Fréttablaðið - 14.01.2004, Page 10
10 14. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR
RIDDARALIÐSÆFING
Riddaralið indverska hersins æfir stíft
þessa dagana fyrir hátíðahöld Lýðveldis-
dagsins en 26. janúar halda Indverjar
daginn hátíðlegan í 54. skipti.
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna:
Stöðvuðu fisksendingar fyrir mistök
VIÐSKIPTI Matvæla- og lyfjaeftirlit
Bandaríkjanna stöðvaði í lok síðasta
árs, þrjár sendingar frá íslensku
fyrirtæki sem árlega flytur út tals-
vert magn af fiskafurðum til
Bandaríkjanna. Innihald gámanna
var skoðað en komst að lokum til
kaupendanna eftir talsverðar tafir.
Fyrir aðstoð aðalræðisskrifstofunn-
ar í New York hefur þetta nú verið
leiðrétt.
Í Stiklum, vefriti viðskiptaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins segir
að þegar framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins hafi grennslast fyrir um
ástæðu eftirlitsins, hafi komið í ljós
að fyrirtækið hafði lent á lista stofn-
unarinnar yfir framleiðendur vöru
sem við eftirlit hefði reynst salmón-
ellumenguð. Haft er eftir fram-
kvæmdastjóra útflutningsfyrirtæk-
isins að uppákoman hafi komið
nokkuð óvart. Mikilvægt hafi verið
að leiðrétta þennan misskilning
fljótt og vel, til að koma í veg fyrir
frekari skaða. Leiðrétting hafi þó
ekki fengist fyrr en starfsmenn að-
alræðisskrifstofunnar í New York
höfðu samband við matvæla- og
lyfjaeftirlit Bandaríkjanna. ■
Morðið ekki talið
vera nein tilviljun
„Ég er Tom Cruise,“ var það fyrsta sem Mijailo Mijailovic sagði við yfir-
heyrslur en réttarhöld yfir honum hefjast í Stokkhólmi í dag. Lögreglan
leggur ekki trúnað á að Mijailovic hafi ráðist á Önnu Lindh fyrir tilviljun.
SVÍÞJÓÐ Réttarahöldin yfir Mijailo
Mijailovic, sem játað hefur árás-
ina á Önnu Lindh, fyrrum utanrík-
isráðherra Svíþjóðar, hefjast í
Stokkhólmi í dag. Þar með er
þungu fargi létt af sænsku þjóð-
inni og ekki síst lögregluyfirvöld-
um sem rannsakað hafa málið í
skugga óleystrar morðgátu vegna
morðsins á Olof Palme, fyrrum
forsætisráðherra Svíþjóðar.
Í upphafi var talið að um póli-
tískan glæp væri að ræða, sem
ætti rætur að rekja til umdeildrar
þjóðaratkvæðagreiðslu um upp-
töku evrunnar í Svíþjóð, en síðan
hurfu þær getgátur af yfirborðinu
eftir að Mijailovic var handtek-
inn. Í staðinn var leitað svara við
þeirri spurningu af hverju hann
fékk að ganga laus vegna alvar-
legra geðrænna vandamála.
Í ákæruskjölum, sem lögð voru
fram á mánudaginn, kemur fram
að Mijailovic hafi verið á sterkum
geðlyfjum og sjálfur segist hann
hafa verið langt niðri dagana fyrir
árásina. Hann segist hafa gert ár-
angurlausa tilraun til þess að leita
sér hjálpar í geðathvarfi í Stokk-
hólmi í byrjun september en ekki
fengið að hitta geðlækni og verið
vísað frá. Það hafi orðið til þess að
hann fylltist depurð og vonleysi
sem leiddi til svefnleysis í þrjá til
fjóra sólarhringa fyrir árásina.
Við yfirheyrslur hefur
Mijailovic gert mikið úr geðtrufl-
unum sínum og stöðugt gagnrýnt
sænskt heilbrigðiskerfi fyrir að
sinna ekki geðsjúkum. „Ég er Tom
Cruise,“ var það fyrsta sem hann
sagði við yfirheyrslur og þegar
honum var tjáð að hann hefði rétt
til þess að velja sér verjanda,
svaraði hann: „Tom Cruise mun
verja bróður minn“.
