Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 20
21SUNNUDAGUR 11. janúar 2004 Úr smákrimmum í hrossin Kvikmyndagerðarmaðurinn Þor- finnur Guðnason vakti síðast at- hygli með heimildarmynd sinni um smá- krimmann Lalla Johns. Áður en hann fór að elta Lalla með töku- vélina um undirheima Reykjavík- ur fylgdi hann hagamúsin- ni Óskari eftir í bráð- skemmti- legri mynd um ævintýri þessarar krúttlegu músar. Þorfinnur hefur aftur beint linsunni að dýraríkinu en Háskólabíó frumsýnir á næst- unni náttúrulífsmyndina Skjóni fer á fjall. Þar fylgir hann hringrásinni í lífi folalds en vinna við myndina hefur staðið í tvö og hálft ár. Skákkennsla um helgar Skákskóli Hróksins tekur til starfa á fimm stöðum á höfuð- borgarsvæðinu um helgina. Boðið verður upp á ókeypis skák- kennslu fyrir krakka í 1.-6. bekk og fer kennsla fram einu sinni í viku það sem eftir lifir vetrar. Farið verð- ur yfir und- irstöðuat- riðin í skák og slegið upp skák- mótum. Nokkrir af bestu skákmönnum landsins kíkja í heimsókn og tefla fjöltefli. Róbert Harðarson, fyrir- liði Hróksins og einn af betri skákmönnum landsins, er skóla- stjóri en Máni Hrafnsson er hon- um til aðstoðar. Á laugardögum verður teflt í Rimaskóla frá klukkan 11 til 13, í Seljaskóla frá 14 til 16 og Salaskóla frá kl. 14 til 16. Á sunnudögum er kennsla í Vesturbæjarskóla frá 11-13 og í Félagsmiðstöðinni Selinu á Sel- tjarnarnesi frá 14-16. Nokkrir metrar af Hannesi Hannes Hólmsteinn Gissurarson ævisöguritari fór mikinn í málsvörn sinni í Kastljósinu á fimmtudaginn og eftir harkalegt karp hans og Kristjáns Kristjáns- sonar um frágang tilvitnana á blaðsíðu 19 í bók Hannesar um Halldór hefur að öllum líkindum gert þessa til- teknu síðu að þeirri merk- ingarþrungn- ustu í sögu ís- lenskra bók- mennta. Það sem stóð þó upp úr þætt- inum var glaðhlakkaleg yfirlýsing Hannesar um að hann hefði nú eignast tíu þúsund lesendur. Sölu- tölur í jólabókauppgjörinu benda hins vegar til þess að Hannes hafi selt á bilinu 3-4.000 eintök af Hall- dóri þannig að hann er væntan- lega sannfærður um að það lesi í það minnsta tveir Íslendingar hvert selt eintak. Jón Ásgeir í Silfrið Egill Helgason fær Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs, í heimsókn í Silfur Egils á Stöð 2 klukkan 18 í kvöld. Jón Ásgeir hef- ur verið í eldlínunni á mörgum vígstöðv- um undan- farið og Egill ætlar að spyrja hann út í ýmis umdeild mál sem honum tengjast. Slúðrað ásunnudegi Það hefur sjaldan verið eins mikilaðsókn í fluguveiðiskólann og á þriðja tug nemenda búnir að bóka sig á námskeiðin 11.-13. og 13.-15. júní,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson í samtali við Fréttablaðið. Flugu- veiðiskólinn við Langá á Mýrum hefur gengið vel þau ár sem hann hefur verið starfræktur. „Hér er um að ræða byrjendur í fluguveiði jafnt sem þá sem hafa reynt að veiða í nokkur ár, en aldrei fengið raunverulega tilsögn. Það er sérstakt ánægjuefni að þetta skipt- ist jafnt milli karla og kvenna og nú eru t.d. 2 kvennaholl, 10-12 veiði- konur í hvoru, búin að bóka veiði næsta sumar, enda Langá fem- ínistaá. Verðið fyrir tvo daga er 49.000 þúsund og er allt innifalið,“ sagði Ingvi Hrafn enn fremur. Langá á Mýrum var feng- sælasta laxveiðiáin síðasta sumar og aldrei að vita hvað hún gerir næsta sumar. Fyrsti flugulax sum- arsins gæti jafnvel veiðst í Flugu- veiðiskólanum, um miðjan júní, það hefur gerst áður. Lax-á komið með Flóðið á leigu í samvinnu við Ármenn „Við erum komnir með Flóðið í Grenilæk á leigu í samvinnu við Ármenn,“ sagði Stefán Sigurðsson hjá Lax-á, en