Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 4
4 11. janúar 2004 SUNNUDAGUR Hversu lengi endist bensínstríðið? Spurning dagsins í dag: Markar vopnafundur íslensku sprengjuleitarmannanna í Írak tímamót? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 18,0% 27,8% Út vikuna 43,6%Lengur Nokkra daga Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Saddam Hussein nýtur stöðu stríðsfanga: Margir Írakar ósáttir GENF, AP Framkvæmdaráð Íraks er ósátt við að Bandaríkin skuli líta á Saddam Hussein sem stríðsfanga. „Ég held að þetta sé slæm ákvörðun,“ segir Mahmoud Othman, einn meðlima ráðsins. „Bandaríkjamenn hafa engan rétt til að taka slíka ákvörðun því það er íraska þjóðin ein sem getur tek- ið ákvörðunina. Íraska þjóðin vill sækja Saddam til saka fyrir glæpi hans samkvæmt íröskum lögum.“ Samkvæmt Genfarsamning- unum um meðferð stríðsfanga er einungis hægt að sækja þá til saka fyrir glæpi gegn mannkyni fyrir alþjóðlegum dómstóli eða fyrir dómstóli í hernámsríkinu, sem í þessu tilviki eru Banda- ríkin. Bandaríska dómsmálaráðu- neytið hefur komist að þeirri nið- urstöðu að Saddam Hussein hafi verið stríðsfangi alveg frá því að hann var handtekinn. Það breyti því ekki að unnt verði að draga hann fyrir dómstól í Írak, eins og Bandaríkin hafa lýst yfir vilja til að gera. Ian Piper, talsmaður Alþjóða- nefndar Rauða krossins í Genf, segir það fagnaðarefni að staða Saddams hafi verið skilgreind. Alþjóðlegi Rauði krossinn krefst þess enn að fá að hitta Saddam Hussein hið fyrsta, enda er það ófrávíkjanleg regla Rauða krossins að ræða við alla fanga sem handteknir eru í tengslum við stríðsátök. ■ Vinnuhópur lögreglu gegn vélhjólaklíkum Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sker upp herör gegn glæpaklíkum sem reyna að fóta sig á Íslandi. Vitað er að útsendarar Bandidos og Hells Angels komu til Íslands í fyrra. GLÆPAHRINGIR Fulltrúar frá tveim- ur stríðandi vélhjólaklíkum, Bandidos og Hells Angels, komu til Íslands á seinasta ári. Embætti ríkislögreglustjóra fylgdist með ferðum „rokkar- anna“ svoköll- uðu og er í víð- tæku samstarfi við lögregluyfir- völd á hinum Norðurlöndun- um til að sporna gegn vél- hjólaklíkunum. Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri segir að ríkislög- reglustjórar Norðurlandanna hafi tekið um það ákvörðun fyrir nokkrum árum að berjast saman gegn skipulagðri glæpastarfsemi, hverju nafni sem hún nefnist. „Í framhaldi af þeirri ákvörðun var lögreglustjórunum á Norður- löndunum kynnt þessi afdráttar- lausa afstaða ríkislögreglustjór- anna og veittur stuðningur til þess að gera það sem unnt er svo koma megi í veg fyrir meðal annars af- brotastarfsemi af þeim toga sem Hells Angels og Bandidos stunda. „Ég skipaði á sínum tíma vinnuhóp með fulltrúum lögreglu og tollgæslu til þess að leiða þetta starf hér á landi. Starf vinnuhóps- ins hefur tekist vel og skilað ár- angri. Starfið verður eflt á næst- unni,“ segir Haraldur. Hann segir að aðgerðir lög- reglu, tollgæslu og Útlendinga- stofnunar séu margþættar. „En almenningur verður mest var við þær ákvarðanir sem yfir- völd hafa tekið um að snúa með- limum þessara samtaka til síns heima. Umtalsverð vinna fylgir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið og töluverður kostnaður