Fréttablaðið - 14.01.2004, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 14 janúar 2004
Nýtt fyrir skapandi börn!
Nú býður Keramik fyrir alla vetrar-
námskeið fyrir skapandi börn.
Sex vikna námskeið þar sem farið
er í skapandi þætti myndmenntar
og málaðir keramikmunir.
Á annað hundrað barna hafa tekið
þátt í sumarnámskeiðum hjá Keramik fyrir alla, nú býðst
skemmtileg og fræðandi viðbót.
Námskeið hefjast 7. febrúar, vikulegir tímar í sex vikur.
Laugardagar kl. 11-13:
Níu til tólf ára börn.
Mánudagar kl. 18-20:
þrettán til fimmtán ára.
Aðeins kr. 8500
fyrir námskeiðið, allt innifalið!
Keramik fyrir alla er á Laugavegi 48b,
sími 552 2882,
meira á www.keramik.is
eða í netpósti: keramik@keramik.is
Hjá Mími–Símennt er nú í fjórðaskipti boðið upp á námskeið um
menningarheim araba. Jóhanna
Kristjónsdóttir blaðamaður kennir
á námskeiðunum, þar sem meðal
annars er farið yfir helstu þætti
íslam, rætt um stöðu kvenna og fjöl-
skyldunnar almennt og sögu þessa
svæðis og þróun samfélaganna.
„Mér finnst afskaplega jákvætt
hvað námskeiðin hafa verið vel sótt
og hve fólk er forvitið,“ segir Jó-
hanna, „Þótt námskeiðið sé í fyrir-
lestraformi þá legg ég mikið upp
úr því að vera ekki svo föst í form-
inu að fólk geti ekki spurt jafnóð-
um. Í framhaldi af spurningum
skapast iðulega mjög líflegar um-
ræður. Fólk er ótrúlega fróðleiks-
fúst og opið,“ sem segist ekki finn-
a fyrir að fólk sé hrætt við að tjá
sig. „Það hefur tekist að skapa
mjög fjörlegt andrúmsloft og fólk
er ótrúlega oft tilbúið að endur-
skoða það sem það hefur kannski
talið sig vita áður.“
Skólinn býður upp á arabískan
mat í fjórða tímanum, sem Jóhanna
segir að hafi mælst sérlega vel fyr-
ir. „Og í tímanum þegar talað er um
stöðu kvenna kem ég með ýmsar
gerðir af slæðum og útskýri merk-
ingu þeirra því slæða er ekki bara
slæða, þær þýða allt mögulegt. Þá
hef ég núna
bætt við einum
tíma þar sem
við ræðum
stríðið í Írak og
þetta gerum við
allt á aðgengilegum
og vel skiljanleg-
um nótum.“
Námskeið-
ið hefst
fimmtudag-
inn 22. jan-
úar. ■
JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
Leggur áherslu á að fólk tjái sig og spyrji á námskeiðinu.
Í SKÓLA
Á ráðstefnu sem haldin verður 30. janúar
verður fjallað um aðgerðir til að draga út
álagi og koma í veg fyrir kulnun
starfsmanna í grunnskólum.
Ráðstefna Fræðslumið-
stöðvar Reykjavíkur:
Álag og
kulnun í
starfi
Fræðslumiðstöð Reykjavíkurgengst fyrir ráðstefnu um að-
gerðir til að draga úr álagi og
koma í veg fyrir kulnun starfs-
manna í grunnskólum. Ráðstefn-
an er haldin í samvinnu við trún-
aðarlækni Reykjavíkurborgar,
Skólastjórafélag Reykjavíkur,
Kennarafélag Reykjavíkur og
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar. Ráðstefnan verður haldin
á Nordica Hótel föstudaginn 30.
janúar, kl. 13–17.
Á ráðstefnunni verða erindi og
pallborðsumræður. Meðal fyrir-
lesara eru Kristinn Tómasson, yf-
irlæknir Vinnueftirlitsins, Anna
Þóra Baldursdóttir, lektor við Há-
skólann á Akureyri, dr. Daníel Þór
Ólason, aðjunkt við Háskóla Ís-
lands, og dr. Valerie Sutherland,
ráðgjafi hjá Sutherland Bradley
Associates í Bretlandi, sem flytur
erindið „Managing Pressure and
Burnout in School Work Environ-
ment: A Practical Approach“.
Ráðstefnan er ætluð starfs-
fólki og stjórnendum grunnskóla
Reykjavíkur og öðrum sem áhuga
hafa. Ráðstefnugjald er 3000 kr.
Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna
á vef Fræðslumiðstöðvar Reykja-
víkur: www.grunnskolar.is ■
Menningarheimur araba hjá Mími Símennt
Fjörlegt og aðgengilegt námskeið