Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 8
Þorbjörn Á. Friðriksson efna-fræðingur hefur óskað eftir viðurkenningu Siglingamálastofn- unar á handfangi sem nota skal á hylkjum gúmmíbjörgunarbáta til að blása þá upp. Þorbjörn hefur áður hannað útskotsbúnað fyrir björgunarbáta sem þegar hefur verið tekinn í notkun og fanga- línulosara sem hefur ekki verið tekinn í notkun en mikill áhugi er fyrir meðal þeirra sem koma að öryggismálum sjómanna. Mörg dæmi eru um að sjómenn hafi átt afar erfitt með, og stund- um reynst ómögulegt, að komast um borð í gúmmíbjörgunarbáta. Ástæðan hefur verið að menn gátu annað hvort ekki losað björgunar- bátana frá skipunum eða reynst ómögulegt að blása þá upp upp. Sprengiefni losar um bátinn Þorbjörn notar pýróteknik eða sprengiefni í hönnun sinni, hand- fanginu og fangalínulosaranum. Tæknina segir Þorbjörn sjald- gæfa á almennum markaði en finnast helst í öryggiskerfum geimfara og flugvéla. Þá nýta vopnaframleiðendur sér gjarnan tæknina. Á almennum markaði finnst tæknin helst í líknarbelgj- um bifreiða. Sprengiefnið, einnig kallað knýefni, losar um mikið afl svo auðveldara sé að koma björg- unarbúnaðinum í gang. Að baki hverri hönnun liggja þúsundir klukkustunda af prófun- um sem eru framkvæmdar af Þor- birni sjálfum, á rannsóknarstofu hans á Rangárvöllum, og hjá Iðn- tæknistofnun. „Þessar prófanir skipta gríðarlegu miklu máli, ekki síst í ljósi þess að þarna eru mannlíf í veði,“ segir Þorbjörn. Hann segir að í þessari tækni gildi þau lögmál að auðvelt sé að koma kerfum í gang en það megi ekki gerast óvart. Einfaldar losun Fangalínulosarann hefur Þor- björn hannað með það að mark- miði að auðvelda sjómönnum að losa fangalínu sem festir björgun- arbáta við skip. Losað er um hólk sem festur er við sleppibúnað björgunarbáta. Í honum er hand- fang sem menn toga í til að losa um fangalínuna. Á handfanginu er ljós sem auðveldar mönnum að átta sig á aðstæðum í myrkri. „Þegar menn eru komnir í sjó- inn myndast þær aðstæður að menn hafa ekki tíma til að athafna sig. Það er ekki hægt að krefjast þess af mönnunum að þeir séu sallarólegir meðan þeir hendast til í briminu. Menn hafa ýmist ekki náð að skera á fangalínuna eða hreinlega skorið á rangan spotta með hörmulegum afleið- ingum eins og gerðist þegar Bjarmi VE fórst.“ Einn skipverji fórst og tveimur var bjargað þegar Bjarmi VE fórst 23. febrúar 2002 vestur af Þrídröngum. Skipverjar áttu í erf- iðleikum með að finna hníf til að skera á fangalínuna og skáru á endanum á rekakkerislínuna. Af því að ekki tókst að skera á fanga- línuna nógu fljótt eyðilagðist gúmmíbjörgunarbáturinn við skipshlið og varð óhæfur til að skýla skipsbrotsmönnum fyrir ágangi sjávar, vinds og kulda. Þorbjörn segir nokkur forms- atriði eftir svo hægt sé að taka fangalosarann í notkun. Búnaður- inn sé þannig hannaður að hann passi í allar tegundir báta. Handfangið getur skipt sköpum Handfangið sem Siglingastofn- un hefur nú til umsagnar þykir geta skipt sköpum til að tryggja enn frekar öryggi sjómanna, ekki síst þeirra sem sigla minni bátum. Með handfanginu þarf lítið afl til að blása bátinn upp. „Hetjusögur eru fjölmargar um sjómenn sem barist hafa í sjónum við að draga út langa línu til að blása gúmmíbjörgunarbáta upp. Sumum hefur tekist þetta en öðrum ekki og skiptir þá ekki máli hversu sterkir þeir eru,“ segir Þorbjörn. Hann segir lítið afl þurfa til að kippa í handfangið svo björgunarbáturinn blásist upp. Uppblásturkerfið hefur hlotið styrk frá Langtímaáætlun um ör- yggi sjófarenda sem Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra hafði frumkvæði að. Prófanir á hand- fanginu voru einnig styrktar af Landssambandi smábátaeigenda og Málmi, samtökum fyrirtækja í málm- og skipasmíðaiðnaði. ■ 8 11. janúar 2004 SUNNUDAGUR Fitubrennsluflóðið „Jæja, þá er bókaþjóðin mikla komin upp úr jólabókaflóðinu og farin að hlaupa um í fjörunni til að losna við spikið sem hrann- aðist upp inn á milli bókastafl- anna.“ Elísabet Brekkan, DV 10. janúar. Leikandi lögga „Oft þurfa menn að geta brugðið sér í nýtt hlutverk og taka þátt í heilu leiksýningunum til þess að ná valdi á þeim veruleika sem blasir við.“ Árni Friðleifsson segir löggustarfið líkjast leik- arastarfinu. DV, 10. janúar. Lítil stjórnviska „Síðan hefur málefnum Reykja- víkurborgar verið stjórnað, án þess að fyrir hendi sé skýr póli- tísk forysta. Málum er frekar ýtt út af borðinu en tekist á við þau í lýðræðislegum umræðum.