Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 31
32 11. janúar 2004 SUNNUDAGUR Á BÓLAKAFI Belginn Gregoire de Mevius og Alain Guehennec steypast hér á kaf í sandinn í Eyðimerkurrallinu. Skipuleggjendur keppn- innar slógu af aksturinn í Malí um helgina af öryggisástæðum og verður keyrt af stað á ný á þriðjudag. Kappakstur KNATTSPYRNA Íslandsmeistarar KR í kvennaboltanum fengu góðan liðsstyrk í gær þegar Stjörnustúlkan Elfa Björk Erlingsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Elfa Björk hefur leikið með Stjörnunni allan sinn feril og verið einn helsti burðarás liðs- ins undanfarin ár. Hún lék níu leiki með félaginu í fyrra og skoraði í þeim eitt mark. Alls hefur hún leikið 93 leiki í efstu deild og skorað 33 mörk. Elfa, sem er 21 árs, er mjög reynd þrátt fyrir ungan aldur en hún á tvo A-landsleiki að baki og 23 leiki með U-21 árs liði Íslands. Einnig hef- ur hún leikið 11 leiki með bæði U-19 og U-17 ára liði Íslands. Elfa Björk er klárlega hvalreki á fjör- ur Íslands- meistaranna, sem augljós- lega ætla sér ekkert annað en að halda titlinum í Vesturbænum næsta sumar. ■ Frábær skemmtun Stjörnuleikur KKÍ var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Fullt hús og mikil stemning í húsinu. KÖRFUBOLTI Það var mikið um dýrð- ir í Seljaskóla í gær þegar hinn ár- legi Stjörnuleikur KKÍ fór fram. Fyrir utan hinn hefðbundna leik var boðið upp á troðslukeppni, þriggja stiga skotkeppni og para- skotkeppni. Mikið fjölmenni var í Seljaskóla – 600 manns og fullt út úr dyrum. Suðurliðið undir stjórn Frið- riks Inga Rúnarssonar fór með sigur af hólmi í leiknum, 136-133. Lokatölur gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins því Suður- liðið hafði mikla yfirburði nánast allan tímann en hleypti Norðurlið- inu, sem var undir stjórn Bárðar Eyþórssonar, inn í leikinn undir lokin. Maður leiksins var Njarð- víkingurinn Friðrik Stefánsson, sem skoraði 18 stig, tók 19 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Blikinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson var aftur á móti stigahæstur í Suður- liðinu með 32 stig. Mike Manciel frá Haukum kom næstur með 23 stig og 14 fráköst. Grindvíkingur- inn Darrell Lewis sýndi einnig lip- ur tilþrif en hann skoraði 16 stig og gaf 8 stoðsendingar. Njarðvík- ingurinn Páll Kristinsson setti svo niður 14 stig og tók 11 fráköst. Í Norðurliðinu var Nick Boyd stigahæstur með 31 stig en hann tók einnig 10 fráköst. Magni Hafsteins- son úr KR skoraði 30 stig og tók 9 fráköst. Ísfirðingurinn Jeb Ivey kom næstur með 16 stig og 8 stoðsendingar. Annars hafði Norðurliðið það fram yfir Suðurlið- ið að þar skoruðu allir en tveir leik- manna Suðurliðsins komust ekki á blað í stigaskoruninni. Troðslukeppnin var stór- skemmtileg en þar sigraði heima- maðurinn í ÍR, Kevin Grandberg. Sigurtroðslan var af dýrari gerðinni en Grandberg klæddi sig úr treyj- unni í loftinu áður en hann tróð. Ótrúleg tilþrif. Clifton Cook frá Tindastóli varð annar. Í þriggja stiga keppninni var Jeb Ivey heitastur en hann vann Njarð- víkinginn Brenton Birmingham í úrslitum. Hjá konunum var Stella Rún Kristjánsdóttir hlutskörpust en Sigrún Skarphéðinsdóttir úr KR varð önnur. Einnig fór fram paraskotkeppni og þar sigruðu Njarðvíkingarnir Brandon Woudstra og Auður Jóns- dóttir eftir æsilega keppni við KR- ingana Ólaf Má Ægisson og Hildi Sigurðardóttur. ■ Núpalind 1 Kópavogi • Reykjavíkurvegi 62 Hafnarfirði 899 999 VERÐSPRENGJA Núna næstu daga getur þú sótt til okkar ljúffengar Pizzur á frábæru verði Stór Pizza með 2 áleggstegundum á kr. Stór Pizza með 4 áleggstegundum á kr. 59 12345Opið frá kl. 16-22Alla daga vikunnar LI TL A PR EN T eh f. TAE KWON DO –DEILD ÁRMANNS TILKYNNIR Vetrarstarf Tae kwon do-deildar Ármanns er að hefjast að nýju eftir jólafrí. Æfingatímar eru: Börn, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30 og laugardögum kl. 10:00 Byrjendur, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:00, og