Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 21
22 11. janúar 2004 SUNNUDAGUR Hasar í happ- drættinu Happdrættin í þjóðfélaginu auglýsa grimmt um þessar mundir, enda ríkir ófremdarástand í buddum margra landsmanna eftir jólavertíðina. Skjótfenginn gróði kæmi sér vel. Lottó hefur greitt út átta hundruð milljónavinninga á sautján árum og 167 manns unnu meira en milljón í Happdrætti Háskóla Íslands á síðasta ári. Við höfum ýmsar leiðir til aðreyna að fjölga krónunum okkar. Bankabókin er ágæt til síns brúks en sú leið til ríkidæmis virðist jafnan seinfær og jafnvel ófær. Önnur leið er að leggja und- ir og treysta á Guð og lukkuna. Og hún er æði vinsæl. Lottó, Víkinga- lottó, spilakassarnir, Getraunir, Lengjan, flokkahappdrættin – þetta eru þau fjárhættuspil sem leyfð eru í landinu og njóta gríðar- legra vinsælda. Hvergi er vinn- ingurinn auðsóttur en líkurnar eru mismiklar – eða litlar. Og hægt er að vinna frá nokkur hund- ruð krónum, sem duga fyrir næstu endurnýjun, upp í himin- háar fjárhæðir sem breyta lífinu. Og líkurnar haldast í hendur við það sem lagt er undir. Samkvæmt upplýsingum Happdrættis Háskóla Íslands unnu eitthundrað sextíu og sjö manns milljón eða meira á síðasta ári og var heildarfjárhæð vinn- inganna um átta hundruð milljón- ir króna. Skemmtileg tilviljun er að átta hundruð milljónavinning- ar hafa verið greiddir út hjá Lottóinu í sautján ára sögu þess, sá stærsti áttatíu milljónir króna. Í Víkingalottóinu eru að jafnaði hæstu vinningarnir í boði en ekki hefur borið of vel í veiði hjá Ís- lendingum í þeim leik. Fjörutíu og fjórar milljónir eru það mesta sem fengist hefur í einu en auðvit- að hafa fjölmargir hlotið smærri vinninga, og það reyndar enga smá vininnga svosem, tíu, fimmt- án milljónir eru náttúrlega alltaf tíu, fimmtán milljónir. Fyrir nokkrum árum var gerð opinber úttekt á íslenska happdrættis- markaðnum og leiddi hún í ljós að samanlögð velta var fimm millj- arðar króna og vinningarnir sam- tals um tveir milljarðar. Í takt við aðrar breytingar í samfélaginu má gera ráð fyrir að sú fjárhæð hafi hækkað talsvert síðan. Miðar fyrir allt að 200 þúsund krónur Segja má að flestir landsmenn séu nokkuð rólegir í sinni happ- drættisþáttöku, eigi miða hér og miða þar og lotti reglulega, en um leið hóflega. En í þessu eins og öðru eru líka dugnaðarforkar. Sumir eiga nokkra, jafnvel marga miða í flokkahappdrættunum þremur, eru áskrifendur að Lóttói og Víkingalottói, tippa á úrslit íþróttaleikja í Getraunum og á Lengjunni og það samkvæmt kerfi og skella nokkrum þúsund- köllum í spilakassa þegar vel ligg- ur á þeim. Og í þessum tilvikum erum við að tala um fólk sem spil- ar ánægjunnar vegna en stríðir ekki við spilafíkn. Sé litið til flokkahappdrættanna einna ku al- gengt að fólk eigi tvo til fjóra miða en fyrir kemur að þeir fari allt upp í tuttugu og kostar þá þátttakan um tvö hundruð þúsund krónur á ári. Þá er talsvert um að miðar og númer gangi í erfðir, börn taka við af foreldrum sínum þannig að sömu númerin hafa jafnvel verið í eigu nokkurra ætt- liða sömu fjölskyldu í áratugi. Greiddi upp jeppalánið á einu bretti Af vinningshöfum eru sagðar ýmsar sögur. Sumir hafa unnið tugi milljóna en farið með það eins og mannsmorð enda viðbúið að blankir samferðamenn banki oftar upp á en góðu hófi gegnir og reyni að slá lán. Þannig hafa hand- hafar stærstu lottópottanna og helstu happdrættisvinninganna yfirleitt farið leynt þrátt fyrir umfangsmiklar tilraunir harðsnú- inna rannsóknarblaðamanna til að svipta hulunni af hinum heppnu. Snjólfur Fanndal, eigandi Smur- stöðvarinnar Stórahjalla, er þó undantekning á þessu og viður- kennir fúslega að hafa unnið tæp- ar þrjár milljónir í lottói fyrir nokkrum árum „enda ekkert leyndarmál svosem“ segir hann. „Ég var nýbúinn að kaupa mér jeppa á láni en fór og greiddi það upp eftir þann stóra.“ Um var að ræða Toyota 4runner en nú ekur Snjólfur um á LandCru- iser og þarf svosem ekki á lottóvinningum að halda til að leyfa sér slíkt enda hafa tekjurnar batnað með árunum. En þetta er ekki eini vinningur Snjólfs: „ég hef unnið við og við síðan þetta var, bónusinn einu sinni eða tvisvar og svo alltaf eitthvað smærra. Ég kaupi tvo miða þegar pottarnir eru litlir en nota kerfi þegar þeir eru vænlegri,“ segir Snjólfur, sem læt- ur sér ekki lottóið duga „Nei, ég spila líka í Háskólanum og svo á ég miða í DAS síðan ég var til sjós í gamla daga, jú og í SÍBS líka og ég hef alltaf unnið eitthvað smotterí í þessu.