjögurra sveitarfélaga
þar sem oddvitarnir hittast mán-
aðarlega til að fara yfir sameigin-
leg mál. Það má alveg kalla það
aðlögun að sameiningu,“ sagði
Gunnar Þorgeirsson.
Landfræðilega yrði þetta sam-
einaða sveitarfélag eitt hið
stærsta á landinu en íbúar yrðu
2.500. Að auki verða innan marka
sveitarfélaganna fjögurra
stærstu sumarhúsabyggðir á
landinu, en bústaðirnir eru rúm-
lega 4.000.
Sameiningin er innan seilingar
en hún er háð samgöngubótum inn-
ansveitar, að sögn Gunnars, eink-
um byggingu brúar yfir Hvítá, frá
Reykholti yfir að Flúðum.
Og þegar spurt er hvað barnið
eigi að heita stendur ekki á svari.
„Mér dettur helst í hug Þing-
vallahreppur eða Skálholtsbyggð,“
segir Gunnar Þorgeirsson. ■
4 17. nóvember 2003 MÁNUDAGUR
Muntu sakna Jóns Ólafssonar úr
íslensku viðskiptalífi?
Spurning dagsins í dag:
Var eðlilegt af Hæstarétti að veita
Ágústi Einarssyni afslátt af skuld vegna
kaupa á hlut í Frjálsri fjölmiðlun?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
64,4%
35,6%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Lögreglufréttir
Fjögur sveitarfélög á Suðurlandi:
Sameining
innan seilingar
Rupert Murdoch:
Útvarpar í
Danmörku
DANMÖRK, AP Sky-útvarpsstöðin,
sem er í eigu News Corporation,
fjölmiðlafyrirtækis Ruperts Mur-
dochs, hóf um helgina útsending-
ar í Danmörku og rauf þar með 78
ára gamla stöðuga einokun
danska Ríkisútvarpsins á útvarps-
rekstri.
Uppistaðan í útsendingum
stöðvarinnar er vinsæl tónlist með
stuttum fréttainnskotum á hálf-
tíma fresti auk daglegra slúður-
þátta þar sem kynlíf, ástir og hjú-
skapur fræga fólksins eru í
brennidepli. News Corporation
greiddi 54 milljónir danskra króna
fyrir átta ára útsendingarrétt og
er búist við að reglulega muni um
ein milljón manna fylgjast með út-
sendingum stöðvarinnar. ■
Talsmaður íhaldsmanna:
Meðmæltur
aftökum
BRETLAND David Davis, nýskipaður
talsmaður breska Íhaldsflokksins
í dómsmálum, vill að tekin verði
upp dauðarefsing að nýju í land-
inu.
„Ég myndi vilja taka upp
dauðarefsingu fyrir fjöldamorð-
ingja,“ sagði Davis í viðtali við
blaðið The Sunday Telegraph.
„Undir þessum kringumstæðum
held ég að grundvöllur sé fyrir
því.“ Fulltrúar Íhaldsflokksins
voru fljótir að bregðast við um-
mælunum og sögðu þau alfarið
hans skoðun en ekki flokksins.
Dauðarefsing var afnumin í
Bretlandi árið 1965. ■
KJARAMÁL Verslunarmenn telja
nauðsynlegt að halda áfram sér-
stakri hækkun lægstu launa, eins
og verið hefur í síðustu kjara-
samningum, til þess að koma í veg
fyrir of mikinn launamun.
Í ályktun um kjaramál, sem
samþykkt var á 24. þingi Lands-
sambands íslenskra verslunar-
manna í gær, segir að jafnframt
þurfi að tryggja að þær almennu
launahækkanir sem samið verði
um skili launafólki kaupmáttar-
aukningu. Verslunarmenn leggja
áherslu á að stöðugleikanum verði
viðhaldið og hvetja jafnframt
stjórnvöld til þess að taka ábyrgð
á sínum þætti í efnahagsstjórnun-
inni. Þá segir enn fremur í álykt-
un verslunarmanna að skatta-
lækkanir sem rýra velferðarkerf-
ið verði ekki skiptimynt í komandi
kjarasamningum. ■
Kjaraviðræður undirbúnar:
Aðgerðir gegn
launamun brýnar
Á GÖNGU
Til að styrkja hjartað getur verið nóg að fá
sér góðan göngutúr af og til.
Góður göngutúr:
Styrkir
hjartað
HEILSA Góður göngutúr nægir til
að styrkja hjartað, að því er kem-
ur fram í nýrri rannsókn. Hingað
til hafa sumir sérfræðingar hald-
ið því fram að aðeins stöðug lík-
amrækt geti styrkt hjartað í
fólki.
Í rannsókninni, sem var gerð
við Massachusetts-háskóla í
Bandaríkjunum og miðaðist við
offitusjúklinga, kom fram að með
því að stunda lágmarkslíkams-
rækt eykst hjartsláttur fólks
nægilega mikið til að hjartað
styrkist. ■
DINO JELUSIC
Fagnar sigri í Júróvisjónkeppninni. Með
honum á myndinni eru kynnar kvöldsins,
þau Camilla Ottesen og Remee.
Júróvisjón barna:
Króati
sigraði
KAUPMANNAHÖFN, AP Ellefu ára
gamall drengur frá Króatíu, Dino
Jelusic, bar sigur úr býtum í
fyrstu evrópsku söngvakeppni
barna sem var haldin í Kaup-
mannahöfn um helgina.
