Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 32
33SUNNUDAGUR 11. janúar 2004
FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, fram-
kvæmdastjóri Manchester
United, er ekki ánægður með
framkomu forráðamanna Ful-
ham í hans garð en þeir hafa sak-
að Ferguson um að æsa upp Lou-
is Saha, sem hafi í kjölfarið beð-
ið um að vera seldur frá félag-
inu. Það segir Ferguson vera al-
rangt en þrátt fyrir öll lætin ætl-
ar hann ekki að bjóða aftur í
Frakkann snjalla, en síðasta boð
United í Saha hljóðaði upp á átta
milljónir punda.
„Við sendum þeim bréf sem
var merkt sem einkamál en þeir
hlupu með það í blöðin,“ sagði
Ferguson. „Ég ræddi við Chris
Coleman, stjóra Fulham, um
strákinn í upphafi leiktíðar og lét
þar við sitja. Síðan sendum við
þeim tilboð sem David Gill skrif-
aði undir, ekki Alex Ferguson,“
sagði stjórinn, en honum finnst
ómaklega að sér vegið í málinu.
Þrátt fyrir skýr skilaboð frá
Saha þar sem hann grátbiður
Ferguson um að hækka boðið og
kaupa sig ætlar Ferguson að láta
kyrrt liggja.
„Við höfum gert allt rétt og
heiðarlegt í málinu. Það er samt
ljóst að við sendum ekki inn
annað tilboð. Við viljum ekki
standa í ein-
hverjum leiðind-
um. Fulham virð-
ist vilja halda
stráknum og við
að sjálfsögðu
leyfum þeim
það,“ sagði
Ferguson en það
er ljóst að þessi
niðurstaða er
Saha sjálfum
mikil vonbrigði
enda búinn að
standa í miklum
slagsmálum til
þess að komast frá Fulham. ■
FÓTBOLTI Íslensku strákarnir áttu
misjöfnu gengi að fagna í enska bolt-
anum í gær. Hermann Hreiðarsson
og Brynjar Björn Gunnarsson voru í
byrjunarliðinu hjá sínu félagi en aðr-
ir voru á bekknum eða ekki með.
Það var Íslendingaslagur í úr-
valsdeildinni þar sem Hermann
Hreiðarsson og félagar í Charlton
tóku á móti Jóhannes Karli Guð-
jónssyni og hinum Úlfunum.
Charlton vann leikinn, 2-0, og Her-
mann lék allar 90 mínúturnar en Jó-
hannes mátti gera sér það að góðu
að fylgjast með átökunum af tré-
verkinu.
Heiðar Helguson er að basla við
meiðsl og gat því ekki leikið með fé-
lögum sínum í Watford er þeir
gerðu jafntefli gegn Coventry.
Ívar Ingimarsson kom ekki held-
ur við sögu en félagar hans í Read-
ing gerðu 1-1 jafntefli við Ipswich.
Brynjar Gunnarsson var aftur á
móti í byrjunarliði Nottingham For-
est sem tapaði gegn Sunderland á
útivelli, 1-0. Brynjar var tekinn af
velli á 78. mínútu. ■
FÓTBOLTI Það var mikið skorað í
enska boltanum í gær en alls voru
skoruð 28 mörk í aðeins 8 leikjum.
Arsenal gefur ekkert eftir í topp-
baráttunni og liðið fór illa með
Middlesbrough á Highbury.
Thierry Henry, Robert Pires og
Freddie Ljungberg voru allir á
skotskónum í liði Arsenal, sem
átti frábæran dag og sigraði 4-1.
„Þetta var virkilega góður leikur
hjá okkur í dag og það skal enginn
afskrifa okkur í baráttunni,“ sagði
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsenal er þar með jafnt Man.
Utd. að stigum á toppi deildarinn-
ar en United getur hrist Arsenal
aðeins af sér í dag er liðið leikur
gegn Newcastle.
Það er aðeins farið að rofa til á
Anfield Road en Liverpool vann
annan 1-0 sigur sinn á skömmum
tíma í gær er Aston Villa kom í
heimsókn. Mark Delaney skoraði
eina mark leiksins en því miður
fyrir hann var það í vitlaust
mark. Liverpool barðist vel í
leiknum og Gerard Houllier,
stjóri liðsins, var ánægður með
strákana. „Við erum ekki að spila
vel en við erum að berjast vel. Ég
átti von á því að þetta yrði erfið-
ur leikur þar sem við lögðum
Chelsea síðast og það gerðist.
Sem betur fer tókst okkur að
hanga á markinu og taka stigin
þrjú.“
Það er lítil hætta af Úlfunum í
ensku úrvalsdeildinni og ætla
mætti að þeir væru tannlausir því
þeir töpuðu enn einum leiknum í
gær og að þessu sinni gegn
Charlton. Jason Euell var sjóð-
heitur í leiknum og gerði bæði
mörkin. Fyrra markið var nokkuð
umdeild og vildi Dave Jones,
stjóri Wolves, meina að Euell
hefði verið rangstæður. Allan
Curbishley, stjóri Charlton, var
ekki á sama máli. „Við teljum að
Denis Irwin hafi spilað hann rétt-
stæðan. Þegar lið spila rangstöðu-
taktík vinna þau stundum og tapa
stundum.“
Það voru þrátt fyrir allt leik-
menn Bolton sem stálu senunni í
gær. Þeir sneru við gjörtöpuðum
leik á útivelli gegn Blackburn og
sigruðu. Þeir lentu 3-1 undir í
fyrri hálfleik en sýndu ótrúlega
seiglu með því að rífa sig upp og
vinna leikinn. Kevin Nolan gerði
sigurmark leiksins tólf mínútum
fyrir leikslok.
