Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 30
31SUNNUDAGUR 11. janúar 2004
Megrunarmintur
Megrun hefur aldrei verið svalari.
Prófaðu megrunarmintur sem minnka matarlyst
og auka brennslu. Þú færð Slim Mints í næsta apóteki.
Nýtt á Íslandi!
SKÍÐI Austurríska skíðastúlkan
Renate Götschl vann sinn sext-
ánda brunsigur á ferlinum í gær
er keppt var í heimsbikarnum í
Sviss. Hún brunaði ákaflega ör-
uggt og vel og kom í mark 0,49
sekúndum á undan þýsku stúlkun-
um Michaelu Dorfmeister og
Hilde Gerg, sem urðu jafnar í
öðru sæti. Þetta var jafnframt
annar sigur hennar í röð því hún
vann í St. Moritz rétt fyrir jól.
„Þetta er frábær dagur fyrir
mig. Ég er virkilega ánægð,“
sagði Götschl eftir keppnina.
„Brautin var aðeins auðveldari í
æfingunni, ekki eins hröð. Ég
skíðaði ekki mjög fast og það var
lykillinn að sigrinum í dag. Nú
nálgast ég toppinn óðfluga og
hver veit nema ég nái þrennunni í
næstu keppni.“
Bandaríkjamenn tóku síðan
fjórða og fimmta sætið. Kirsten
Clark varð fjórða, 0,59 sekúndum
á eftir Götschl, og Caroline Lalive
var svo rétt á eftir Clark.
Þýska stúlkan Hilde Gerg er
aftur á móti efst í heildarstiga-
keppninni í bruni. Hún hefur
reyndar ekki unnið keppni síðan í
desember 2002 en er ávallt við
toppinn og með því aflar hún sér
þeirra stiga sem á þarf að halda til
þess að vera á toppnum. „Annað
sæti er fínt en ég held að það sé
kominn tími á sigur hjá mér,“
sagði Gerg og brosti.
Sænska stúlkan Anja Pärson er
sem fyrr efst á heildarstigalistan-
um í heimsbikarkeppni kvenna.
Hún tók þátt í bruninu að þessu
sinni en það var aðeins í annað
sinn sem hún keppir í bruni. Hún
var tæpum þrem sekúndum á eft-
ir Götschl og fékk engin stig að
þessu sinni. ■
Glasgow Rangers:
23 bikar-
sigrar í röð
FÓTBOLTI Glasgow Rangers vann
sinn 23. leik í röð í skosku bikar-
keppninni í gær þegar liðið lagði
Hibernian að velli, 2-0. Shota Ar-
veladze og Peter Lovenkrands
skoruðu mörk Rangers í leiknum.
Rangers hefur hvorki tapað í
skoska bikarnum né deildarbik-
arnum síðan Alex McLeish tók við
liðinu í desember 2001. Því geng-
ur aftur á móti ekki eins vel í
deildinni þar sem það er 11 stig-
um á eftir toppliði Glasgow Celtic
og má með sanni segja að sá bikar
sé runninn Rangers úr greipum
nú þegar í janúar. ■
Hart barist í bruni kvenna:
Sextándi sigur Götschl
HANDBOLTI Það var allt annað að sjá
til íslenska landsliðsins í hand-
knattleik í Laugardalshöllinni í
gær en í Mosfellsbæ á föstudag.
Þá var landsliðið ekki svipur hjá
sjón og tapaði mjög sanngjarnt. Í
gær voru strákarnir líkari sjálf-
um sér og sigur þeirra var örugg-
ur og fyllilega verðskuldaður.
Íslenska liðið tók frumkvæðið
strax í byrjun leiks og hélt því út
allan leikinn. Örlítið kæruleysi
var undir lok leiksins en það
hafði ekki áhrif á heildarniður-
stöðuna. Vörnin small betur sam-
an nú en á föstudag og virtist það
litlu skipta þótt Sigfús Sigurðs-
son hefði ekki getað leikið vegna
meiðsla. Sóknarleikurinn var líka
mun líflegri, sem og karakterinn,
og það andleysi sem virtist ríkj-
andi í liðinu á föstudag hafði aug-
ljóslega flogið út um gluggann
yfir nóttina.
Guðjón Valur Sigurðsson
sýndi enn eina ferðina mátt sinn
og megin og skoraði 9 mörk í öll-
um regnbogans litum. Ungu
strákarnir stálu þó senunni og
var virkilega gaman að fylgjast
með Snorra Steini Guðjónssyni
og Björgvini Páli Gústavssyni í
leiknum. Snorri skoraði 7 gull-
falleg mörk, var með frábæra
skotnýtingu og stýrði sóknar-
leiknum af mikilli röggsemi.
