Tíminn - 05.08.1971, Side 16
Wkχm
Fimmtudagur 5. ágóst 1971.
Seldu fyrir
44 milljónir
5>ó-Reykjav£k, miðvikudag.
í síðustu viku seldu alls 56
skip síldarafla í Danmörku og
Þýzkalandi, þar af seldu 54 i
Danmörku, en aðeins 2 í Þýzka
landi. Heildarafli skipanna var
3.060 lestir, og meðalverðið á
i síldinni sem fór til manneldis
/ var kr. 15,78, en ef sú síld sem
fór í bræðslu, og makríll, eru
tekin með, þá var meðalverðið
krs 14,94. Fyrir þessar 3.060
lestir fengust kr. 44.548.626,00.
Hæsta meðalverð í vikunni
fékk Bjarmi II EA, en hann
seldi þann 30. júlí 47,3 lestir
fyrir 975 þús. og er meðalverð
ið kr. 20,63. Hæstu heildar-
söluna fékk Heimir SU en hann
seldi þ. 28. júlí 109 lestir fyrir
1.697 þús.
í vikunni seldu 18 skip fyrir
meira en eina milljón í sölu-
ferð ,og eru þau þessi: Fífill
GK 93 lestir fyrir 1.464; Héðinn
ÞH 69 lestir fyrir 1.071; Örn
RE 69 lestir fyrir 1.015; Óskar
Halldórsson RE 72 lestir fyrir
1.100; Gísli Árni RE 84 lestir
fyrir 1.311; Hilmir SU 80 lest-
ir fyrir 1.263; Jón Garðar GK
79 lestir fyrir 1.232; Loftur
Baldvinsson EA 99 lestir fyrir
1.477; Hrafn Sveinbjarnarson
GK 65 lestir fyrir 1.001; Ásberg
RE 69 jestir fyrir 1.027; Birt-
ingur NK 81 lest fyrir 1.395;
Heimir SU 109 lestir fyrir 1.697
— Eldborg GK 85 lestir fyrir
1.731; Reykjaborg RE 80 lestir
fyrir 1.251; Helga Guðmunds-
dóttir BA 96 lestir fyrir 1.458;
Börkur NK 87 lestir fyrir
1.341; Akurey RE 70 lestir fyr
ir 1.079 og Jón Kjartansson SU
sem seldi i Þýzkalandi 60 lest-
ir fyrir 1.097.
Strokufanginn
œtlaði að verzla
— var tekinn
ÞÖ—Reykjavík, miðvikudag.
Tugthúsfanginn, sem stakk
af úr garðinum við hegningar-
húsið á Skólavörðustíg sl.
föstudag, fannst í gær uppi í
Árbæ. Rannsóknarlögreglumenn
sem voru uppi í Árbæ báru
kennsl á manninn þar sem hann
var að koma að söluopi. Ætlaði
maðurinn auðsjáanlega að fara
Framhald á bls. 14
Öryrkjabandalag Islands 10 ára
ÞÚRF Á VINNUSTOF-
UM FYRIR ÖRYRKJA
Af um 80 ibúum í húsi öryrkja í Hátúni 10 eru 2 börn. Þessi litla stúlka
heldur á greiðuskúf úr íslenzku gaeruskinni, sem framleiddur er á vinnu-
stofu öryrkja í húsinu. Þessi framleiösluvara er seld i Danmörku og kostar
sem svarar 140 kr. ísl. þangað komin. (Tímamynd GE)
SJ—Reykjavík, miðvikudag.
í íbúðarhusi öx-yrkja við Hátún
10, sem • Öryrkjabandalag íslands
hefur rejst, búa nú um 80 manns.
Mikil eftirspurn er eftir húsnæði
í húsi þessu, en bandalagið er
langt -komið að byggja annað stór-
hýsi, Hátún 10 A, sem cinnig verð
ur lelgitíiúsnæði fyrir öryrkja.
Ætlunimær að byggja þriðja hús-
ið af þéssu tagi, en allar verða
þessar byggingar tengdar saman,
og á neðstu hæðinni verður í
-framtíðinni ýmiss konar þjónusta
' fyrir íbúá - húsanna, vinnustofur,
innanhúss-bílastæði o.fl.
Um 40% íbúanna í Hátúni 10
stunda vinnu utan hússins, en 15
vinna í bráðabirgðavinnustofu á
efstu hæð hússins, sem síðar verð
ur mötuneyti og samkomusalur
íbúanna. Þarna eru framleiddir
greiðuskúfar úr gæruskinni, en
markaður hefur fengizt fyrir þá
í Danmörku.
Vonazt er til að þessi vinnu-
stofa eigi eftir að stækka svo, að
þeir sem í húsunum búa, og geta
ekki stundað Vinnu úti í borginni,
íái þar vinnu við sitt hæfi. Mikil
þöi-f er á vinnustofum fyrir ör-
yrkja, en þriðja íbúðarhúsið verð-
ur þó látið sit’ja í fyrirrúmi áður
en hafizt verður handa um lágu
bygginguna, sem tengir saman hús
in þrjú. En allar eru þessar fram-
kvæmdir háðar fjái'hagsgetu Ör-
yrkjabandalagsins, það byggir eins
hratt og efni leyfa.
