Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 4
4 20. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Borðar þú þorramat? Spurning dagsins í dag: Eru orðin þreytt(ur) á snjónum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 30% 70% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Lögreglan handtók fimm manns eftir innbrot í tvö fyrirtæki: Endurheimtu stóran hluta þýfisins INNBROT Innbrotin sem framin voru í ljósmyndastofu Jóhannesar Long og Hárstofuna Feimu á sunnudags- morgun eru upplýst. Fimm manns, fjórir karlar og ein kona, voru handtekin í kjölfarið. Björgvin Björgvinsson rannsóknarlögreglu- maður segir þá sem hlut áttu að máli hafa játað verknaðinn. Fólkinu var sleppt síðdegis gær að loknum yfirheyrslum. Bæði fyrirtækin eru til húsa við Ásholt. Þjófarnir höfðu á brott með sér vörur og tölvu og ljósmynda- búnað fyrir 2-3 milljónir króna. Innbrotið náðist á eftirlitsmynda- vél sem komið hafði verið fyrir á ljósmyndastofunni. Fljótlega beind- ist grunur að fólkinu, sem að sögn Björgvins hefur áður komið við sögu lögreglu. Fólkið, sem er milli þrítugs og fertugs, var handtekið í húsi í miðborg Reykjavíkur og þar fannst stór hluti þýfisins. Björgvin segir ekki hægt að koma öllu þýfinu til skila, sumt hafi eyðilagst. ■ STOKKHÓLMUR Dómstóll í Stokk- hólmi hefur fundið Mijailo Mijailovic sekan um morðið á sænska utanríkisráðherranum Önnu Lindh. Miajilovic mun gangast undir ýtarlega geðrann- sókn áður en endanlegur dómur verður kveðinn upp. Réttarhöld- unum hefur verið frestað þar til rannsókninni lýkur, eftir fjórar til fimm vikur. Í dómsúrskurðinum kemur fram að gögn ákæruvaldsins bendi eindregið til sektar Mijailovics en ekki verði hægt að ákveða refsingu fyrr en hópur sérfræðinga á Huddinge-sjúkra- húsinu hafi fengið tíma til að leggja mat á geðheilsu hans. Ef sérfræðingarnir komast að þeirri niðurstöðu að Mijailovic eigi við alvarleg geðræn vandamál að stríða verður hann vistaður á geðsjúkrahúsi í stað þess að verða sendur í fangelsi. Saksóknarinn Agneta Blid- berg og verjandi Mijailovics, Peter Althin, fluttu lokaræður sínar í dómshúsinu í Stokkhólmi í gær. Blidberg sagði að árásin hefði verið fyrir fram skipulögð og krafðist þess að Mijailovic yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. „Það var engin tilviljun að Anna Lindh var fórnarlamb árásarinn- ar. (Hún) var fulltrúi þess sam- félags sem hafði brugðist hon- um“ sagði Blidberg. Hún vísaði jafnframt til vitnisburðar vin- konu Lindh, sem sagði að árásin hefði verið ofsafengin og grimmileg. Althin sagði sem fyrr að um tilviljanakenndan verknað hefði verið að ræða og benti á að Mijailovic hefði ekki verið með réttu ráði sökum geðtruflana og lyfja. Hann lagði áherslu á að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna að Mijailovic hefði farið í NK-verslunarmiðstöðina í Stokk- hólmi 10. september með það í huga að drepa Lindh og því væri ekki rétt að dæma hann fyrir morð af yfirlögðu ráði. Dómstóll- inn hafnaði beiðni Althins um að Mijailovic yrði látinn laus úr haldi. Aðeins viku áður en réttar- höldin hófust játaði Mijailovic að hafa stungið Lindh til bana. Með DNA-rannsókn var sýnt fram á að lífssýni sem fannst á morð- vopninu tilheyrði honum auk þess sem blóð úr Lindh fannst á fötum hans. Mijailovic lýsti því yfir fyrir rétti að hann hefði ekki ætlað sér að drepa Lindh og að hann iðraðist gjörða sinna. brynhildur@frettabladid.is Ríkisstjórnarfundur: Tillögur um endurgreiðslur HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráð- herra mun leggja fram tillögur um endurgreiðslur til sjúklinga á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. „Ég mun taka þetta mál upp,“ sagði Jón Kristjáns- son, sem kvaðst ekki vilja tjá sig um efni tillagnanna fyrir fundinn. Sjúklingar sem þurftu að leita þjón- ustu sérfræðilækna meðan enginn samningur var í gildi milli lækn- anna og Tryggingastofnunar rík- isins urðu að greiða fullt verð fyr- ir læknisverkin. Eftir að sam- komulag hafði náðst lýsti heil- brigðisráðherra því yfir að hann