“ Björn Bjarnason. Morgunblaðið, 10. janúar. Orðrétt Greiðslur vegna stækkunar Evrópusambandsins: Borgum meira en aðildarríkin STJÓRNMÁL Íslendingar greiða meira til stækkunar Evrópusam- bandsins en aðildarríki Evrópu- sambandsins, miðað við höfða- tölu, en þó langtum minna en Norðmenn, sem greiða mest. Samkvæmt útreikningum norska blaðsins Nationen nema greiðslur á hvern Norðmann 137 evrum á ári. Með sömu útreikn- ingum fæst sú niðurstaða að Ís- lendingar borgi 63 evrur til stækkunarinnar. Það er sexfalt meira en tíu evrurnar sem Frakk- ar greiða og nær þrefalt meira en 18 evrurnar sem meðal Bretinn greiðir. Ítalir greiða 14 evrur en Hollendingar 58, samkvæmt út- reikningum Nationen. „Ef tölur Nationen eru réttar, er varlegur útreikningur gagn- vart Íslandi að við greiðum um það bil þrefalt meira vegna stækkunar ESB heldur en sjálf að- ildarríki Evrópusambandsins. Það hlýtur að vera ansi merkileg stað- reynd í ljósi þess að Ísland er ekki einu sinni aðili að Evrópusam- bandinu,“ segir Eiríkur Berg- mann Einarsson, stjórnmálafræð- ingur við Háskóla Íslands. ■ Mannslífin að veði Þorbjörn Á. Friðriksson uppfinningamaður hefur í mörg ár unnið að öryggismálum sjómanna. Tvö ný björgunartæki eru væntanleg á markað. Um er að ræða nýjung í losun fangalínu og handfang sem auðveldar sjómönnum að blása upp gúmmíbjörgunarbáta. Verðkönnun: Dýrir ostar NEYTENDAMÁL Ostar eru í flestum tilfellum dýrastir hér á landi af fimm löndum þar sem ostaverð var borið saman í könnun Neyt- endasamtakanna. Osturinn var dýrastur hérlendis í 33 af 38 til- fellum þegar virðisaukaskattur hafði verið dreginn frá, en hann er mishár frá einu landi til annars. Í einu tilfelli var osturinn jafn- dýrastur hér og í Danmörku en dýrastur í Danmörku í fjórum til- fellum. Algengast var að ostur væri 100 til 200% dýrari hér en í ódýrasta samanburðarlandinu. Verðið var borið saman á Ís- landi, í Danmörku, Belgíu, Frakk- landi og Hollandi. ■ FÓRNARLAMBI HJÚKRAÐ Um 100.000 manns eru heimilislausir og hjálpar þurfi eftir jarðskjálftann í Bam. Endurreisn Bam: SÞ kalla eftir hjálp ÍRAN Samkvæmt langtímaáætlun Sameinuðu þjóðanna gæti endur- reisn borgarinnar Bam í Írak kostað allt að því einn milljarð dollara, tæpa 70 milljarða króna, en borgin er svo að segja rústir einar eftir jarðskjálftann sem reið yfir hana á annan dag jóla. Um 30.000 manns létu lífið. Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn höfðu áður kallað eftir 73 milljóna dollara fjárstyrk al- þjóðasamfélagsins til aðstoðar fórnarlömbum jarðskjálftans á næstu þremur mánuðum en um 100.000 manns eru heimilislausir og hjálpar þurfi. ■ VIÐ SEÐLABANKA EVRÓPU Noregur greiðir hærri heildarfjárhæð til stækkunar Evrópusambandsins en flest aðildarríki. Fréttaskýring KOLBRÚN INGIBERGSDÓTTIR ■ ræðir við Þorbjörn Á. Friðriksson uppfinningamann. ÞORBJÖRN FRIÐRIKSSON Hönnun Þorbjörns á sviði sleppibúnaðar björgunarbáta þótti marka tímamót í öryggi sjómanna. FANGALÍNULOSARI Fjölmörg dæmi eru að sjómönnum hefur ekki tekist að losa fangalínu björgunarbáta við skipin, með hörmulegum afleiðinum. HANDFANGIÐ Beðið er eftir umsögn Siglingastofnunar um að handfangið verði viðurkennt sem löglegum búnaður í íslenskum skipum. ÖRYGGISMÁL „Við leggjum áherslu á að Siglingastofnun Íslands hraði umsögn sinni og viðurkenni hand- fangið,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands smábátaeigenda, um nýju hönnun Þorbjörns Á. Friðriksson- ar. Hann telur hönnunina afar mik- ilvæga og segir að hún muni án efa bæta öryggi sjómanna. „Við teljum mikilvægt að Siglingastofnun Ís- lands hraði málum svo við getum byrjað að koma handföngunum fyrir á björgunarhylkin við næstu skoðun.“ Örn segist hafa hlustað á vitnis- burð margra sem lent hafi í sjó- slysum. „Þeim hefur reynst gríðar- lega erfitt að sprengja upp bátinn. Þetta eru menn sem eru afburða vel á sig komnir líkamlega og hafa nánast verið örmagna eftir að glíma við þennan síðasta hlekk. Við viljum allt til vinna svo hægt sé að binda enda á þessa þætti þannig að öryggi verði eins vel tryggt og auðið er.“ Örn telur s t a ð s e t n i n g u björgunarbáta á smábátum gríð- arlega mikil- væga. „Nánast allir bátar eru frambyggðir og því geyma smá- bátaeigendur björgunarbáta ofan á stýrishúsinu. Eftir ábendingar höf- um við bent mönnum á að reyna að staðsetja bátana þannig að þeir séu fyrir framan möstrin, fremst á stýrishúsinu. Þannig minnkar hættan á að björgunarbáturinn skorðist af sökkvi báturinn.“ ■ Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda: Viðurkenningu sem fyrst ÖRN PÁLSSON Vill koma hand- föngunum fyrir við næstu skoðun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.