Hann segir að það hafi verið
hrein tilviljun að hann réðist á
Lindh og að innri rödd hafi skipað
sér það. Lögreglan leggur lítinn
trúnað á þessa sögu og segir að
Mijailovic hafi elt Lindh um versl-
unarmiðstöðina í að minnsta kosti
14 mínútur áður en hann réðist á
hana. Þá fullyrðir afgreiðslukona
í vöruhúsinu að hún hafi heyrt
Mijailovic segja við Lindh: „Þú
hefur fengið það sem þú áttir skil-
ið“.
Þá bætir það ekki málstað
Mijailovics að hann var klæddur
skotheldu vesti þegar hann réðist
á Lindh og hafði sótt kosninga-
fund leiðtoga Þjóðarflokksins
daginn fyrir árásina. ■
STJÓRNMÁL „Skipulagið á mínum
nýja vinnustað er afar sérkenni-
legt og alls ekki í takt við ís-
lenskt samfélag. Fyrirtæki inn-
an einkageirans gengju ekki til
lengdar ef starfshefðir og skipu-
lag Alþingis yrði tekið til fyrir-
myndar,“ segir Katrín Júlíus-
dóttir, þingmaður Samfylkingar-
innar, sem er þeirrar skoðunar
að jólaleyfi og sumarfrí þing-
manna séu alltof löng.
Hún telur vinnubrögðin líða
fyrir skipulag stofnunarinnar og
segir fyrirkomulagið til að mynda
vera mjög óheppilegt fyrir fjöl-
skyldufólk, aldrei sé hægt að slá
því föstu hversu langur vinnu-
dagurinn verði og skorpurnar séu
oft langar og strangar.
„Mér fyndist eðlilegra að þing-
ið starfaði yfir lengri tíma ársins
og tel að það yrði í betri takti við
atvinnulífið.“ ■
Jón Ólafsson gegn forsætisráðherra:
Meiðyrðamálið
fyrir dómstóla
DÓMSMÁL Stefna, Jóns Ólafssonar
kaupsýslumanns á hendur Davíð
Oddssyni forsætisráðherra,
vegna ummæla
sem hann hefur
látið falla í fjöl-
miðlum um sölu
Jóns á eignum
sínum á Íslandi,
var þingfest í
H é r a ð s d ó m i
Reykjavíkur í
gær.
Fyrir Davíðs
hönd mætti Ei-
ríkur Elís Þor-
láksson héraðs-
dómslögmaður. Hann bað um átta
vikna frest til að skila greinar-
gerð og var því ekki mótmælt.
Lögmaður Jóns er Sigríður Rut
Júlíusdóttir.
Í stefnunni krefst Jón þess að
ummæli for-
sætisráðherra í
Ríkisútvarpinu
21. nóvember
og Morgunblað-
inu daginn eftir,
verði dæmd
dauð og ómerk.
Í báðum tilfell-
um ræddi for-
sætisráðherra
um meint skatt-
svik Jóns og
rannsókn yfir-
valda á þeim og aðkomu Kaup-
þings - Búnaðarbanka á sölu eigna
hans. ■
JÓN ÓLAFSSON
Krefst að Davíð verði
dæmdur til greiðslu
sektar.
DAVÍÐ ODDSSON
Lögmaður hans fékk
átta vikna frest til að
skila greinargerð.
HAROLD SHIPMAN
Shipman játaði aldrei á sig morðin.
„Doktor dauði“ allur:
Hengdi sig í
klefanum
BRETLAND Breski læknirinn,
Harold Shipman, sem dæmdur
var í lífstíðarfangelsi árið 2000
fyrir að myrði fimmtán sjúklinga
sína, fannst hengdur í fangaklefa
sínum í Wakefield-fangelsinu í
gærmorgun.
Shipman var fundinn sekur um
morðin þegar hann starfaði sem
læknir í Hyde á Stór-Manchester-
svæðinu og mun hann hafa
sprautað sjúklingana með ban-
vænum skammti af heróíni.
