Fréttablaðið - 14.01.2004, Qupperneq 25
25MIÐVIKUDAGUR 14. janúar 2004
ENN MEIRI
VER‹LÆKKUN
SMÁRALIND
Vítaspyrnur á Old Trafford:
Síðast fyrir ellefu árum
FÓTBOLTI Manchester United hefur
ekki fengið á sig mark úr víta-
spyrnu í deildarleik á Old Traf-
ford í rúman áratug. Ruel Fox, þá
leikmaður Norwich, skoraði hjá
Peter Schmeichel í 2-2 jafntefli 4.
desember 1993.
Gestalið fékk síðast vítaspyrnu
á Old Trafford 19. apríl í fyrra.
Markvörðurinn Ricardo braut á
Andy Cole, sóknarmanni Black-
burn, og Andy D'Urso dæmdi víta-
spyrnu. Ricardo varði hins vegar
spyrnu David Dunn og United
vann 3-1.
Leicester fékk vítaspyrnu í 2-0
tapleik 17. nóvember 2001. Frakk-
inn Laurent Blanc braut á Trevor
Benjamin og Andy D'Urso dæmdi
vítaspyrnu. Muzzy Izzet skoraði
en þar sem Fabien Barthez var
ekki kominn á sinn stað í markinu
og þurfti Izzet skjóta aftur.
Barthez varði seinni tilraun Izzet.
Í leik United og Middlesbrough
á Old Trafford 29. janúar 2000
braut Jaap Stam á Juninho í víta-
teignum og Andy D'Urso - enn og
aftur - dæmdi vítaspyrnu. Mark
Bosnich varði spyrnu Juninho og
United vann 1-0 með marki David
Beckham. ■
AF HVERJU DÆMDIR ÞÚ EKKI VÍTI?
Alan Shearer deilir við dómarann Paul Durkin á Old Trafford á sunnudag. Durkin viður-
kenndi eftir leikinn að Shearer hefði átt að fá vítaspyrnu.
Enska landsliðið:
Fyrsti leikur
í Austurríki
FÓTBOLTI Englendingar hefja baráttu
sína fyrir sæti í lokakepni HM 2006
hefst með leik gegn Austurríkis-
mönnum í Vínarborg. Fjórum dög-
um síðar leika Englendingar við
Pólverja á útivelli en fyrsti heima-
leikurinn verður gegn Wales 9. októ-
ber. Walesmenn hefja keppni með
leik gegn Aserum í Bakú 4. septem-
ber. Fyrsti leikur Norður Íra verður
gegn Pólverjum á heimavelli 4.
september.
Riðlakeppninni lýkur 12. október
en þá leika Englendingar heima
gegn Pólverjum, Walesmenn og
Aserar leika í Cardiff og Austurrík-
ismenn og Norður Írar í Vín. ■
Foreldrar
Verjum tíma með börnunum okkar
Hver stund er dýrmæt
Heiðar meiddur
Heiðar Helguson missir af bikarleiknum gegn
Chelsea í kvöld
FÓTBOLTI Íslendingarfélögin Chel-
sea og Watford leika í kvöld á
Stamford Bridge í 3. umferð
ensku bikarkeppninnar. Félögin
gerðu jafntefli á heimavelli
Watford fyrir tíu dögum og skor-
uðu bæði Heiðar Helguson og Eið-
ur Smári Guðjohnsen í leiknum.
Heiðar leikur ekki með Watford í
kvöld en hann tognaði í læri á
föstudag og missti af leik Watford
gegn Coventry á laugardag.
Eiður Smári Guðjohnsen hefur
leikið síðustu fimm leiki Chelsea og
hefur þrisvar verið í byrjunarliði.
Eiður Smári var í byrjunarliðinu
þegar Chelsea rúllaði yfir Leicester
á sunnudag og var ánægður með að
fá að leika við hlið Jimmy Floyd
Hasselbaink að nýju. „Allir vita að
okkur líkar að leika saman,“ er haft
eftir Eiði á vefnum TeamTalk. „Við
höfðum virkilega gaman af því. Við
náum mjög vel saman og náðum
nokkrum sinnum skemmtilegu þrí-
hyrningaspili í leiknum.“
Leicester leikur á heimavelli
gegn Manchester City í kvöld og í
húfi er heimaleikur við Tottenham í
4. umferðinni. Leicester verður án
Muzzy Izzet og Riccardo Scimeca
en endurheimtir hins vegar Matt
Elliott og Frank Sinclair. Daninn
Kevin Ellegaard leikur í marki
Manchester City þar sem City gafst
ekki tími til að fá annan markvörð í
tæka tíð.
Þriðji leikur kvöldsins er viður-
eign Scarborough og Southend en
sigurvegarinn í leiknum leikur á
heimavelli gegn félaginu sem sigrar
í leik Chelsea og Watford í kvöld. ■
CHELSEA
Eiður Smári Guðjohnsen í baráttu við Callum Davidson hjá Leicester á sunnudag. Eiður
var ánægður með að leika að nýju við hlið Jimmy Floyd Hasselbaink.