Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 19
20 11. janúar 2004 SUNNUDAGUR
Fólkið á bak við stefin
Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í vikunni. Oft er á það bent á hátíðarstundum sem slíkum að tónlistin
er víða í kringum okkur. Erfitt er að ímynda sér lífið án hennar. Ein er sú tegund tónlistar sem oft heyrist en
lítið er talað um: stef í útvarpi og sjónvarpi. Fréttablaðið kannaði málið.
Hvað ertu, tónlist? var eitt sinnspurt. Því verður ekki svarað
hér en víst er að tónlistin er víða.
Og að sama skapi er víst að hún
skiptir máli. Hún slær tóninn.
Sjónvarps- og útvarpstónlist
– stef sem marka upphaf
og endi vinsælla þátta á
öldum ljósvakans – er
gríðarlega mikilvæg
og oftar en ekki er
lagt nokkuð upp úr
því að hafa hana
góða. Gott stef er
til dæmis nauðsyn-
legt í upphafi sjón-
varpsfréttatíma
enda gefur það fyr-
irheit um það sem
koma skal, alveg eins
og myndefnið sem
birtist um leið. Íslensku
tónlistarverðlaunin verða
veitt í vikunni og á
slíkum hátíðarstund-
um leggja forsprakk-
ar í tónlistariðnaði
stundum áherslu á það
að tónlist sé alls staðar í kringum
okkur – jafnvel án þess að við ger-
um okkur grein fyrir því. Stefin
eru dæmi um þetta. Fréttablaðið
ákvað því að kanna málið nánar.
Spurt er: hverjir – hvaða snillingar
– sömdu þessi stef sem við þekkj-
um öll úr sjónvarpi og útvarpi?
Ókrýndur konungur
stefjanna
Máni Svavarsson – fyrrum
meðlimur hljómsveitanna Cosa
Nostra og Pís of keik– er einn
þeirra tónlistarmanna sem gert
hafa það gott í stefjagerðinni,
bæði hvað varðar magn og gæði.
Máni má í raun heita ókrýndur
konungur stefjanna. Hann hefur
samið stef og tónlist við
fjölda sjónvarpsþátta og
nægir þar að nefna
Kastljósið, Brenni-
depil, Spaugstofuna,
Dópstríðið, Ísland í
dag og fréttir
Stöðvar 2. „Þetta
er frábær vinna
og ágætlega laun-
uð,“ segir Máni,
sem á 10 ár að
baki í faginu.
Hann kveður stefin
verða til með ýms-
um hætti en oft tali
menn sig saman inn á
niðurstöðuna. „Einu sinni
fékk ég í hendur
lista með tuttugu
stikkorðum frá
h u g a r f l u g s h ó p i
vegna ónefnds
þáttar. Þetta var furðulegur listi
því á honum voru orð á borð við
ungt og ferskt og klassískt og full-
orðins. Ég þurfti því að semja stef
sem bæði var ungt og gamalt og
ferskt og klassískt. En það tókst
og allir voru ánægðir.“
Barði iðinn við stefjagerð
Íslenskum tónlistarmönnum
gefst ekki alltaf færi á að semja
stef við innlenda sjónvarpsþætti,
á stundum fylgja þau þáttum að
utan og á það bæði við um Viltu
vinna milljón og Idol
stjörnuleit auk þess
sem sumir kjósa að
kaupa tónlistina úr
erlendum stefjabönk-
um líkt og í tilviki
Eldsnöggt með Jóa
Fel. Barði Jóhanns-
son, oftast kenndur
við Bang Gang, hefur
einnig verið iðinn við
stefjagerðina þó held-
ur hafi dregið úr því
með auknum vinsæld-
um hljómsveitarinnar. Hann
samdi til að mynda flest stefin
fyrir Skjá einn fyrstu starfsár
stöðvarinnar og státar meðal
annars af upphafslögum Fólks
með Sirrý og Innlits/útlits. Þá
samdi hann lagið fyrir Silfur Eg-
ils, sem upphaflega var á Skjá
einum en er nú á dagskrá Stöðvar
2. „Þetta er skemmtileg vinna. Ég
hef verið fimm ár að gera eina
plötu þannig að það er gott að
hafa líka verkefni sem maður sér
fyrir endann á, hefur bæði upp-
haf og endi,“ segir Barði, sem
segist næstum aldrei horfa á
sjónvarp og því ekki verða fyrir
mikilli truflun af eigin stefjum.
„Ánægðastur er ég með stefið við
menningarþáttinn Konfekt sem
ég stýrði sjálfur ásamt Baldvini
Jónssyni en svo er alltaf hress-
andi að heyra upphafið á Silfri
Egils,“ segir Barði, en nýjasta
stefið úr hans smiðju er við
Svínasúpuna á Stöð 2.