Seinna kom í ljós, eftir áfram-
haldandi rannsókn, að hann hefði
líklega myrt allt að 260 manns á
rúmlega 23 ára starfsferli í Hyde
og Todmorden í Vestur-Yorkshire
á árunum 1975–1998. ■
AFHENDIR SKIPUNARBRÉF
Ómar R. Valdimarsson hefur tek-
ið við hlutverki ræðismanns El
Salvador á Íslandi og afhent
stjórnvöldum skipunarbréf sitt.
Ómar er framkvæmdastjóri Ís-
lenskra almannatengsla og er
ræðisskrifstofan til húsa í hús-
næði fyrirtækisins að Laugavegi
66 í Reykjavík.
STÖÐVAÐ Í BANDARÍKJUNUM
Skömmu fyrir áramót stöðvaði matvæla- og
lyfjaeftirlit Bandaríkjanna þrjár sendingar frá
íslenskum fiskútflytjanda. Útflytjandinnn lenti
fyrir mistök á lista stofnunarinnar yfir fyrirtæki
sem framleiddu salmonellumengaðar vörur.
■ Ræðismaður
Innri friður á nýrri öld
Nýtt Biblíunámskeið
Nýtt og athyglisvert námskeið um líf og boðskap Jesú Krists verður haldið í
safnaðarheimili Boðunarkirkjunnar að Hlíðasmára 9, Kópavogi.
Það verður á miðvikudögum kl. 20:00 og byrjar 21. janúar. Leiðbeinandi verður
Dr. Steinþór Þórðarson sem mörgum er kunnur af fyrri námskeiðum um efni
Biblíunnar. Innritun stendur yfir í síma 564-6268 og 861-5371.
Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.
Hjartasjúklingar:
Vilja fá
endurgreitt
HEILBRIGÐISMÁL Landssamtök
hjartasjúklinga telja að Trygginga-
stofnun ríkisins geti ekki vikist
undan skyldum og ábyrgð þegar
kemur að endurgreiðslum vegna
sérfræðiþjónustu til sjúklinga, að
því er fram kemur í yfirlýsingu
frá stjórn samtakanna.
Stjórnin telur fordæmi fyrir því
að Tryggingastofnun ríkisins greiði
hluta kostnaðar þrátt fyrir að
samningar hafi ekki verið í gildi.
Þannig hafi Tryggingastofnun tekið
þátt í kostnaði sjúklinga við heim-
sóknir til sjúkraþjálfara. ■
Skipulag Alþingis:
Úr takt við samfélagið
Nýr björgunarbúnaður:
Hugmyndin
mjög góð
ÖRYGGISMÁL Hermann Guðjónsson
siglingamálastjóri segir að gögn um
prófanir á nýstárlegum björgunar-
búnaði, sem Þorbjörn Friðriksson
uppfinningamaður hefur unnið að,
hafi borist fyrir helgi.
Búnaður Þorbjörns er sagður
henta einkar vel fyrir smærri báta
og segir Hermann að vonir séu
bundnar við að hægt sé að breyta
reglugerðum ef niðurstöður tilraun-
a verði góðar. „Hugmyndin er mjög
góð og ég held að það megi segja að
ef niðurstöður þessara tilrauna
verða góðar þá sé fullur vilji hjá
okkur og hagsmunaaðilum að gera
tillögu um að þetta verði notað fyrir
minni bátana,“ segir Hermann. ■
MIJAILO MIJAILOVIC
Mijailovic var í skotheldu vesti þegar hann réðist á Lindh.
VALT NIÐUR BRATTA HLÍÐ Öku-
maður missti stjórn á bifreið
sinni með þeim afleiðingum að
hún fór út af veginum og rann 36
metra niður hlíð á Norðfjarðar-
vegi til móts við Grænafell í
Reyðarfirði. Tvær konur og ungt
barn voru í bílnum en þau sakaði
ekki. Bíllinn er mikið skemmdur.
■ Lögreglufréttir