“ Snjólfur hefur ekki hug- mynd um hvort hann er í plús eða mínus þegar allt er saman talið og lætur það sig litlu máli skipta. Góð málefni Flokkahappdrættin þrjú; DAS, HHÍ og SÍBS, eru gömul í hettunni og lifa enn ágætu lífi þrátt fyrir að samkeppnin við annað lotterí hafi harðnað. Samkeppnin þeirra á milli hefur líka alltaf verið hörð og birtist ekki síst í þeirri afstöðu forsvars- manna DAS og SÍBS að leikurinn sé ójafn. HHÍ starfar nefnilega í skjóli einkaleyfis til reksturs peninga- happdrættis en hin þurfa að fara aðrar leiðir til að greiða út vinninga sína. Pétur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri SÍBS, segir þátttök- una fara heldur minnkandi ár frá ári: „Þetta hefur samt gengið ágæt- lega og við reynum að halda okkar hlut,“ og Sigurður Ágúst Sigurðs- son, framkvæmdastjóri DAS, tekur í svipaðan streng: „Það þarf að hafa mikið fyrir þessu,“ segir hann en bætir við að DAS hafi tekist að ná til unga fólksins. Báðir benda þeir á að vinningslíkurnar í sínum happ- drættum séu dágóðar og sama gera aðrir enda vinningsvonin helsta að- dráttaraflið. Og auðvitað skipta vinningarnir sjálfir gríðarlegu máli. En vinni fólk ekki er málefnið ágætt skjól. Sem það auðvitað er; HHÍ stendur undir byggingafram- kvæmdum Háskóla Íslands sem og tækjakaupum. DAS er bakhjarl Hrafnistuheimilanna og raunar fjölda dvalarheimila úti um land allt, SÍBS er hornsteinn fram- kvæmda á Reykjalundi og íþrótta- hreyfingin nærist á Lottóinu. bjorn@frettabladid.is SÉRSTAKUR Samferðamenn mannsins segja hann sér- stakan karakter og nokkuð sérvitran. Hann sé þó ljúfur piltur, en með ákveðn- ar skoðanir. Traustur, flughræddur og sérvitur Hann er traustur með ákveðnarskoðanir og liggur ekki á þeim,“ segir Guðmundur Ingvars- son, formaður HSÍ, um manninn sem spurt er um að þessu sinni. Við- komandi lætur vanalega lítið fyrir sér fara í samfélaginu en skýtur reglulega upp kollinum og er nafn hans þá jafnan á flestra vörum. „Hann er afskaplega ljúfur piltur og þægilegur í allri umgengni,“ segir Leifur Steinn Elísson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Vísa, sem lætur fylgja að hann hafi eitt sinn heyrt að okkar maður væri afskaplega flug- hræddur og hafi um tíma haft fyrir sið að hringja í Flugleiðir og spyrja hver væri flugstjóri þegar lagt var í langflug, svona til að róa sig. „Sam- viskusamur, nákvæmur, þægileg- ur,“ segir þriðji viðmælandi okkar, Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkra- nuddari, en lætur fylgja að algeng setning af munni hans sé „ég hef ekki tíma til að hugsa um þetta, ég hef svo mikið að gera“. Guðmundur formaður á svo lokaorðin: „Hann er svolítið sérstakur karakter og nokk- uð sérvitur“. Hver er maðurinn? Svar er að finna á síðu 24. ■ LOTTÓSALA Áttahundruð milljónavinningar hafa verið greiddir út af Lottó í sautján ára sögu þess. Hæsti vinningurinn var áttatíu milljónir króna. Það er meira en Íslendingur hefur fengið í hina stóra Víkingalottói. HEPPINN VINNINGSHAFI Snjólfur Fanndal, eigandi Smurstöðvarinnar Stórahjalla, er einn þeirra sem dottið hafa í lukkupottinn. Hann vann tæpar þrjár milljónir í Lottói fyrir nokkrum árum. „Ég var nýbúinn að kaupa mér jeppa á láni en fór og greiddi það upp eftir þann stóra,“ segir Snjólfur. Um var að ræða Toyota 4runner en nú ekur Snjólfur um á LandCruiser. ENSKA ER OKKAR MÁL Enskunámskeið að hefjast. • Okkar vinsælu talnámskeið -7 vikur. • Kennt á mismunandi stigum. • Kennt: Kl. 9:00, 10:30, 17:20, 19:00 og 20:40. • Frítt kunnáttumat og ráðgjöf. Við bjóðum einnig upp á enskunámskeið víða um land. Hringdu í síma 588 0303 Faxafeni 8 www.enskuskolinn.is enskuskolinn@simnet.isJohn O´Neill Julie InghamSandra Eaton Robert WilliamsMaxwell Ditta Hver er maðurinn? FLUGVÖLLUR Í RÍÓ Brasilíumenn taka nú fingraför af banda- rískum ferðamönnum. Alþjóðaflug: Brasilíu- menn svara Ný lög hafa nú tekið gildi íBrasilíu, sem kveða á um að allir bandarískir ferðamenn skuli nú sæta sérstakri rannsókn þegar þeir koma til landsins. Tekin skulu af þeim fingraför og þeir myndað- ir. Brasilíumenn vilja með þessu svara nýjum lögum í Bandaríkj- unum, sem kveða á um að allir ferðalangar sem koma þangað skuli fá þessa sömu meðferð. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.