Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 22
23SUNNUDAGUR 11. janúar 2004 Útvarpsþátturinn Tvíhöfði varmörgum harmdauði þegar slitn- aði upp úr samstarfi þeirra félaga Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr fyrir nokkrum misserum. Þeir höfðu þótt ná nýjum hæðum í útvarpsgríni og í því sambandi nægir að nefna að Hallgrímur Helgason rithöfundur kallaði þá Dostojevskía grínsins þegar þeir voru upp á sitt allra besta. Sögulegar sættir Sigurjón og Jón töluðust vart við eftir að Tvíhöfði klofnaði en nú hafa náðst sögulegar sættir og Tvíhöfði mun snúa aftur innan skamms. „Við förum af stað upp úr næstu mánaðamótum og þættinum verður útvarpað á samtengdum rásum X- ins og Skonrokks,“ segir Sigurjón. „Ég spái því þó ekki að þetta verði til þess að stöðvarnar verði samein- aðar í Skonrokk X. Það er enginn hætta á því,“ bætir Sigurjón við og vísar til sameiningar útvarpsstöðv- arinnar Radíó sem þeir félagar settu á laggirnar hjá Norðurljósum og X-ins sem þeir höfðu áður yfir- gefið með látum. „Þetta er bara hið besta mál og sá Tvíhöfði sem snýr aftur verður miklu betri. Við höfum svo sannar- lega tekið út mikinn þroska í sitt hvoru lagi og mætum nú báðir til leiks miklu sterkari.“ Zombie kveður Endurkoma Tvíhöfða felur vita- skuld í sér að uppvakningaþáttur Sigurjóns og Dr. Gunna, Zombie, verður jarðaður en ástæðan fyrir upprisu Tvíhöfða er einmitt sú að Dr. Gunni vildi snúa sér að öðrum verkefnum, ekki síst barnauppeldi. „Gunni kom til mín í nóvember og sagðist þurfa að fara að hætta þessu og hann sæi þetta ekki fyrir sér sem framtíðarstarf,“ segir Sig- urjón og útilokar ekki að sú stað- reynd að Dr. Gunni hafi orðið pabbi nýlega, á gamals aldri, hafi haft eitt- hvað með þessa ákvörðun að gera. „Ég þurfti því strax að fara að huga að því að fá einhvern með mér í staðinn fyrir Gunna og þá bankaði Jón bara allt í einu upp á og var til- búinn til að koma aftur. Ætli við Gunni höldum ekki eitthvað áfram með Zombie en ég geri svo ráð fyr- ir að það komi svona vikueyða, rétt til að hafa smá skil á milli Zombie og Tvíhöfða.“ Besta lausnin handan við hornið Dr. Gunni gerir grein fyrir brott- hvarfi sínu á bloggsíðu sinni, http://www.this.is/drgunni/ger- ast.html, og segist ætla að snúa sér að Dagbjarti, syni sínum, og Popp- punkti en sá þáttur hefur heldur betur slegið í gegn á Skjá Einum. „Þegar ég sagði Sigurjóni frá því ég vildi hætta í nóvember var útlitið svart, hvern átti hann að fá í stað- inn? Þetta varð hálfgerð klemma, en sólin reis og besta lausnin var handan við hornið: Jón Gnarr vildi ólmur komast aftur í útvarpið, enda að eigin sögn búinn að týna lífi sínu sl. 2 ár en hefur fundið það í dag. Niðurstaðan er því pottþétt: Tví- höfði fer aftur í loftið í kringum 1. feb og er það tilhlökkunarefni því á hátindi ferilsins sló sá þáttur út öll- um öðrum í æðislegheitum. Ég sé því fram á hugljúfa morgna við tölvuna í stuttbuxum með eðal kaffi hlustandi á Tvíhöfðann minn. Vel- kominn aftur!