fell- ur á embættin. Ég tel að um lang- tímafjárfestingu sé að ræða enda eru það markmið skipulagðra glæpasamtaka að auka völd sín og hagnað,“ segir Haraldur. Hann segir að glæpasamtök á borð við Bandidos og Hells Angels beini baráttu sinni gegn yfirvöldum og reyni að ná fótfestu, en þó helst þar sem viðbrögð og mótstaða yfirvalda er veik og ómarkviss. „Nauðsynlegt er að yfirvöld geri allt sem í þeirra valdi stend- ur til þess að stemma stigu við þeirri ógn sem samfélaginu getur stafað af skipulagðri glæpastarf- semi,“ segir Haraldur Johannes- sen. Embætti ríkislögreglustjóra óskar eftir upplýsingum sem að gagni mættu koma á netfangið rls@rls.is rt@frettabladid.is BIÐRÖÐ ALLAN DAGINN Sexfaldur pottur freistaði margra. Sexfaldur vinningur: Þrír með allar tölur LOTTÓ Þrír miðahafar höfðu allar tölurnar réttar í Lottóinu. Hver þeirra fær tæpar 16 milljónir króna í verðlaun. Réttu tölurnar voru 4, 14, 18, 22 og 24 en bón- ustalan 28. Afgreiðslufólk Happahússins í Kringlunni hafði vart undan að af- greiða lottómiða í gær og ljóst að margir gátu hugsað sér að næla í sexfaldan vinning. „Hér er búið að vera mikið að gera alla þessa viku. Þegar pottur- inn er svona margfaldur kaupa fleiri miða. Fólk vill auðvitað ná sér í stærri vinninga,“ sagði Frið- rik Þorsteinsson, eigandi Happa- hússins. Þar var biðröð við sölu- kassa frá því klukkan tíu í gær- morgun. „Á venjulegum laugar- dögum eru reyndar líka biðraðir en ekki svona miklar.“ ■ ÁREKSTUR Engin slys urðu á fólki. Reykjavík: Harður árekstur ÁREKSTUR Engin slys urðu á fólki þegar tveir bílar lentu í hörðum árekstri á gatnamótum Suður- landsvegar og Vesturlandsvegar síðdegis í gær, en bílarnir voru fjarlægðir með kranabíl. Bíll sem ók norður eftir Suður- landsvegi ók í veg fyrir bíl sem ók austur eftir Vesturlandsvegi. Gult blikkandi ljós var á umferðarljós- um þegar slysið átti sér stað. ■ Skilnaðarpappírar verð- andi drottningar: Í traustar hirslur MADRID, AP Dómstóll í Madrid á Spáni hefur fengið afhentan 600 kílógramma þungan peningaskáp sérstaklega til þess að geyma þar í alla skilnaðarpappíra verðandi drottningar landsins. Ekki þykir þorandi að geyma þá í ótraustari geymslu en þessum rammgerða skáp. Letizia Ortiz er heitkona krón- prinsins á Spáni, Felipe, en hún skildi fyrir nokkrum árum við fyrrverandi eiginmann sinn, Alonso Guerrero. Skilnaðar- pappírarnir eru geymdir hjá dóm- stólnum í Arganda del Rey. ■ BUSH GEFUR SKATTATÓN George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, gaf tóninn fyrir kosningabaráttu ársins í vikulegu útvarpsávarpi sínu þegar hann beindi spjótum sínum að frambjóðendum demókrata, sem vilja taka til baka skattalækkanir þær sem forsetinn hefur komið í gegnum þingið. Hann segir skattalækkan- irnar hafa komið hjólum efna- hagslífsins af stað á nýjan leik. RAÐGIFTINGAR TIL FJÁR Fertug kona í Bandaríkjunum, Dezerrie Cortes að nafni, á yfir höfði fang- elsi fyrir að hafa 27 sinnum gengið í hjónaband með útlend- ingum sem vildu tryggja sér dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Hún mun hafa haft lífsviðurværi sitt af þessu, því jafnan fékk hún vænar fúlgur fyrir. SÓLEY RAGNARSDÓTTIR „Ég kaupi ekki alltaf Lottómiða, bara þegar potturinn er fimm- faldur eða sexfaldur. Ég nota ekki ein- hverja eina sérstaka aðferð, set bara af- mælistölur eða ein- hverjar happatölur. Ætli líkurnar á að ég vinni séu ekki ansi litlar.