Tíminn - 05.08.1971, Side 9

Tíminn - 05.08.1971, Side 9
#IMMTUDAGUR 5. ágúst 1971 TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson EUtstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb). Jón Helgason, LndriBt G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Rit Etjómarskrifstofur 1 Edduhúsinu, simar 18300 — 18306 Skrif- stoiur Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingaslmi: 10523 AOrar skrifstofur simi 18300. Askriftargjald kr 195.00 á mánuði innanlands t lausasölu kr 12,00 elnt. — Prentsm Edda hí Lífsrétturinn Utanríkisráðuneytið hefur nú í undirbúningi að hefja öfluga herferð til kynningar á málstað íslendinga í land- helgismálinu og stefnu ríkisstjómarinnar um útfærslu. fiskveiðilögsögu íslands í 50 sjómílur á næsta ári. Sjálfstæðisbarátta líðandi stundar og komandi tíma er og verður fólgin í því að tryggja íslendingum sjálfum óskoruð yfirráð yfir landinu sjálfu og gæðum þess. Auð- æfi fiskimiðanna á landgranninu eru þar óaðskiljanleg- ur hluti. Hluti þessarar sjálfstæðisbaráttu er að kynna öðrum þjóðum sem bezt rök okkar og málstað, sem helgast af lífsnauðsyn þjóðarinnar, því að á íslandi verð- ur lítt byggilegt, ef fiskimið landgrunnsins verða eyði- lögð og íslendingar njóta ekki þess arðs, sem þar hefur verið að fá og verið hefur langsamlega stærsti skerfur í okkar þjóðarbú. Það er út af fyrir sig rétt, að einhliða útfærsla fisk- veiðilögsögu skapar ekki ein sér alþjóðalög, nema síðari viðurkenning og marghliða samningar fylgi- En slík ein- hliða útfærsla getur, ef rétt er á haldið, skapað slíkan þjóðarétt, og þá er rétt að menn muni, að það, sem tal- ið var óalandi og óferjandi 1958, hefur nú hlotið al- þjóðlega viðurkenningu. Með Genfarsamningnum frá 1958 er í fyrsta sinn lögfestur sérréttur strandríkis að því er varðar fiskveiðar og vemdun fiskimiða við strend- ur ríkja. Það er rétt að undirstrika, að þar er viður- kenndur einhliða réttur. Verður að telja, að þar hafi sérstaða og sérréttur strandríkis þegar hlotið viðurkenn- ingu sem þjóðréttarregla. Hitt er alveg ljóst, að ef á heildina er litið, ríkir alger réttaróvissa um stærð land- helgi. Hagsmunimir eru ólíkir og mjög víða gera menn ekki greinarmun á landhelgi og fiskveiðilögsögu. M.a. þar ríkir veruleg óvissa, sem ráðstefnunni 1973 er ætl- að að skera úr. í þeirri erfiðu baráttu, sem framundan er, er það grundvallaratriði, að við höfum sjálfir mark- að ákveðna stefnu, sem nú er ákveðið að kynna sem öfl- ugast eftir öllum færum leiðum. Þá fyrst verður tekið mark á okkur, að viðsemjendur okkar viti hvað við viljum, en að við komum ekki til þess eingöngu að spyrja um þeirra afstöðu. Kynningar- starfseminni sjálfri verður að breyta frá því, sem fyrri ríkisstjórn hélt á málum. Hún aðhafðist harla lítið að því er virðist við að kynna sjónarmið okkar í landhelgis- málum. Hér duga engin vettlingatök og við megum einskis láta ófreistað til að koma sjónarmiðum okkar og rökum fyrir lífsrétti þjóðarinnar á framfæri, jafnt hjá þeim þjóðum, sem við teljum okkur velviljaðar, og ekki síðwr hjá þeim, er í upphafi lýsa yfir andstöðu við stefnu okkar. Ekki sízt þar er mikilvægt að ná til leið- andi stjórnmálamanna í stjórn og ekki síður stjómar- andstöðu og einnig til