“ Jón og Jesú Jón Gnarr hefur ekki setið auðum höndum eftir að Tvíhöfði klofnaði en hann hefur meðal annars leikið Kalla Bjarna, besta vin Erlings, í leikriti sem byggir á hinum vinsælu bókum um norska geðsjúklinginn Elling. Þá opnaði Jón sína fyrstu myndlistarsýn- ingu í Fríkirkjunni í gær. „Ég hef aldrei gert svona áður,“ sagði Jón í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni. „Ég er búinn að vinna að þessari sýningu í eitthvað á þriðja ár, en hef annars ekki unnið að myndlist sem slíkri áður – þótt myndlist sé reyndar teygjanlegt hugtak,“ segir Jón en myndirnar á sýningunni eru ljósmyndaverk, upp- stillingar með brúðum á frægum minnum úr ævi Jesú Krists. „Þetta er trúarleg sýning,“ segir Jón, og að- spurður segist hann vera mjög trú- aður og hafa verið það lengi. Meiri Svínasúpu? Sigurjón hefur, eins og Dr. Gunni, verið með puttana í sjón- varpi samhliða vinnunni við Zombie en hann setti saman hópinn sem stendur að Svínasúpunni sem Stöð 2 hóf sýningar á fyrir hálfum mánuði. „Þátturinn hefur fengið mjög góð viðbrögð og virðist falla mjög vel í kramið, ekki síst hjá fólki í yngri kantinum, þannig að ég er mjög ánægður.“ Félagarnir Auddi og Sveppi af PoppTíví hafa sýnt tilþrif í Svína- súpunni og Sigurjón segist strax hafa séð ákveðið efni í þessum rugludöllum þegar þeir komu fram á sjónarsviðið. „Þeir eru skemmti- legur dúett og eru mjög hæfileika- ríkir leikarar og það hefur svo kom- ið á daginn að þeir eru uppfullir af góðum hugmyndum. Þetta er búinn að vera frábær tími og í tökunum kannaðist ég við ýmislegt í fari þeirra sem við Jón höfum áður gengið í gegnum. Þeir eru hressir og það hefur verið gaman að fá að koma þessu á koppinn og ég vona að það verði framhald á,“ segir Sigur- jón og gefur því aðdáendum Tví- höfða einhverja von um að Jón Gnarr eigi eftir að blandast saman við Svínasúpuna. thorarinn@frettabladid.is • Sjálfsstyrking • Framkoma og líkamsburður • Innsýn í fyrirsætustörf • Förðun • Umhirða húðar og hárs • Undirbúningur fyrir myndatöku • Myndataka (16 sv/hv myndir) • Tískusýningaganga • Fíkniefnafræðsla frá Götusmiðjunni • Myndbandsupptökur • Leikræn tjáning Sex vikna námskeið hefjast 26. og 28. janúar. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Umsjónarmaður námskeiðsins er Kolbrún Pálína Helgadóttir, Ungfrú Ísland.is 2001, auk frábærra gestakennara. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu í Kringlunni. Stúlkurnar verða farðaðar af nemendum förðunarskóla NO NAME. Allir þátttakendur fá Eskimo bol, viðurkenningarskjal, 16 sv/hv myndir og lyklakippu. Verð 17.900 kr. Skráning er hafin í síma 533-4646 og á vefsíðunni www.eskimo.is. Einning er hafin skráning á framhalds- Framkomu og fyrirsætunámskeiðin Það varð fjölmörgum aðdáendum þeirra Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr mikið áfall þegar þeir leystu upp áralangt samstarf sitt og hættu með útvarpsþáttinn Tvíhöfða. Félagarnir hafa náð saman á ný og Tvíhöfði fer í loftið í næsta mánuði eftir að Sigurjón og Dr. Gunni hafa jarðað Zombie en doktorinn ætlar að snúa sér að öðrum málum. Dostojevskíar grínsins snúa aftur SIGURJÓN KJARTANSSON Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr klufu Tvíhöfða og fóru hvor í sína áttina. Þeir höfðu lít- ið samband eftir að áralöngu og farsælu samstarfi þeirra lauk. Sættir hafa nú náðst og Tvíhöfðinn okkar snýr aftur á öldur ljósvakans í febrúar og Sigurjón fullyrðir að þeir hafi aldrei verið betri. JÓN GNARR Jón Gnarr hefur ekki setið auðum höndum eftir að Tvíhöfði klofnaði en hann hefur meðal annars leikið Kalla Bjarna, besta vin Erlings, í leikriti sem byggir á hinum vin- sælu bókum um norska geðsjúklinginn Ell- ing. Þá opnaði Jón sína fyrstu myndlistar- sýningu í Fríkirkjunni í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.