“ GUÐMUNDUR ÞORVALDSSON „Ég kaupi oft miða, ekki bara þegar pott- urinn er margfaldur. Ég nota alltaf sömu aðferð, er með tvær raðir ákveðnar og svo bara sjálfval.“ UNNUR BRYNJA GUÐMUNDSDÓTTIR „Ég kaupi sjaldan Lottómiða og frekar ef hann er margfald- ur. Ég nota bara sjálf- val og kaupi bara einn miða. Ég held að líkurnar á að ég fái stóra vinninginn séu mjög litlar.“ Góð byrjun á skíðavertíð: Nýttu gott skíðafæri SKÍÐI Forsvarsmenn skíðasvæða voru ánægðir með aðsóknina í gær. „Á Akureyri hefur verið hláka en á sama tíma snjóaði hér í fjöllin og gerði gott færi enn betra,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðar- fjalli. „Ég held að þetta sé besta byrjun á skíðavertíð í þó nokkurn tíma.“ „Þetta fer ágætlega af stað og mun betri staða með snjó en ég hef séð í mörg ár,“ segir Ómar Skarphéðinsson, forstöðumaður á Hengilsvæðinu. Einn drengur fór á slysadeild eftir að hafa meiðst í Bláfjöllum. ■ ■ Bandaríkin SADDAM HUSSEIN Rauði krossinn vill fá að kanna aðbúnað hans eins og annarra stríðsfanga. HARALDUR JOHANNESSEN Leiðir baráttu gegn glæpasamtökum sem reyna að fóta sig á Íslandi. ÆVISAGNARITUN Þrír þekktir ævi- sagnaritarar eru sammála um að mikla umræðu um vinnubrögð Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar við gerð ævisögu Halldórs Laxness megi að hluta til rekja til þess að Hannes sé bæði þekktur og umdeildur í þjóðfélaginu. Á fundi Reykjavíkurakadem- íunnar greindu Þórunn Valdimars- dóttir, Viðar Hreinsson og Guðjón Friðriksson frá vinnubrögðum sín- um við ritun ævisagna, en þau eru öll kunn af slíkum verkum. Þau kváðust öll ánægð með þá umræðu sem átt hefur sér stað um meðferð heimilda og vinnubrögð við gerð fræðilegra bókmenntaverka á undanförnum vikum. Fundarmenn vildu ekki fella dóm yfir bók Hannesar. Guðjón Friðriksson sagði þó að sér sýnd- ist „í fljótu bragði“ að Hannes væri „alveg á mörkunum“. Þórunn sagðist telja að ekki væri til það listaverk sem ekki væri hægt að rífa niður og að það „versta sem maður [lendi] í [sé] að skrifa bók sem skarast inn á akur einhvers annars.“ Hannes var viðstaddur og lagði til við fundarmenn að haldin yrði ráðstefna um ævisagnaritun. Hann kvaðst hafa sent forseta heimspekideildar Háskóla Íslands bréf þess efnis og óskað eftir að- komu Reykjavíkurakademíunnar að slíkri ráðstefnu. ■ Ævisagnaritarar fagna umræðu um vinnubrögð ævisöguritara: Vilja ekki dæma bók Hannesar ÆVISÖGURITARAR Á RÖKSTÓLUM Þórunn Valdimarsdóttir, Guðjón Friðriksson og Viðar Hreinsson ræddu um vinnubrögð við ritun ævisagna á fundi Reykjavíkurakademíunnar í gær. „Starfið verður eflt á næstunni. 10,5%Helgina Meintir ræningjar: Í varðhaldi BANKARÁN Tveir menn sem voru handteknir seint í fyrrakvöld, grun- aðir um vopnað rán í SPRON í Há- túni á föstudag, hafa verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald. Mennirnir, sem eru fæddir árin 1986 og 1978, hafa áður komið við sögu lögreglu. Mennirnir voru mjög ógnandi og brutu meðal annars gler í einni gjaldkerastúkunni. Þeir fengu pen- inga afhenta eftir að hafa verið með ógnanir og læti. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.