Lax-á hefur aukið samstarf sitt við Ármenn upp á síðkastið og býður upp á nokkur veiðisvæði sem félagið hefur ver- ið með. „Flóðið er eitt frægasta sjóbirt- ingssvæði á landinu og hefur veiðin verið þar góð í gegnum árin. Veiðin byrjar í maí og endar ekki fyrr en í október. Sjóbirtingsveiðin er mest á vorin og á haustin og yfir miðsum- arið, júní og júlí, er frekar góð bleikjuveiði. Verð á stöng er frá 7.500 upp í 15.000 krónur,“ sagði Stefán í lokin. FLUGUKASTNÁMSKEIÐ Flugukast- námskeiðið hjá Kastklúbbi Reykjavíkur hefst á morgun og er fimm sunnudagskvöld í röð. Kennt er frá kl. 20.00 til 21.40 og staður- inn er Íþróttahús TBR, Gnoðavogi. Mæting er klukkan 19.30 til skrán- ingar og greiðslu þátttökugjalds, sem er 6.500 krónur. Fólk er vin- samlegast beðið um að mæta með inniskó og góða skapið. Næsta námskeið hefst svo strax að þessu námskeiði loknu, sunnudagskvöld- ið 15. febrúar. Það er ekki seinna vænna fyrir veiðimenn að koma sér á staðinn og fara að æfa köstin fyrir sumarið, biðin styttist eftir veiðitímanum. VERÐSKRÁ Strengir voru að gefa út verðskrá sína fyrir sumarið og kennir þar margra grasa, en Þröst- ur Elliðason og Strengir bjóða með- al annars upp á veiðileyfi í Hvolsá og Staðarhólsá, Breiðdalsá, Hrúta- fjarðará og Síká, Minnivallarlæk og Laxá á Nesjum. UMDEILT VEIÐIBANN Sem kunn- ugt er hefur verið gríðarleg óá- nægja meðal íslenskra skotveiði- manna vegna rjúpnaveiðibanns er umhverfisráðherra setti á nú í haust. Skotveiðifélag Íslands telur veiðibannið illa ígrundað og byggt á veikum forsendum. Veiðibannið er umdeilt á meðal fuglafræðinga og annarra líffræðinga, svo ekki sé meira sagt. Þá virðist meirihluti stjórnarþingmanna vera andvígur banninu og líklegast stór hluti stjórnarandstöðuþingmanna. Þá sýnir skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir SKOTVÍS að 64,1% íslensku þjóðarinnar er fylgjandi rjúpnaveiðum. Þegar veiðibannið var sett á benti Skotveiðifélag Íslands á að líkur væru á að veiðar á gæs myndu aukast og að veiðikorta- kerfið yrði að öllum líkindum fyrir verulegum skakkaföllum. Á það skal bent að um 60% íslenskra skotveiðimanna stunda eingöngu rjúpnaveiðar. Ólíklegt má telja að þessir veiðimenn muni endurnýja veiðikort sín árið 2004 og ljóst er að tekjur veiðikortasjóðs munu dragast verulega saman. Gremja margra veiðimanna hefur einmitt beinst gegn veiðikortakerfinu og vilja þessir veiðimenn mótmæla gerræðislegu veiðibanni umhverf- isráðherra með því að skila röng- um upplýsingum, eða með öðrum orðum núlli, á veiðiskýrslum sínum fyrir árið 2003. Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur fullan skilning á gremju veiðimanna. Félagið vill þó hvetja félagsmenn Skotveiðifélags Ís- lands, svo og aðra íslenska skot- veiðimenn, til að skila réttum upp- lýsingum á veiðiskýrslum fyrir árið 2003. Sá gagnagrunnur sem byggst hefur upp í veiðikortakerf- inu frá árinu 1995 er merkustu og áreiðanlegustu upplýsingar um veiðar á villtum dýrum á Íslandi. Með því að veikja þann merka gagnagrunn sem veiðikortakerfið er þá er verið að fórna meiri hags- munum fyrir minni. VIÐ STANGARHYL Ingvi Hrafn Jónsson við Stangarhyl í Langá á Mýrum, sem var fengsælasta laxveiðiáin síðasta sumar með 2.290 laxa á land. LANGÁ Á MÝRUM Hópur af áhugasömum veiðimönnum við Langá á Mýrum, með nokkrum kennurum. ■ Stuttar fréttir Á veiðum GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. M YN D IR /G U N N AR B EN D ER Fluguveiðiskólinn við Langá á Mýrum: Sjaldan hafa eins margir bókað sig

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.