í Hátúni 10 eru 77 íbúðir 25—
55m- að stærð. Átta íbúðai'hæðir
eru í húsinu og á hverri þeirra
sameiginleg setustofa nieð sjón-
varpi og síma. Á neðstu hæð er
skrifstofa Öryrkjabandalagsins og
þar verður einnig gistideild fyrir
fólk sem bíður sjúkravistar eða
er nýkomið af sjúkrahúsi. Sjö
tveggja manna hei'bergi eru á
gistideildinni og fylgja þeim ekki
eldhús eins og öðrum íbúðum húss
ins. í Hátúni 10 A eru 84 íbúðir
30—45m- að stærð. 84 íbúðir
verða einnig í þriðja húsinu. Hús
eignin Hátúni 10 er sjálfseignar-
stofnun og er húsaleigan frá 3.500
kr. til 6000 kr. fyrir utan ljós og
hita.
Þegar lokið er byggingu hús-
anna við Hátún hyggst Öryrkja-
bandalag íslands kanna húsnæðis-
vandkvæði öryrkja úti á landi og
leita úrbóta á þeim ef einhver
eru. örýrkjabandalag íslands var
stofnað 5. maí 1961 og hefur því
starfað í 10 ár. Aðalviðfangsefni
bandalagsins er enn sem fyrr ým-
iss konar fyrirgreiðsla fyrir ör-
yrkja — atvinnuútvegun, skatta-
mál, húsnæðismál, ti-yggingamál
o.fl.
Sjö öryrkjafélög eiga_ aðild
að Öryi-kjabandalagi fslands,
Blindrafélagið, Styrktarfélag van-
gefinna, Geðverndarfélag íslands,
Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra, Samband íslenzkra berkla-
sjúklinga, Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra og Blindravinafélag
íslands.
Ályktun stjórnar F.Í.R. um úthlutun úr RithöfundasjóSi
Greiðsla verði tekin
upp samkvæmt útlánum
Útlánahæstu höf. séu ætíS að einum hluta í hópi þeirra sem úthlutun fá
Stjórn Félags íslenzkra rithöf-
unda gerði eftix-farandi ályktun á
fundi sínum 2. þ.m.
„Stjórn Félags ísl. rithöfunda
vekur athygli á og mótmælir harð
lega því misrétti, sem fram hefur
komið við úthlutun styi’kja úr Rit-
höfundasjóði íslands, að barna- og
unglingabókahöfundar hafa aldrei
hlotið styrk úr sjóðnum.
Það er staði'eynd, að verulegur
hluti tekna sjóðsins byggist á eign
barna- og unglingabóka í bókasöfn-
um landsins, og börn og unglingar
munu vei'a tiltölulega fjölmenn-
asti hópur bókasafnsgesta.
Sama er, hvort litið er á þetta
mál frá lagalegu eða siðferðilegu
sjónarmiði, þá er ekki stætt á því
að sniðganga með öllu þá bók-
menntagrein, sem bókasöfnin
byggja mjög tilveru sína á. Til
dæmis má benda á í þessu sam-
bandi nýjustu skýrslu frá Dan-
mörku. Þar eru útlán skóla- og
Framhald á bls. 14.
Reykjavík ’71
Alþjóðleg vörusýning —
Reýkjavík ’71 hefst í Laugar-
dalnum 26. ágúst næstk. og
mun standa fram um miðjan
september. Undirbúningur að
sýningunni cr nú hafinn, og
starfa milli 20 og 30 manns við
undirbúninginn. Hér á mynd-
inni eru þeir Gunnar Bjarna-
son og Magnús Pálsson við
vinnu sína í Laugardalshöllinni
að ganga frá spjöldum, sem
komið verður fyrir á veggjum
hallarinnar. Auk þess sem unn
ið er innan dyra í Laugardals-
höllinni er verið að malbika
sýningarsvæði utan dyra, koma
upp sumarbústöðum, sem til
sýnis vei'ða, og fleira og fleira.
AUKAFERB TIL KAUPMÁNNÁ
HAFNAR 11. ÁGÚST N.K.
— Nokkur sæti laus.
Tvær flugvélar, með samtals á þriðja hundrað manns, hafa nú
farið til Kaupmannahafnar á vegum Framsóknarfélags Reykja-
víkur. Ferðir þessar eru mjög vinsælar og eftirsóttar, en hins
vegar ekki auðvelt að útvega flugvélar, nerna með löngum fyrir-
vai'a. Var því ekki ráðgert að fara nema tvær ferðir. En nú hefur
tekizt að útvega 30 sæti í flugvél, scm fer til Kaupmannahafnar
þann 11. ágúst, cn komið verður til baka 25. ágúst.
Nauðsynlegt er, að þeir, sem hafa áhuga á þessai'i ferð, setji
sig strax í samband við ski'ifstofu Framsóknarfélags Reykjavíkur
að Hringbraut 30, símar 24480 og 16066.