laugardögum kl. 11:00 Framhaldshópur, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 og laugardögum kl. 11:00 Erum til húsa að Einholti 6 105 Reykjavík Nánari upplýsingar í síma: 865-0900, 895-1741, 869-4163 Tae kwon do er sjálfsvarnaríþrótt fyrir alla Er þetta ekki eitthvað sem þig hefur alltaf langað til að prófa? ... ELFA BJÖRK ER- LINGSDÓTTIR Spilar með Íslands- meisturum KR næstu tvö árin. Íslandsmeistarar KR fá góðan liðsstyrk: Elfa í Vesturbæinn Forseti UEFA á batavegi: Þurfti að fjarlægja æxli FÓTBOLTI Svíinn Lennart Johans- son, forseti Evrópska knatt- spyrnusambandsins, er á góðum batavegi eftir aðgerð á spítala í Svíþjóð þar sem æxli var fjar- lægt úr líkama hans. „Þetta hefði getað orðið hættulegt ef við hefðum ekki brugðist strax við,“ sagði Jo- hansson við sænska blaðið Aftonbladet. „Sem betur fer er ég í reglulegum skoðunum og því tókst okkur að bregðast við vandanum áður en hann varð of alvarlegur. Annars gekk aðgerð- in mjög vel og ég er fjallhress og tilbúinn í slaginn á nýjan leik. Ég er búinn að endurheimta fyrra þrek og get því farið að vinna af fullum krafti. Þetta kemur ekki til með að há mér neitt í mínu daglegu lífi. Ég læt þetta ekkert buga mig.“ Þessi 74 ára gamli maður átti að flytja ræðu áður en dregið var í riðla fyrir Evrópukeppnina í sumar en læknirinn hans bað hann um að sleppa því og hvíla sig frekar í staðinn. Aðgerðinni var haldið leyndri þar til ljóst var að allt væri í góðu. Ekki var gefið upp ná- kvæmlega hvenær Lennart Jo- hansson lagðist undir hnífinn en talið er að það hafi verið fyrir viku síðan. ■ Patrik Andersson: Farinn til Malmö FÓTBOLTI Fyrrum fyrirliði sænska landsliðsins, Patrik Andersson, skrifaði í gær undir tíu mánaða samning við sænska úrvalsdeild- arliðið Malmö. Samningur And- erssons við félagið er frá 1. febrú- ar til 30. nóvember. „Ef allt gengur vel er ég vel tilbúinn til þess að bæta ári við samninginn,“ sagði Andersson í samtali við sænska blaðið Ex- pressen. Andersson, sem er 32 ára, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna eftir glæsilegan feril. Hann hefur einnig gert góða hluti með þeim félagsliðum sem hann hefur verið hjá og til að mynda var hann í liði Bayern München sem vann Meistara- deildina 2001. Hann gekk í kjöl- farið í raðir spænska stórliðsins Barcelona en náði aldrei al- mennilega að festa rætur í Kata- lóníuliðinu þar sem hann var meira og minna meiddur þann tíma sem hann var í röðum fé- lagsins. ■ HANDBOLTI Tveir leikir fóru fram í RE/MAX-deild kvenna í hand- bolta í gær. Valur og Víkingur mættust í Laugardalshöll og hit- uðu upp fyrir landsleik Íslands og Sviss. Valsstúlkur fóru þar með góðan sigur af hólmi, 27-23. Hlíðarendastúlkur voru mun betri nær allan tímann og höfðu frumkvæðið í leiknum frá fyrstu mínútu. Víkingsstúlkur náðu aft- ur á móti fínum spretti í síðari hálfleik þar sem þær unnu upp sex marka forskot Vals. Þá settu Valsstúlkur aftur í gírinn og kláruðu leikinn. Díana Guðjóns- dóttir og Hafrún Kristjánsdóttir voru markahæstar hjá Val með sex mörk en Natasa Damlajonov var allt í öllu hjá Víkingi og skor- aði tólf mörk. Valsstúlkur eru sem fyrr í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn en Víkingsstúlkur eru í áttunda sæti. Í seinni leik dagsins tóku síð- an stúlkurnar í KA/Þór á móti FH og þar komu heimastúlkur nokkuð á óvart með því að leggja Fimleikafélagið, 27-25. Leikurinn var mjög jafn og spennandi allan tímann en heimavöllurinn vann með KA/Þór á endasprettinum er þær kláruðu leikinn. KA/Þór skaust með sigrinum upp fyrir Víking og í sjöunda sætið en FH er enn í fimmta sæti deildar- innar. ■ Tveir leikir í RE/MAX-deild kvenna: Valssigur í Höllinni HAFRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR Var sterk í Höllinni í gær og skoraði sex mörk. ÖFLUGUR Haukamaðurinn Mike Manci- el var sterkur í Stjörnuleikn- um í gær og skoraði 23 stig og tók 14 fráköst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.