hefði vilja til að hlutast um að við- komandi fengju einhverjar endur- greiðslur frá TR. Það er svo ríkis- stjórnarinnar að taka endanlega ákvörðun um það. ■ STOKKHÓLMUR Sænska öryggislög- reglan, SAPO, hefur tekið að sér að standa vörð við þjóðminja- safnið í Stokkhólmi og gæta öryggis listræns stjórnanda safnsins, Thomas Nordanstad. Ráðist var á Nordanstad fyrir utan safnið en honum hafði áður verið hótað lífláti í tölvubréfi. Nordanstad stendur í miðju þeirrar deilu sem reis milli Sví- þjóðar og Ísraels eftir að ísr- aelski sendiherrann í Stokkhólmi vann skemmdir á listaverki í sænska þjóðminjasafninu. Verk- ið, sem ber titilinn „Mjallhvít og brjálæði sannleikans“, saman- stendur af litlum seglbáti sem flýtur á blóðrauðu vatni. Á segl- inu er mynd af palestínskri konu sem sprengdi sig í loft upp í Ísr- ael með þeim afleiðingum að nítján manns fórust. Sendiherr- ann hefur neitað að biðjast afsök- unar á því að hafa reynt að eyði- leggja verkið. Nordanstad hafa borist yfir 400 tölvubréf með hótunum af ýmsu tagi. Á sunnudaginn var honum hrint niður tröppur fyrir utan þjóðminjasafnið og mátti litlu muna að illa færi. Árás- armaðurinn er ófundinn en Nordanstad hefur hafnað boði lögreglunnar um lífvörð. Safn- stjóranum Kristian Berg og lista- manninum Dror Feiler hafa einnig borist grófar hótanir. ■ ÖRYGGISMÚRINN ENDURSKOÐ- AÐUR Ísraelska ríkisstjórnin ætlar að endurskoða byggingu öryggismúrsins á Vesturbakkan- um, að sögn ónafngreinds ísr- aelsks embættismanns. Stjórn- völd ætla að láta kanna mögu- leika á breytingum á múrnum með það að markmiði að hann valdi Palestínumönnum sem minnstum óþægindum. NEITAR AÐ BIÐJAST AFSÖKUNAR Zvi Mazel, sendiherra Ísraels í Svíþjóð, var boðaður á fund í sænska utanríkisráðuneytinu eft- ir að hann vann skemmdir á lista- verki í Þjóðminjasafninu í Stokk- hólmi. Mazel neitaði að biðjast af- sökunar og sagði að verkið ýtti undir fordóma í garð gyðinga. Ísraelsk stjórnvöld hafa krafist þess að verkið verði fjarlægt en sænska ríkistjórnin segist ekki geta orðið við þeirri ósk. OPINBER HEIMSÓKN TIL JÓRDANÍU Utanríkisráðherra Ísr- aels fer til Jórdaníu í næstu viku. Heimsóknin er liður í áætlun Ísraela um bætt samskipti við ná- grannalöndin. Jórdanar hafa gagnrýnt Ísraela harðlega fyrir að reisa öryggismúr á Vestur- bakkanum þar sem þeir óttast að Palestínumenn muni flýja yfir landamærin til Jórdaníu. SHARON KEMUR Á ÓVART Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir að Ísraelar verði að draga sig til baka frá Gólanhæðum ef þeir ætli að eiga von um að semja frið við Sýrland. Ísraelar hertóku svæðið árið 1967. Síðan hafa þeir ítrekað reynt að semja frið við Sýrlendinga en þvertekið fyrir að fara frá Gólanhæðum. SKOTIÐ Á ÍSRAELSKAR HERÞOTUR Líbanski herinn og Hizbollah- skæruliðar skutu á tvær ísraelsk- ar herþotur sem flugu yfir aust- ur- og suðurhluta Líbanons í gær, að sögn ónafngreindra líbanskra embættismanna. Skotin hæfðu þoturnar ekki. ■ Ísrael HEILBRIGÐIS- RÁÐHERRA Leggur fram til- lögur um end- urgreiðslur. JÓHANNES LONG EFTIR INNBROTIÐ Þjófarnir létu greipar sópa um ljósmyndastofu Jóhannesar Long og höfðu á brott með sér ljósmyndavörur að andvirði milljónir króna. BRJÁLÆÐI SANNLEIKANS Listamennirnir Gunilla og Dror Feiler standa við verk sitt „Mjallhvít og brjálæði sannleik- ans“. Dror Feiler er fæddur í Ísrael en býr í Svíþjóð ásamt konu sinni Gunillu. Deilt um listaverk á þjóðminjasafninu í Stokkhólmi: Ráðist á stjórn- anda safnsins Mijailovic fundinn sekur um ódæðið Hinn 25 ára gamli Mijailo Mijailovic hefur verið fundinn sekur um að hafa banað sænska utan- ríkisráðherranum Önnu Lindh. Hann verður látinn gangast undir geðrannsókn áður en refsing verður ákveðin. Ákæruvaldið krefst þess að Mijailovic verði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Í RÉTTARSALNUM Teikning af dómssalnum í Stokkhólmi þar sem réttarhöldin yfir Mijailo Mijailovic fara fram. Mijailovic situr fyrir framan dómendurna, við hlið verjanda síns, Peters Althin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.