Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 14
15SUNNUDAGUR 11. janúar 2004 þessu verkefni. Það var trausts- yfirlýsing sem hjálpaði til við áframhaldandi fjármögnun verk- efnisins.“ Í framhaldinu tók Landsbankinn svo að sér yfirum- sjón með fjármögnun verkefnis- ins. Þar með var hægt að hefjast handa. Björn leggur allt undir. „Ég varð að líftryggja mig fyrir 200 milljónir. Það var ein af kröf- um bankans. Þetta var langt og strangt ferli.“ Björn segir Lands- bankann koma mjög myndarlega að aðstöðu fyrir börn í stöðinni. „Þetta er náttúrlega mjög já- kvætt verkefni og bankinn sér í þessu ýmsa möguleika fyrir sig.“ Heilsurækt hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu áratugi. Þegar Björn stofnaði fyrstu líkamsrækt- arstöðina var ekki um auðugan garð að gresja. „Ég byrjaði sjálfur að æfa og fannst vanta fjör í þetta. Það var nú ástæðan fyrir því að ég fór út í þetta á sínum tíma.“ Fyrsta stöðin var í Skeif- unni 3 og áður en Björn vissi af var hann búinn að sprengja af sér húsnæðið. Þá var flutt í Skeifuna 19. Ekki leið á löngu þar til það húsnæði var sprungið og ný stöð opnuð í Fellsmúlanum. „Menn höfðu ekki mikla trú á þessu hjá mér í byrjun. Í hvert skipti sem ég hef fært út kvíarnar hafa margir verið á því að nú sé ég endanlega genginn af göflunum.“ Út úr svip hans má lesa að það komi honum ekkert á óvart að svipað sé uppi á teningnum nú. Fjölskyldan öll með Björn viðurkennir að hann sé þrjóskur og að hann hafi þurft á því að halda við uppbyggingu fyrirtækisins. Hann hefur ekki staðið einn, því með honum er konan hans, Hafdís Jónsdóttir, sem er hægri hönd hans og sér um leikfimi- og danstímana í stöð- inni. „Það má segja að öll fjöl- skyldan vinni með mér í þessu, bæði foreldrar og systkini.“ Hann segir hluta af því trausti sem byggst hafi upp kringum fyrir- tækið sprottinn af því að hann hafi gengið lengra í þjónustu en aðrir. „Ég var með opið allan sól- arhringinn um tíma og rak stöð- ina á Akureyri í langan tíma og tapaði á henni peningum allan tímann.“ Fyrir utan það að hafa verið vakandi fyrir nýjungum í líkamsrækt sé stuðningur fjöl- skyldunnar mikilvægur: „Það er stór partur af velgengninni að það eru allir í fjölskyldunni að fylgjast með því að hlutirnir séu í lagi. Svo hef ég verið mjög hepp- inn með starfsfólk.“ Björn segir að vel hafi spilast úr þessu. Húsnæðið í Fellsmúlan- um seldist á réttum tíma. „Gústi vinur minn í Adidas segir að það sé lukka yfir mér. Við veiðum stundum saman og hann segir að það sé sama hvar ég hendi út, það sé fiskur. Ég held það verði að fylgja í viðskiptum. Sumir eru heppnari en aðrir og hitta á réttan stað og stund.“ Vill þjóna öllum Menn reyna að hagnast í við- skiptum, en margt virðist benda til þess að lykilatriði þess að ná árangri sé að hafa trú og gaman af því sem menn eru að gera. „Mað- ur verður að hafa trú á því sem maður er að gera. Ég er kannski svo klikkaður, en peningarnir hafa ekki verið sýnin. Peningar veita manni ekki hamingju. Þeir veita manni frelsi til athafna. Mín sýn er að ég hef gaman af þessu og þetta er þjóðþrifaverk; að koma Íslendingum og þeim sem heimsækja okkur í þetta um- hverfi. Það er frábært að fá að vinna við það.“ Frelsið hefur verið vel notað. Byggingin og aðstaðan er glæsi- leg. „Mitt markmið hefur alltaf verið að þjóna öllum og með teng- ingunni við sundlaugarnar tel ég mig vera að ná til fleiri, sérstak- lega eldra fólks og barna. Ég vil ekki bara þjóna þeim sem líta vel út. Ég vil þjóna þeim sem þurfa á því að halda.“ Björn segist þegar sjá árangurinn af þessari stefnu en konum hefur fjölgað í við- skiptamannahópnum við opnun Lauga. Kynjahlutfallið er nokkuð jafnt, en karlar hafa verið um 70% af viðskiptavinunum. Mark- miðið er skýrt. Hver sem er á að geta notið sín í Laugum. „Hér er stefnt að því að allt verði til alls. Erlendur gestur sem kemur hing- að getur auðveldlega notið lífsins og gleymt sér hérna heilan dag.“ Átta dagar í umhugsun Í kjallaranum er helgidómur hússins. Baðstofan. Hún er byggð af miklum metnaði, og verk arki- tektsins og Sigurðar Guðmunds- sonar færa Laugar í annað veldi. Í senn bað og slökunarparadís og listræn upplifun. Verk Sigurðar eru samofin aðstöðunni og hús- næðinu. Í baðstofunni er meðal annars foss sem er sköpunarverk Sigurðar. „Ari Már kom til mín til þess að ræða við mig hvernig fossinn ætti að vera. Það vantaði að ákveða hvernig grjót ætti að vera í botninum svo hægt væri að setjast niður. Ég mundi eftir verk- um Sigurðar þar sem hann notar slípað granít. Mér datt í hug að hann ætti kannski afgangssteina.“ Björn hafði samband við Ara Erg- is Magnússon, sem gert hafði heimildarmynd um Sigurð. Sig- urður vildi sjá hvað verið væri að gera. Björn sýndi Sigurði í snjó og krapa hvar fossinn ætti að vera og reyndi að lýsa þessu fyrir honum. „Ég fann að Sigurður hafði áhuga á verkefninu. Ég held að það sé vegna þess að honum fannst ég nógu bilaður. Ég sagði honum að það væri ekki búið að hanna foss- inn og ef hann hefði áhuga þá mætti hann koma að því. Ég sagði honum líka að ég hefði ekki pen- inga til að borga fyrir þetta. Sig- urður sagði: „Ég ætla að hugsa um þetta aðeins; í átta daga.“ Eftir átta daga hringdi hann,“ segir Björn og hlær. Sigurður var búinn að leysa málið. Hann útvegaði granít frá Kína í baðstofuna og bauð Birni að hann gerði listaverkin og fengi umboðslaunin fyrir granítið fyrir vikið. Það varð úr og tryggir gest- um baðstofunar einstæða upplifun. Björn og samstarfsmenn hans náðu takmarkinu að opna Laugar um áramót. Þar mátti ekkert fara úrskeiðis. „Ég þakka það öllu því frábæra fólki sem vann með okkur að þessu.“ Hann lygnir aftur aug- unum í hægindastólnum í arinstof- unni. Meðvitundin um eigin líkam- lega vanrækslu kveikir lokaspurn- inguna. Hefðir þú haft þrek í þetta ef þú hefðir sjálfur ekki stundað líkamsrækt í öll þessi ár? Það er svolítil þögn. „Ég held ekki,“ segir Björn Leifsson glettinn. haflidi@frettabladid.is STUND MILLI STRÍÐA Annirnar undanfarið hafa ekki gefið Birni Leifssyni mörg tækifæri til að njóta slökunar í arinstofu Lauga. Þar er lögð áhersla á að gestir njóti hvíldar. Samtöl eru bönnuð ef fleiri en tveir eru í gufuböðum og arinstofu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.