hvers kyns erlendra fjölmiðla. Alls staðar verðum við að leggja áherzlu á algjörlega sérstaka aðstöðu okkar, fámennrar þjóðar, sem á allt sitt undir verndun og viðhaldi fiskistofnanna við strend- ur landsins og um leið eigum við að kynna sögu okkar og menningu- Þetta verður vissulega ekki auðvelt verk, en það verður ekki unnið nema með virkri forystu og skipulögðum vinnubrögðum- Það er líka kominn tími til að utanríkisþjónustan takist á við úrlausnarefni, sem em í raunverulegum tengslum við líf fólksins í landinu. Úti um allan heim og meðal forystumanna allra landa era menn, sem era reiðubúnir til að hlusta á röksemdir okk- ar, en þeir vilja fá að vita hvað við viljum og hvers vegna. - 'Tí Forustugrein úr The Washington Post: Sovétríkin, Bandaríkin og Kína verða öll að leggjast á eitt Stjórnir þessara þriggja ríkja geta í sameiningu knúið Pakistani til að breyta um stefnu og koma innanlandsmálunum í eðlilegt horf að nýju. Aðrir geta það ekki Ungur flóttamaður, sem kóleran hefur yflrbugað á förnum vegl. MANNKYNIÐ horfir á meiri eyðileggingu og hörmungar í Pakistan en dæmi eru um nokkurs staðar annars staðar síðan á mektardögum Hitlers, — og „horfir á“ er nákvæm- legt rétt til orða tekið. Hundr- uð þúsunda manna hafa látið lífið og milljónir manna flú- ið land, en íbúar umheimsins hafa lítið aðhafzt annað en að horfa á í lamandi hryllingi, andvarpa af meðaumkun með fórnardýrunum og bjóða hin- um ölmusu, sem sloppið hafa lifandi. Þeir hafa ekki einu sinni aðhafzt neitt til þess að reyna að koma í veg fyrir háskavaldinn í sambúð þjóð- anna, eða flótta skelfdra Pak- istana til Indlands. Hörmungar borgarastyrjaldarinnar í Nig- eríu eru þó svo skammt að baki, að eðlilegt hefði verið að gera sér vonir um, að þjóðim- ar hefðu verið við því búnar að koma í veg fyrir endurtekn- ingu, — andlega viðbúnar að minnsta kosti. En því er ekki að heilsa. Stórveldin, sem eiga hags- muna að gæta á Indlandsskaga. hafa ekki fengist til að gera hlé á eiginhagsmunastreitunni til þess að draga úr hinni mann legu neyð. Sennilega eiga Rúss ar þar minni sök en aðrir. Pakistan skiptir þá ekki svo ýkja miklu máli, en þeir hafa notað neyð íbúa þess til þess að styrkja aðstöðu sína meðal Indverja. Kínverjar hafa hins vegar tekið þann kost að bíða hentugs tækifæris. Þeir hafa afneitað almennri byltingu Bengala gegn órétti og kúgun, en hvatt ríkisstjórn Pakistan til að kveða hana niður og jafn vel heitið henni stuðningi ef til afskipta kæmi erlendis frá, og er þá átt við Indverja. STEFNA bandarfsku ríkis- stjórnarinnar er þó ef til vill enn hryggilegri — fyrir Banda- ríkjamenn. Stjórnin hefir hald- ið áfram að senda vopn til Pakistan og farið fram á, að þingið samþykkti aukna efna- hagsaðstoð, sem það hefir til þessa synjað um. Þetta hefir hún gert af „hernaðarástæð- um“, sem eru raunar í því einu fólgnar, að hernaðarbandalag við Pakistan er gömul og úrelt venja, og undir því yfirskyni, að geta í góðri vinsemd beint ríkisstjórn Pakistana á heppi- legri og hófsamari braut. Þess hefir þó ekki sézt minnsti vottur, að Pak- istanar hafi látið sig nokkru skipta þær hvatningar, sem einstakir Bandaríkjamenn kunna að hafa komið á fram- færi í einkasamtölum. Síður en svo. Flóttinn heldur áfram