Tíminn - 05.08.1971, Side 2

Tíminn - 05.08.1971, Side 2
2- TÍMINN FIMMTUDAGUR 5. ágúst 1971 Hornstrandir vinsælar hjá ferðaiöngum / SJ—Reykjavík, þriðjudag. Hornstrandir hafa verið vin- sæll staðuj meðal ferðamanna í sumar. Við vitum um nokkra fámenna hópa einstaklinga, sem farið hafa þangað og ferðazt um gangandi og á bátum. Ferða félag íslands hefur einnig þeg'- ar efnt til tveggja ferða á Hornstrandir í sumar og sú þriðja, sem stendur í 11 daga, verður farin nú í ágúst. Far- arstjóri verður Jón ísdal oí? í tengglum við þessa ferð gefst fólki einnig kostur á að skjót ast í styttri ferð (4 daga) norð ur í Furufjörð með bíl og síð- an bát og til baka aftur. Fyrir rúmum hálfum mánuði var mikið fjölmenni í Aðalvik á Hornströndum. Þar var ætt- armót háö, og tóku þátt í því um 120 manns. Mikill hluti þessa fólks var afkomendur konu í Keflavík, og voru þeir þó engan veginn allir þarna saman komnir, því hún á eitt- hvað á þriðja hundrað niðja á lífi. Þá ætlaði Hjálmar Bárðar- son siglingamálastjóri, að leggja upp í ferðalag um Jökulfirði og Hornstrandir nú upp úr mán aðamótunum ásamt einum eða tveimur mönnum öðrum. Þeir eru allir áhugaljósmyndarar og bera með sér ljósmyndaút- búnað, auk matar og viðlegu- búnaðar. í viðtali við Tímann fyrir skömmu sagðist Hjálmar vera að fara þetta til að fá sér ferkst loft. Hann hefði dálæti á þessum landshluta, en hefði ekki komið þangað síðan 1939 og hlakkaði til að endurnýja þau kynni. Laxinn hríðfellur í Varmá ÞS—Hveragerði, miðvikudag. I í dag tóku menn eftir því, að laxinn hrundi niður í Varmá og I Á Hótel Loftleiðum sitja um sjö- tíu fulltrúar, sem komnir eru hingað á vegum félaga Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum til að rökræða um mengun og áhrif hennar, og hvaða ráð séu tiitæk til að draga úr henni. Þessi sjötíu manna hópur hefur dvalið hér við rökræður sínar og erindaflutning síðan á sunnudag. Ráðstefnan er ein í hópi þeirra, sem áhugamenn um aukinn ferðamanna- straum til landsins líta svo hýru auga. Satt er það að þarna er um sjötíu manns að ræða, en ráðstefnu- haldið sjálft hefur þótt heidur fá- tæklegt hjá þeim, sem' um það áttu að sjá. Íslenzki aðilinn er félag S.þ. á íslandi. Formaður þess setti ráð- stefnuna, en síðan mun hann hafa orðið að fara úr landi vegna starfa síns. Ekki tókst betur til en svo, að framkvæmdastjóri íslenzka fé- lagsins er nú rúmliggjandi, og mun ekki hafa haft nein teljandi afskipti af ráðstefnunni, þar sem hann mun hafa álitfð að formaðurinn hefði tekið málið að sér. Ræðumenn, sem af Islendinga hálfu áttu að flytja erindi á ráðstefn- unni, heltust úr lestiinni á síðustu stundu, en þeir ræðumenn, sem fer.gnir voru til að hlaupa í skarðið, hafa, vegna ókunnugleika, dottið í þann pott að flytja erindi um atriði, sem búið var að fjalla um áður af einhverjum fulltrúum frá hinum Norðurlöndunum. Ráðstefnan hefur haldið svona áfram við vaxandi undr- un fulltrúanna, sem vclta því fyrir sér hvort haldið verði nokkurt loka- hóf á föstudaginn, þegar ráðstefn- unni lýkur. Hér á landi hafa lön.g og ströng mengunarmál staðið undanfarin ár, og víst. er, að hér er mikill áhugi á því að hindra mengun, hvernig sem til tekst um þessa ráðstefnu. Þá þykir okkur mikill fengur að ráð stefnum, vegna fjölda þeirra gesta, sem þeim fylgja óneitanlega. En það liggur auðvitað í augum uppi, að sé ákveðið að halda ráðstefnur hér, þá verða þær að hafa upphaf og endi. Ráðstefnur eru ekki eins og skemmtiferðaskip, sem afgreidd eru með einni Gullfoss-Geysis-ferð áður en blásið er til brottferðar. Þær virðist mikið af 5—6 punda laxi dautt í ánni. Einnig er mikið dautt af silungi. Hjörtur Jó- kalla á málsmeðferð og niðurstöð- ur, og jaínvel ályktanir. AHt er þetta bölvað puð, sem þoir losna við, sem einungis sinna hreinrækt- uðum túristum. Ekki þyklr gott að skilja við túrista svífandi í lausu Iofti, en þó