Frammistaða hans í leiknum
færði honum án efa farmiða til
Slóveníu. Björgvin leysti Guð-
mund Hrafnkelsson af hólmi í
síðari hálfleiknum og minnti
hressilega á sig. Hann varði 9
skot, mörg þeirra úr opnum fær-
um. Margir efast um að Björgvin
sé tilbúinn til þess að fara á stór-
mót en frammistaðan í gær, og
gegn Pólverjum á dögunum, sýn-
ir að það væri ekki vitlaus leikur
hjá Guðmundi að taka „guttann“
með. Hann virðist vera klár í
slaginn.
Síðasti leikurinn gegn Sviss fer
síðan fram í kvöld og þá verður
einnig leikið í Laugardalshöllinni.
Það er síðasta tækifæri leik-
manna til þess að sanna sig fyrir
landsliðsþjálfaranum því Guð-
mundur landsliðsþjálfari velur
EM-hópinn á mánudag. ■
■ ■ LEIKIR
17.15 Grindavík og Njarðvík
mætast í 1. deild kvenna í körfu-
bolta í Grindavík.
19.15 Keflavík og ÍR mætast í 1.
deild kvenna í körfubolta í Keflavík.
19.30 Ísland mætir Sviss í Laugar-
dalshöll í æfingalandsleik í hand-
bolta.
20.00 Haukar og Stjarnan mætast
í RE/MAX-deild kvenna í hand-
bolta að Ásvöllum.
■ ■ SJÓNVARP
12.30 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn. Enski boltinn um helgina.
13.45 Enski boltinn á Sýn. Bein út-
sending frá leik Leicester og
Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
15.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út-
sending frá leik Man. Utd og
Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
18.00 NBA-karfan á Sýn. Útsending
frá leik Toronto og Portland í NBA-
boltanum.
21.30 Ameríski fótboltinn á Sýn.
Útsending frá leik Philadelphia
Eagles og Green Bay Packers í
úrslitakeppni NFL-boltans.
SKÍÐI Hinn 34 ára gamli Austurrík-
ismaður Stephan Eberharter fann
sitt gamla form á ný í skíðabrekk-
unum í Frakklandi þegar hann
vann öruggan sigur í bruni í
heimsbikarnum. Þetta var fyrsti
sigur hans í bruni í vetur, sem
vekur óneitanlega athygli enda
hefur hann unnið heimsbikarinn í
bruni síðustu tvö ár. Þetta var
jafnframt fyrsti brunsigur hans
síðan í mars á síðasta ári.
Eberharter var fyrstur niður
brekkuna og ferð hans var svo
svakalega hröð að hún var ekki
toppuð af keppinautum hans. „Ég
var ánægður með að vera fyrstur
niður. Brautin var mjúk og blaut á
neðri hlutanum og því best að fara
fyrstur niður,“ sagði Eberharter
sem brosti allan hringinn – slík
var hamingjan.
Norðmaðurinn Lasse Kjus varð
að sætta sig við silfur að þessu
sinni og heimsmeistarinn í bruni,
Michael Walchhofer varð þriðji. ■
Þetta var miklu betra
Íslenska handknattleikslandsliðið reif sig upp eftir slæman leik á föstudag og vann sannfærandi
sigur á Sviss í Höllinni í gær, 26-22.
Stephan Eberharter vaknaður:
Vann brunið í
Frakklandi
FÖGNUÐUR
Sigurvegarinn Renate Götschl fagnar hér
sigrinum í gær.
TÖLFRÆÐI ÍSLANDS Í GÆR
Mörk:
Guðjón Valur Sigurðsson 9
Snorri Steinn Guðjónsson 7
Ólafur Stefánsson 3
Jaliesky Garcia 3
Róbert Sighvatsson 1
Gylfi Gylfason 1
Heiðmar Felixson 1
Ragnar Óskarsson 1
Varin skot:
Guðmundur Hrafnkelsson 6
Björgvin Páll Gústavsson 9
NÍU MARKA MAÐUR
Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum í Höllinni í gær og hér skorar hann eitt af þeim níu
mörkum sem hann gerði í gær.
hvað?hvar?hvenær?
8 9 10 11 12 13 14
JANÚAR
Sunnudagur
GULL, SILFUR OG BRONS
Austurríkismaðurinn Stefan Eberharter fagnar hér sigri sínum í bruninu ásamt landa sínum
Michael Walchhofer, til hægri, sem varð þriðji og Norðmanninum Lasse Kjus sem tók silfrið.