Keppendur frá 16 Evrópulönd-
um á aldrinum 8-15 ára tóku þátt í
keppninni. Þurftu þeir að syngja
frumsamið lag á sínu eigin tungu-
máli. 8.000 manns fylgdust með
herlegheitunum í miðborg Kaup-
mannahafnar og milljónir til við-
bótar fylgdust með í beinni sjón-
varpsútsendingu.
Dino hreppti fyrsta sætið með
ástaróð sínum „Þú ert mín eina
sanna“. Í öðru sæti varð spænski
strákurinn Sergio Jesus Garcia
Gil sem söng lag um móður sína
sem lést fyrir skömmu. ■
RÆNINGINN ÓFUNDINN Lögregl-
an í Kópavogi hefur enn ekki haft
hendur í hári mannsins sem
rændi verslun 11-11 í Þverbrekku
á fimmtudagskvöld. Unnið er að
rannsókn málsins og hefur lög-
regla meðal annars undir hönd-
um myndbandsupptöku úr örygg-
ismyndavél sem sýnir ræningj-
ann. Ræninginn kom inn í versl-
unina og stjakaði við starfsmanni
sem stóð við aðra sjóðsvél versl-
unarinnar og tók þaðan peninga.
BRÝNT AÐ BERJAST GEGN LAUNA-
MUN
Komandi kjaraviðræður voru fyrirferðar-
miklar á þingi Landssambands verslunar-
manna um helgina. Þingið telur brýnt að
halda áfram að hækka sérstaklega lægstu
laun til að sporna gegn launamun.
SUMARHÚSABYGGÐ Á ÞINGVÖLLUM
Innan marka sameinaðs sveitarfélags á Suðurlandi yrði ein stærsta sumarhúsabyggð á
landinu, rúmlega 4.000 bústaðir.
Lánardrottnar
á leið til landsins
Framkvæmdir við pípuverksmiðju á Suðurnesjum hefjast að óbreyttu
í upphafi næsta árs. Væntanlegir lánardrottnar kynna sér verkefnið í
Helguvík innan tveggja vikna.
ATVINNUMÁL „Maður hefur á til-
finningunni að nú sé þetta á loka-
stigi,“ sagði Pétur Jóhannsson,
framkvæmdastjóri atvinnu- og
hafnasviðs Reykjanesbæjar, um
byggingu stálpípuverksmiðju í
Helguvík.
Bandaríska fyrirtækið Inter-
national Pipe and Tube hefur að
undanförnu leitað lánsfjár vegna
framkvæmdanna en bygging
verksmiðjunnar kostar rúma sex
milljarða króna.
„Þeir eru í sam-
skiptum við banka,
bæði í Ameríku og
Evrópu, þar á með-
al hér. Fulltrúar
lánardrottna munu
innan tveggja
vikna koma til
landsins og kynna
sér aðstæður,“ sagði Pétur Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri at-
vinnu- og hafnasviðs Reykjanes-
bæjar.
International Pipe and Tube
hyggst reisa verksmiðjuna á
40.000 fermetra lóð sem úthlutað
hefur verið í Helguvík.
„Lóðin verður tilbúin til af-
hendingar í endaðan febrúar og
um svipað leyti, kannski fyrr,
liggur ákvörðun lánardrottnanna
fyrir. Það er búið að bjóða fram-
kvæmdina út og bygging verk-
smiðjunnar getur hafist strax í
byrjun mars á næsta ári,“ sagði
Pétur.
Bygging verksmiðjunnar tek-
ur allt að 15 mánuði og skapast
strax fjölmörg störf við bygg-
inguna. Framleiðsla ætti að geta
hafist í síðasta lagi í júní árið
2005. Reiknað er með að 200
manns starfi við verksmiðjuna,
og að auki geta margfeldisáhrif
skapað 200 til 300 störf til við-
bótar.
Fregnir af stálpípuverksmiðju
í Helguvík og 80 megavatta virkj-
unarframkvæmd á Reykjanesi
auka Suðurnesjamönnum bjart-
sýni, en hvort tveggja skapar fjöl-
mörg störf.
Atvinnuleysi hefur verið við-
varandi á svæðinu og eru nú 327
skráðir atvinnulausir, 128 karlar
og 199 konur.
Að óbreyttu fjölgar verulega í
hópnum á næstu vikum en fyrir
liggur að rúmlega 100 starfsmenn
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli fá uppsagnarbréf um mán-
aðamót. Fulltrúar verkaýðsfélag-
anna á Suðurnesjum eiga sam-
ráðsfund með varnarliðsmönnum
vegna atvinnumálanna í dag en
ekki er búist við að fundurinn
breyti neinu um fyrirhugaðar
uppsagnir á vellinum.
the@frettabladid.is
HELGUVÍKURHÖFN
International Pipe and Tube hyggst reisa stálpípuverksmiðju á 40.000 fermetra lóð skammt
frá höfninni. Vonir eru bundnar við að framkvæmdir geti hafist strax í byrjun næsta árs.
■
„Það er búið að
bjóða fram-
kvæmdina út
og bygging
verksmiðjunnar
getur hafist
strax í byrjun
mars á næsta
ári.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T