fer enn verr þegar heil- ar ráðstefnur eru látnar svífa með himinsikautum. Við höfum haff tilh.neigin.gu til a'ð trúa þvi, a'ð ísland væri eitt mesta dýrðarinnar land undir ráð- stefnur. Og einhver ætti að efna til iokahófs, til að halda við þénanleg- um orðrómi um homaskvaMur og aðira raust. Það sfldptir kannski meira máli en álybtanir og niður- stöður. Þær gætu líka snúizt okkur í óhag fyrst svo bölvanlega vill til, að gestir okkar eru að þinga um mengun. Það er nefnilega aldrei að vita nema þeir kynnu að álykta sem svo að hér hafi þeir rekizt á afbrigði sem etoki finnist í lofti eða á láði eða í legi. Raddir vorsins heyrist að vísu enn, en hins vegar fyrirfinnist hvergi þeir tónar klingj- andi orðgnóttar, sem einkum haldi uppi ráðstefnum. hannsson í Laugaskarði, mun fyrst hafa orðið var við þetta, er hann var að fara til vinnu sinnar. Tók hann allt í einu eft- ir því, að dauður lax var hingað og þangað í ánni. Fóru menn nú að athuga málið betur og kom í ljós, að mest ber á þessu á svæðinu frá Reykja- fossi og niður undir Náttúru- lækningahælið. Það virðist bara vera stærsti fiskurinn sem drepst; sá minni unir vel lífinu í ánni, a.m.k. enn sem komið er. Fljótt á iitið koma til greina tvær á- stæður. Sú fyrri er að áin er mjög lítil um þessar mundir og í hana rennur afrennsli frá hverunum og gæti það truflað lífsskilyrðin í ánni. Hin tilgát- an er sú, að frárennsli frá ull- arþvottastöðinni gæti innihaldið einhvern óþverra, sem fiskur- inn þolir ekki, og má benda á að frárennsli frá ullarþvotta- stöðinni kemur í ána við Reykjafoss, en ekkert hefur borið á laxadauða ofan við foss inn. Eldur á Sögu SB-Reykjavík, miðvikudag. Slökkviliðið var kallað að Hótel Sögu í dag, og lagði mikinn reyk út um glugga á 5. hæð, þegar það kom á staðinn. Reyk-kafari fór inn og reyndist þetta vera herbergi 512 og þar var kviknað í gluggatjöldum. Litlar skemmdir urðu, nema á gluggatjöldunum og gólfteppi. Svarihöfði. Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚIVXMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688 Þegar ráðstefnur fara með himinskautum. Víta skipun manna í stjórn LÍN Blaðinu hefur borizt ályktun frá stjórnum SHÍ og SÍNE, vegna Lánasjóðs íslenzkra námsmanna, þar sem vítt eru vinnubrögð frá- farandi menntamálaráðherra varð andi skipun manna í stjórn LIN. Fer ályktunin hér á eftir og síðan svar Gy|fa Þ. Gíslasonar fyrrver- andi menntamálaráðherra. „Fyrrverandi menntamálaráð- herra, Gylfi Þ. Gíslason, skipaði hinn 9. júlí tvo aðalmenn og tvo til vara í stjórn L.Í.N. til fjögurra ára skv. eigin tilnefningu. Af þessu tilefni gera stjórnir S.H.Í. og S.Í.N.E. eftirfarandi ályktun: 1) Stjórn SHÍ og SÍNE víta þau vinnubrögð ráðherrans, að hann skyldi taka svo mikilvæga ákvörðun þegar sýnt var, að hann myndi ekki sitja áfram í ráð- herrastóli nema örfáa daga. Að okkar skilningi er það nauðsyn- legt eðlilegri starfsemi Lánasjóðs að fulltrúar ríkisstjórnarinnar í sjóðsstjórn standi undir því nafni, þ.e. að þeir njóti fulls trausts viðkomandi ráðherra á hverjum tíma. 2) Annar umræddra fulltrúa skai skv. lögum „valinn með hlið- sjón af kunnugleika á námi og högum þeirra námsmanna sem eigi eru stúdentar". Síðan lögin voru sett hafa aðstæður breytzt, þannig að nú er vöj á slíkum mönnum úr hópi námsmanna sjálfra, t.d. meðal nemenda Tækniskólans og fl. skóla. Með því að sniðganga þennan möguleika teljum við að ráðherra h'afi brotið gegn tilgangi laganna. 3) Stjórnir SHÍ og SÍNE skora á þá menn, sem ráðherra hefur skipað í sjóðstjórn, sem og vara- menn þeirra, að segja af sér þessu starfi svo að unnt verði að skipa stjórnina í samræmi við lýðræðis- reglur. Stjórnir SHÍ og SÍNE fela varaformanni SHÍ og formanni SÍNE, að koma þessari áskorun á framfæri við rétta aðila með bréfum. 