og um tuttugu þúsund manns flýr dag hvern, en Bandaríkjamönn um er nlmennt gefið að sök, að þeir auki á upplausnina með því að styðja við bakið á Pakistönum. HVAÐA úrræði eru tiltæk? Um tvo kosti virðist vera að ræða. Annar þeirra er styrj- öld milli Indverja og Pakist- ans. Hún er meira að segja sennileg þegar þess er gætt hve innlendir menn leggja hart að ríkisstjórnum beggja þjóðanna. Stefna ríkisstjórnar Pakistans hrekur þegnana á flótta yfir Jandamærin, en Ind- verjar ýta undir uppreisn Ben- gala. Þetta gæti hvenær sem er valdið víðtækari átökum. Slík styrjöld yki að sjálfsögðu mjög á hörmungar íbúanna á Ind- landsskaga og um leið á stjórn- málaspennuna í þríhyrningn- um Moskva—Peking—Was- hington. En hvað sem því líður yrði styrjöld til þess, að gefa U Thant og alþjóðasamtökun- um, sem hann veitir forstöðu, tækifæri til að snúast gegn kúg un Pakistans og vandanum, sem hún veldur. Við allra aug um blasir mannfall úr hungri og kóleru, sennilega umfangs- mesti landflótti á síðari tímum og yfirvofandi hætta á styrjöld. Samt sem áður hefur ekkert af þessu nægt til þess, að U Thant og Sameinuðu þjóðirnar hæfust handa. Ef hins vegar að fáeinir einstaklingar einnar þjóðar féllu fyrir kúlum her- manna annarrar þjóðar kæmi öryggisráðið sennilega saman og hina þunggenga vél alþjóð- legrar málamiðlunar og vanda- þófs kynni að fara í gang. HINN kosturinn getur því aðeins komið til greina að okk- ar áliti, að stjórnir Bandaríkj- anna, Sovétríkjanna og Alþýðu lýðveldisins Kína skori sameig inlega á ríkisstjórn Pakistan eða samtímis hver í sínu lagi. Þær yrðu að biðja Pakistani að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma á eðlilegu ástandi að nýju og bjóða fram aðstoð sína við það. Þetta er ærið tor- velt og raunar að því er virð- ist ómögulegt eins og horfir. Erfitt er að gera sér í hugar- lund álengdar, hvernig banda- rísk — sovézk — kínverskum þrýstingi verði við komið, og eflaust ekki síður erfitt fyrir þá, sem nær standa. En samt sem áður liggur í augum uppi, að ríkisstjórnir þessara þriggja ríkja, — og þær einar, — búa yfir nægilegum áhrifamætti til þess að knýja Pakistani til stefnubreytingar. Vandinn er í því fólginn, hvernig eigi að koma samvinnu þeirra í kring. Vitaskuld geta embættis- menn og stjórnmálamenn sýnt fram á tylft ómótmælanlegra raka fyrir því, að uppástunga um slíka samvinnu sé óraun- hæf og hún sé óframlcvæman- leg. Hún yrði að byggjast á því, að þrír afar aðgætnir og var- færnir keppinautar leggðust á eitt með þeim hætti, sem aldrei hefur áður gerzt, og það ein- mitt á landsvæði, sem þeir keppa ákaft um til áhrifa. Rökin, sem að því hníga að tilraunina beri að gera, eru þó afar einföld: Hún gæti forðað tíu, tuttugu eða jafnvel átta- tíu milljónum manna frá óbæri legum þjáningum í viðbót við það, sem þegar er orðið, — og mörgum þeirra efalaust frá líf- láti. Hugmyndin kann að virð- ast fáránleg og fjarstæðu- kennd. en einskis má látA ófreistað til þess að reyna að draga úr áhrifum harmleiksins, í Pakistan. Ætli Bandaríkja- stjórn ekki að leggja eitthvað jákvætt að mörkum ætti hún að minnsta kosti að láta af allri aðstoð við Pakistani, hversu lítil sem hún kann að vera.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.