Fréttablaðið - 14.01.2004, Síða 30
Hrósið 30 14. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR
Ég var með fjóra rétta og fékkrúmar sjö þúsund krónur en
þessi peningur breyttist skyndi-
lega í 15 milljónir,“ segir Jóhann-
es Kristjánsson, skemmtikraftur
og eftirherma, en sú saga gengur
fjöllum hærra, bæði fyrir vestan
og sunnan, að Jóhannes hafi verið
einn hinna þriggja heppnu lottó-
spilara sem kræktu í sexfalda
pottinn á laugardaginn.
Þeir heppnu fengu hvor um
sig 15,5 milljónir í vinning en
miðar þeirra voru seldir á Ísa-
firði, Selfossi og í Reykjavík.
Vinningsmiðinn fyrir vestan var
seldur á Bensínstöðinni á Ísafirði
en Jóhannes er staddur þar þessa
dagana.
„Mér skilst að ég hafi keypt
miðann minn í sömu sjoppu og
vinningsmiðinn var seldur í og
þegar ég vatt mér þar inn eftir
helgina sagðist ég vera kominn
að sækja milljónirnar mínar þeg-
ar ég framvísaði miðanum. Það
hefur sjálfsagt einhver heyrt
þetta og nú er það komið út um
allt að ég hafi hirt milljónirnar en
ég hafði bara sjö þúsund kall upp
úr þessu.“
Jóhannes er þekktur fyrir það
að skulda engum neitt þannig að
hann er ekki á flæðiskeri staddur
þó hann hafi orðið af milljónunum
fimmtán. Hann tekur sögusögn-
unum um nýfenginn auð sinn því
með jafnaðargeði og lætur sér
hvergi bregða en telur þó ekki ga-
lið að gera alþjóð grein fyrir því
að menn komi að tómum kofanum
ætli þeir að slá hann um lán.“ ■
Lottó
JÓHANNES KRISTJÁNSSON
■ eftirherma, gerði að gamni sínu
þegar hann sótti lottóvinning í sjoppu á
Ísafirði eftir helgina og fyrir vikið gengur
sú saga fjöllum hærra að hann sé 15
milljónum ríkari.
...fær Tómas Tómasson veitinga-
maður fyrir að auðga íslenska
skyndibitamenningu með
Tommaborgaranum á sínum tíma
og gera nýja atrennu nú, 23 árum
síðar, með Hamborgarabúllu
Tómasar sem opnar við
Geirsgötu í mars.
Fréttiraf fólki
í dag
Morðingi situr
á Hrauninu og
falsar kröfu á
fórnarlambið
Bankaræningja
var handstýrt af
handrukkara
Ættingjar
Laxness íhuga
að færa útgáfuna
frá Eddu
Eva María Jónsdóttir hefur ekkisetið auðum höndum í barns-
eignarleyfi sínu með sex mánaða
dóttur sína þar sem hún hefur
unnið að gerð heimildarmyndar
um listamanninn Ólaf Elíasson
sem sýnd verður í ríkissjónvarp-
inu sunnudaginn 8. febrúar.
„Listasafn Reykjavíkur og
Saga film báðu mig um að vinna
þetta og ég sagði já af því að Ólaf-
ur er ótrúlega spennandi lista-
maður,“ segir Eva María sem hef-
ur verið í 50% fæðingarorlofi og
því getað unnið samhliða því.
„Ég sá að þetta gæti orðið snú-
ið með barnið og sagðist því gera
þetta ef ég fengi að hafa hana og
mömmu með mér í ferðir út. Það
sýnir mikla víðsýni hjá vinnu-
veitendunum að það var strax
samþykkt. Það er gott tímanna
tákn að þeir sáu að ungabörn
þurfa ekki að vera neitt vesen.
Fyrir nokkrum árum hefði verið
neitað að borga fyrir barn og
barnapíu.“
Ólafur vakti mikla athygli
með sýningu sinni í túrbínusal
Tate Modern í London og um
næstu helgi opnar Listasafn
Reykjavíkur sýningu með verk-
um hans í Hafnarhúsi. „Hann er
svo ótrúlega ungur og hefur náð
mjög langt. Það sem hann gerir í
verkum sínum er að breyta sam-
bandi á milli áhorfenda og verks
og gerir það að aðalatriði. Áhorf-
andinn verður hluti af verkinu og
þarf því að hugsa hlutverk verks-
ins upp á nýtt. Það er merkilegt
við Ólaf að hann tekur engu sem
gefnu og er að skoða spurningar
sem við erum hætt að spyrja okk-
ur. Hann er afbyggjandi mynd-
listamaður, verkin hans eru eng-
in töfraverk heldur gegnsæ og
þannig eru verkin ekki að plata
okkur eða að svindla sér inn á
skynfæri okkar.“
Aðspurð að því hvort heimildar-
myndin nái að grípa sköpunarkraft
Ólafs segir Eva María að það sé
mjög erfitt að vera eins skapandi
og hann, „en vonandi kemur það í
ljós hvernig ég hef smitast af hans
fersku sýn á heiminn“. ■
JÓHANNES KRISTJÁNSSON
Segir allar sögur um að hann hafi hreppt
stóra vinninginn í Lottóinu ýktar.
Sjöþúsundkallinn
varð að milljónum
EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR
Gerir heimildarmynd um Ólaf Elíasson í barnseignarleyfi sínu. Hún segir það bera vott um
mikla víðsýni hjá vinnuveitendum að ungabarn var engin fyrirstaða.
Heimildarmynd
EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR
■ vinnur að heimildarmynd um
listamanninn Ólaf Elíasson.
Með barnið í vinnuna
Viðskiptavinir Hagkaups íSkeifunni ráku upp stór augu
í gær þegar hinn fornfrægi sítt
að aftan söngvari Morten Harket
úr norsku hljómsveitinni A-ha
spókaði sig í versluninni. Morten
er ágætur Ís-
landsvinur og
hefur komið við
á landinu
nokkrum sin-
num, fyrst þeg-
ar hljómsveitin
var viðstödd
frumsýningu
James Bond
myndarinnar
The Living
Daylights. A-ha var þá á hátindi
ferils síns og flutti titillag mynd-
arinnar. Sveitin féll síðan í
gleymskunnar dá en hefur verið
að sækja í sig veðrið að nýju og
það er greinilegt að Íslendingar
hafa síður en svo gleymt kappan-
um. Reyndir menn í tónlistar- og
skemmtanalífi Reykjavíkurborg-
ar höfðu ekki haft neinar spurnir
af komu Harkett sem er því lík-
lega staddur hér í einkaerindum.