Ekki auðvelt verk
„Þetta getur verið æði mikil
leit,“ segir Jón Egill Bergþórsson,
dagskrárgerðarmaður hjá Sjón-
varpinu, og bætir við að stefið
skipti miklu máli. Hann hefur
framleitt þætti á borð við Mósaík
og Af fingrum fram og segir að
stefið í síðarnefnda þættinum sé
afar gott þar sem hann hafi stöku
sinnum verið spurður um höfund-
inn. „Málið er að í Af fingrum fram
er ekkert stef, þátturinn byrjar á
spjalli og endar á lagi sem Jón
Ólafsson umsjónarmaður og gest-
ur hans flytja. Samt veltir fólk
stefinu fyrir sér!“ Jón Egill segir
líka að það liggi greinilega misvel
fyrir mönnum að semja stef. „Ég
hef leitað til manna sem hafa
samið mörg góð dægurlög en eftir
talsverðan höfuðverk og margar
tilraunir skiluðu þeir auðu.“
Rísandi stjörnur
Nokkrum viðmælendum blaðs-
ins bar saman um að Guðmundur
Kristinn Jónsson úr hljómsveit-
inni Fálkum væri rísandi stjarna í
sjónvarpsstefjagerð. Hann gerði
stefin við Atið og Mósaík, það síð-
arnefnda reyndar með félaga sín-
um Sigurði Guðmundssyni, en
hann er líka í hljómsveitinni Fálk-
um frá Keflavík. Að auki er Guð-
mundur Kristinn hljóðmaður hjá
Sjónvarpinu þannig að heimatök-
in eru hæg. Athyglisvert er að
Guðmundur Kristinn er ekki eini
hljóðmaðurinn hjá Sjónvarpinu
sem fæst við stefjagerð í hjáverk-
um því Einar Sigurðsson kollegi
hans samdi stefið við Stundina
okkar. Einar spilar reyndar stund-
um á bassa með Sinfóníuhljóm-
sveitinni en það er önnur saga.
Tvö klassísk stef
Víkjum að endingu að tveimur
landskunnum stefjum úr útvarp-
inu – Ríkisútvarpinu. Yngra fólk
heyrði margt hvert Dánarfregnir
og jarðarfarir í fyrsta sinn í út-
færslu Sigur Rósar í Englum al-
heimsins. Stefið er hins vegar leik-
ið á undan samnefndum dagskrár-
lið á Rás 1 og er Jón Múli Árnason
höfundur þess. Atli Heimir Sveins-
son samdi hinsvegar fréttastef
fyrir kvöldfréttir Ríkisútvarpsins,
sem orðið er ófrávíkjanlegur hluti
af íslenskri þjóðmenningu. Atli
sjálfur segist hins vegar ekki
heyra það nema örsjaldan þar sem
hann leggi sig ekki sérstaklega eft-
ir fréttunum. Hann rifjaði þó upp
fyrir blaðamanni að sjálf Sinfóníu-
hljómsveit Íslands leikur stefið og
það undir hans stjórn.
bjorn@frettabladid.is
BARÐI JÓHANNSSON
Barði í Bang Gang hefur verið mjög afkasta-
mikill í stefjunum. Hann samdi flest stefin
fyrir Skjá 1 á upphafsárum stöðvarinnar.
ATLI HEIMIR SVEINSSON
Tónskáldið samdi stefið fyrir kvöldfréttir
Ríkisútvarpsins. Það er leikið af Sinfóníu-
hljómsveitinni undir stjórn Atla.
HLJÓMSVEITIN FÁLKAR
Innan þeirrar hljómsveitar eru rísandi stjörnur í stefjagerð.
JÓN MÚLI ÁRNASON
Þulurinn og djassistinn samdi hið
fornfræga stef við dánarfregnir og
jarðarfarir.
MÁNI SVAVARSSON
Óhætt er að segja að hann sé ókrýndur konungur stefjagerðar á Íslandi. Máni hefur verið í bransanum í 10 ár og segir þetta frábæra
vinnu og – sem er ekki verra – ágætlega launaða.
Vorönn Kvennakórs Reykjavíkur 2004
Kórskóli Kvennakórs Reykjavíkur
Kórskólinn hefur starfsemi sína miðvikudaginn 21. janúar 2004.
Kórskóli er fyrir þá sem hafa mikinn söngáhuga.
Kennt verður á miðvikudögum frá kl. 18.00 til 19.30 í Hátíðarsal
Sjómannaskólans við Háteigsveg.
Kennari er Sigrún Þorgeirsdóttir
Innritun hefst mánudaginn 12 janúar 2004
Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur.
Æfingar hefjast mánudaginn 12 janúar 2004 kl. 16.00
Í Hátíðarsal Sjómannaskólans við Háteigsveg.
Kórstjóri er Sigrún Þorgeirsdóttir
Kvennakór Reyjavíkur
Æfingar hefjast miðvikudaginn 14 janúar 2004 kl. 20.00
Í Hátíðarsal Sjómannaskólans við Háteigsveg.
Kórstjóri er Sigrún Þorgeirsdóttir
Innritunarsími er 896 6468 eftir kl. 16.00
HVERJIR SÖMDU HVAÐA STEF?
Sjónvarpið:
Fréttir - Birgir Tryggvason
Kastljósið - Máni Svavarsson
Spaugstofan - Máni Svavarsson
Laugardagskvöld með Gísla Marteini -
Kjartan Valdemarsson
Dópstríðið - Máni Svavarsson
Í brennidepli - Máni Svavarsson
At - Guðmundur Kristinn Jónsson
Mósaík - Guðmundur Kristinn Jónsson og
Sigurður Guðmundsson
Nýjasta tækni og vísindi - T-world
Gettu betur - Magnús Kjartansson
Stundin okkar - Einar Sigurðsson
Stöð 2:
Fréttir - Máni Svavarsson
Ísland í dag - Máni Svavarsson
Svínasúpan - Barði Jóhannsson
Sjálfstætt fólk - Hljómsveitin Ske
Silfur Egils - Barði Jóhannsson
Skjár einn:
Innlit/útlit - Barði Jóhannsson
Fólk með Sirrý - Barði Jóhannsson
Maður á mann - Halldór Ágúst Björnsson
Ríkisútvarpið:
Dánarfregnir og jarðafarir - Jón Múli
Kvöldfréttir - Atli Heimir Sveinsson