Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 23
24 11. janúar 2004 SUNNUDAGUR Myndverk vikunnar Maðurinn er ... Stafagátan 8 1021 28 6 38 381 17 8112 8116 4 8 22 27 3 26 11 8 22 15 29 11 20 17 9 21 11 8 31 13 25 3 11 8 2 6 11 8 14 8 11 8 32329 11 82214 25 17 24 3178 308 28188 8 19 9 9 3 811919 83 30 11571222171682818 8 11 18 22 11 9 8 11 2 6 11 21322918 GÁTAN hér að ofan er í ætt við svonefnda hjartagátu sem margir kannast við. Gefið er eitt orð og stafina í því orði seturðu í gátuna þar sem sömu tölustafi er að finna. Það er svo þitt að finna aðra stafi og þegar því er lokið er auðvelt að fylla út lausnarorðið hér fyrir neðan sem er karlmannsnafn. Í gátunni er að finna alla stafi íslenska stafrófsins nema c, z, q og w. Lausnarorð síðustu gátu var: Kristín LAUSNARORÐIÐ ER: 20 26 5 18 11 8 Æ RIG Krossgátan Lárétt: 2 karlfugl, 6 rándýr, 7 mennina, 9 ófrítt, 12 tafsöm, 13 smjaður, 15 ungdómstíð, 18 byr, 20 auðsær, 22 eðlinu, 23 innheimtumanns. Lóðrétt: 1 vitur, 2 slagi, 3 umstang, 4 veikindi, 5 kalda, 8 hrygga, 10 uggur, 11 áflogin, 12 gormlaga skrúfu, 13 óðagoti, 14 án tálm- ana, 16 leirlistakona, 17 mastra, 19 svardaga, 21 sunna. 1 14 21 17 1110 16 23 20 15 22 18 13 8 15 6 19 12 7 432 5 Lausn. Lárétt:2steggur, 6úlfur, 7seggina, 9ljótt,12seinleg,13fagurgali,15æskutíð,18leiði,20augljós,22æðinu,23rukkara. Lóðrétt:1vís,2saggi, 3erill,4rúmlega,5gust,8angurværa,10ótti,11tuskið,12snigil, 13fáti,14greiður, 16kogga,17trjáa,19 eiði,21sól. Brothættur verndarhjúpur Verkið Gifs, vatn og blöðrur ereftir myndlistarkonuna Mar- gréti Blöndal og er frá árinu 2000. Margrét hefur kallað verk sín jarð- fræði heimilisins þar sem hún bein- ir sjónum sínum að þeim verndar- hjúp sem heimilið veitir okkur líkt og jarðfræðingur sem kannar jarð- skorpuna. Verk hennar eru hverful og gerð úr viðkvæmum efnivið sem minnir okkur á hve berskjölduð við getum verið án þeirra varna sem okkur er eðlislægt að koma upp í kringum okkur og heimilið veitir okkur. Margrét H. Blöndal er fædd árið 1970. Hún útskrifaðist úr Mynd- listar- og handíðaskóla Íslands árið 1993 og hélt í framhaldsnám við Mason Gross School of the Arts, Rutgers University í New Jersey í Bandaríkjunum 1994 og lauk námi þar árið 1997. Blöðrurnar í verkinu Gifs, vatn og blöðrur minna okkur á að það er auðvelt að blása til veislu, en einnig að gamanið getur varað stutt og skilið lítið eftir sig. Brothætt og for- gengileg verk Margrétar minna okkur því á að tíminn líður og allt er í heiminum hverfult, einnig listin. Það þarf ekki að koma á óvart að verkið Gifs, vatn og blöðrur er ein- mitt gert úr þeim efnum sem koma fram í heiti verksins, sem sagt gifsi, vatni og blöðrum. Stærð skúlpurs- ins er 15 x 44 x 63, og það er í eigu Listasafns Íslands. Þangað var það keypt árið 2002 fyrir 150 þúsund ís- lenskar krónur. ■ GIFS, VATN, BLÖÐRUR Brothætt og forgengileg verk Margrétar Blöndal minna okkur á að allt er í heiminum hverfult, einnig listin, og gamanið getur varað stutt og skilið lítið eftir sig. Guðmundur Guðmundsson Maðurinn sem spurtvar um á opnunni hér á undan er enginn annar en Guðmundur Guðmundsson, lands- liðsþjálfari í handbolta. Landsliðið leikur þessa dagana gegn Sviss og er leikjahrinan liður í und- irbúningi Evrópukeppn- innar sem fram fer í Slóveníu síðar í mánuð- inum. Víst er að þjóðin mun nú, eins og svo oft áður, fylgjast spennt með árangri „strákanna okkar“ undir stjórn hins hugprúða en staðfasta landsliðsþjálfara, og ekki bara á EM heldur líka á Ólympíuleikunum í sumar. ■ Mig langar ekki til útlanda, égvil ferðast innanlands,“ segir Eggert Skúlason, framkvæmda- stjóri fjarskiptafyrirtækisins Emax og landsþekktur útivistar- og veiðimaður. „Helst vil ég vera í Mývatnssveit aðra vikuna í júní þegar vorið hefur náð glímulegum yfirburðum gagnvart vetrinum, urriðinn er farinn að nærast á fullu á púpu mýflugunnar og það er eng- in nótt sem heitið getur. Þarna vil ég vera og veiða mig rænulausan.“ Eggert veiðir ekki bara á stöng, byssur eru líka í vopnasafninu og útiveran og ferðalögin eftir því. „Til vara set ég íslensk heiðalönd með hæfilegu kjarri í desember. Ég kýs nokkurn snjó og stillu og ropandi ófriðaðar rjúpur á flögri um allt. Þetta er Ísland í mínum huga sem hefur á að skipa feg- urstu stöðum í heimi. Ferðalög er- lendis eru ávísun á fullt af vanda- málum og engin ástæða að borga offjár fyrir það.“ ■ Næsta stopp EGGERT SKÚLASON Langar ekki til útlanda og vill helst ferðast innanlands. Mývatnssveit og ís- lenskar heiðar heilla MÝVATN Heillar Eggert Skúlason.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.