4) Ef þessi áskorun ber ekki árangur fyrir 15. ágúst n.k. álykta stjórnir SHÍ og SÍNE að fulltrúar þeirra skuli leggja niður störf í stjórn Lánasjóðs þar til lausn fæst á þessu máli. F.h. stjórna SHÍ og SÍNE Sigurmar K. Albertsson Þröstur Ólafsson.“ „f tilefni af ályktun, sem stjórn ir Sambands íslenzkra námsmanna erlendis og Stúdentaráðs hafa gert og birt hefur verið í fjölmiðlum, óska ég að taka þetta fram: Lögum samkvæmt er stjórn Lánasjóðs skipuð sex mönnum, og eru fjórir þeirra tilnefndir af eftir töldum aðilum: Fjái-málaráðherra, Háskólaráði, Stúdentaráði og Sam bandi íslenzkra námsmanna erlend is. Menntamálaráðherra skipar tvo og skaj annar þeirra vera full- trúi íslenzkra námsmanna erlend- is, annarra en stúdenta, en hinn formaður stjórnarinnar. Núverandi formaður, Gunnar Vagnsson, framkvæmdastj., vann mikið starf að undirbúningi fyrstu löggjafarinnar um lánasjóð stúd- enta á árunum eftir 1950. Þegar fyrst voru sett lög um lánasjóð íslenzkra námsmanna erlendis 1960, vann hann einnig að undir- búningi þeirra. Hann átti enn- fremur mikinn þátt í samningu löggjafarinnar um þá heildarskip- un á lánamálum íslenzkra náms- manna, sem komi'ð var á 1967, og enn er í gildi ,og hefur hann verið forma'ður sjóðsstjórnarinnar síðan og Torfi Ásgeirsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu vara- forma'ður. Ári'ð 1967 var Erling Garðar Jónsson tæknifræðingur, skipa'ður fuljtrúi annarra náms- manna en stúdenta og Páll Sæm- undsson tæknifræðingur varamað- ur hans. Baldvin Tryggvason fram kvæmdastjóri hefur síðan 1967 verið fulltrúi fjármálaráðherra, en hann hafði áður fjallað um þessi mál í menntamálaráði. Breyting hcfur orðið á fulltrúum anarra aðila. Hinn 28. júní s.l. tjáðu embættis menn í menntamálaráðuneytinu mér, að þann dag væri skipunar- tími stjórnarinnar útrunninn. Hins vegar þyrfti þegar að taka ýmsar ákvarðanir, svo að hraða þyrfti skipun í stjórnina. Á þeim degi gat engum verið Ijóst að skipan nýrrar ríkistjómar væri alveg á næsta leiti. Ég vildi ekki bera ábyrgð á því, að stjómin sæti umboðslaus og ákvarðanir yrðu ekki teknar eða síðar vé- fengdar af þessum sökum. Ákvað ég því að skipa sömu menn og áður hefðu setið í stjórninni, nema hvað ég breytti um röð aðalmanns og varamanns, hvað snerti fulltrúa annarra námsmanna en stúdenta, þar eð aðalmaðurinn var fluttur úr borginni. Þessi ákvörðun var tilkynnt stjórnarmönnum, þótt ekki hafi verið gcngið frá skipun- arbréfum fyrr en 9. júlí. Þessar skipanir eru að sjálfsögðu lög- mætar og í fullu gildi. Ef ég hefði ekki skipað fulltrúa í stjómina, eftir að athygli hafði verið vakin á því, að umboð hennar væri fall- ið úr gildi, hefði með réttu mátt finna að því. Ég hefi aldrei heyrt eða séð neina opinbera gagnrýni á skipun fulltrúa menntamálaráðuneytisins í stjórn Lánasjóðsins, enda er Gunnar Vagnsson tvímælalaust sá maður, sem mest hefur unnið að lánamálum íslenzkra námsmanna og gleggsta þekkingu hefur á þeim. Hins vegar tel ég, að nauð- synlegt sé, að fulltrúar ráðuneytis í stjórn slíkrar stofnunar njóti trúnaðar þess ráðherra, sem stofn unin heyrir undir. Til þess að taka af hugsanleg tvímæli um það, hvort það á sér stað í þessum tilfellum eða ekki, fór ég þess á lcit við Gunnar Vagnsson og Pál Sæmundsson, ásamt varamönnum þeirra, að þeir veiti eftirmanni mínum kost á að skipa aðra menn í þeirra stað, ef hann óskar þess. Tjáði ég honum þetta í gær (þriðjudag) eða áður en hvorki ég né hann vissum um samþykkt þá, sem getið er í upphafi. Reykjavík 4. ágúst 1971 Gylfi Þ. Gíslason." r---—------------------------—-—■ i Héraðsmót Framsóknar- manna í V-Skaftafellssýslu Héraðsmót Framsóknar- Ávarp og ræðu flytja Einar manna í V-Skaftafellssýslu verð Ágústsson, utanríkisráðherra, ur haldið laugardaginn 7. ágúst og Jón Helgason, bóndi Seglbúð í Leikskálum, Vík í Mýrdal, ög um. Þrjú á palli skemmta. — hefst kl. 21,00. Kátir félagar leika fyrir dansi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.