Ísraelski miðjumaðurinn Eyal
Berkovic náði fram hefndum
gegn Kevin Keegan þegar nýja
liðið hans, Portsmouth, fór illa
með Man. City. Berkovic var að
spila sinn fyrsta leik fyrir
Portsmouth í leiknum og hann
vandaði „félaga“ sínum Keegan
ekki kveðjurnar í leikslok.
„Ég skil ekki af hverju Kevin
lét mig aldrei spila því ég var
besti maðurinn á æfingum í sex
mánuði og það vissu allir,“ sagði
Berkovic. „Allir stuðningsmenn
Man. City vissu að ég varð að
spila leikinn en Kevin hagaði sér
eins og stórt barn. Ég sagði hon-
um það og ég tel að hann eigi skil-
ið að vera rekinn.“
Keegan tók slíku ekki þegjandi.
„Hann ætti að læra að þegja. Hann
hefur rétt á sinni skoðun og ég veit
að hann er svekktur. Ég tek ekkert
mark á honum enda hafa fleiri sagt
slíka hluti við mig.“ ■
SIR ALEX
FERGUSON
Ekki ánægður með
forráðamenn Ful-
ham en ætlar samt
ekki að bjóða aftur
í Louis Saha.
Ferguson gefst upp:
Hættur að bjóða í Saha
Misjafnt gengi íslensku liðanna:
Hermann sigraði
Jóhannes
Ótrúleg endurkoma Bolton
Sneri við töpuðum leik gegn Blackburn. Arsenal komið upp að hlið Man. Utd. á toppnum eftir stórsigur á Middlesbrough.
STAÐAN:
Manchester Utd. 20 16 1 3 40:14 49
Arsenal 21 14 7 0 40:14 49
Chelsea 20 13 3 4 36:17 42
Charlton 21 9 7 5 30:23 34
Liverpool 20 9 5 6 30:21 32
Fulham 21 9 4 8 33:29 31
Newcastle 20 7 8 5 27:22 29
Birmingham 20 8 5 7 21:25 29
Southampton 21 7 6 8 19:17 27
Aston Villa 21 7 6 8 21:25 27
Bolton 21 6 8 7 25:33 26
Everton 21 6 6 9 25:28 24
Tottenham 21 7 3 11 24:30 24
Middlesbrough 20 6 6 8 17:23 24
Manchester City 21 5 7 9 30:32 22
Blackburn 21 6 4 11 31:35 22
Portsmouth 21 6 4 11 25:32 22
Leicester 20 4 7 9 28:31 19
Leeds 21 4 5 12 18:42 17
Wolves 20 3 6 11 18:43 15
ÚRSLIT:
Arsenal-Middlesbrough 4-1
1-0 Thierry Henry, víti (38.), 2-0 Franck
Quedrue, sjm (45.), 3-0 Robert Pires
(57.), 4-0 Freddie Ljungberg (68.), 4-1
Massimo Maccarone, víti (86.).
Birmingham-Southampton 2-1
0-1 Brett Ormerod (6.), 1-1 Stephen
Clemence (16.), 2-1 Jeff Kenna (67.).
Blackburn-Bolton 3-4
0-1 Kevin Nolan (1.), 1-1 Vratislav Gresko
(3.), 2-1 Dwight Yorke (24.), 3-1 Andy
Cole (34.), 3-2 Youri Djorkaeff (43.), 3-3
Stelios Giannakopoulos (74.), 3-4 Kevin
Nolan (78.).
Charlton-Wolves 2-0
1-0 Jason Euell (38.), 2-0 Jason Euell (79.).
Fulham-Everton 2-1
1-0 Louis Saha, víti (45.), 2-0 Steed Mal-
branque (46.), 2-1 Kevin Kilbane (81.).
Leeds-Tottenham 0-1
0-1 Robbie Keane (56.).
Liverpool-Aston Villa 1-0
1-0 Mark Delaney, sjm (36.).
Portsmouth-Manchester City 4-2
1-0 Dejan Stefanovic (19.), 1-1 Nicolas An-
elka (21.), 1-2 Antoine Sibierski (45.), 2-2
Aiyegbeni Yakubu (52.), 3-2 Teddy Sher-
ingham (58.), 4-2 Aiyegbeni Yakubu (77.).
LEIKIR DAGSINS:
Leicester-Chelsea
Man. Utd.-Newcastle
MARKI FAGNAÐ
Thierry Henry fagnar hér marki sínu úr vítaspyrnu gegn Middlesbrough. Harðjaxlinum
Danny Mills er lítið skemmt. Arsenal vann leikinn, 4-1.