Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 16
16 20. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli ■ Jarðarfarir Hin svokallaða Wannsee-ráð-stefna var haldin í Suðaustur- Berlín á þessum degi árið 1942. Þar komu saman háttsettir menn innan Nasistaflokksins og SS og ræddu „gyðingavandamálið“ og samhæfðu síðan aðgerðir ýmissa stofnana sem fengu það verkefni að útrýma gyð- ingum í Evrópu. Á ráðstefnunni var tilkynnt að SS myndi sjá um útrýmingarher- ferðina og að gyðingar í Evrópu yrðu fluttir til hins hernumda Pól- lands þar sem þeir yrðu teknir af lífi. Hörmungarnar sem fylgdu í kjölfarið eru alla jafna kallaðar Helförin en á fundinum hét þetta „hin endanlega lausn“. Fundurinn var boðaður að undir- lagi Reynhards Heydrich, sem var undirmaður Heinrichs Himmler sem fór fyrir stormsveitum SS. Málefni gyðinga voru rædd fram og aftur á fundinum, sem var þó aðallega ætlað að tryggja að öll skriffinnska í kringum Helförina yrði á hreinu. Verkefni fundar- manna var að smala saman ellefu milljón gyðingum um gervalla Evr- ópu og drepa þá. Gyðingar urðu strax fyrir barð- inu á ofsóknum og fordómum eftir að Nasistaflokkur Hitlers komst til valda sumarið 1933 en eftir að seinni heimsstyrjöldin braust út stigmagnaðist ástandið upp í skipu- lagða herferð gegn gyðingum. Sex útrýmingarbúðum var kom- ið upp í Póllandi; í Chelmo, Belzec, Sobibor, Treblinka, Auschwitz- Birkenau og Majdanek, en um sex milljónir gyðinga létust í Helför- inni. ■ 13.30 Sigríður Árnadóttir, frá Burstafelli í Vestmannaeyjum, Hvassaleiti 58, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju. 13.30 Eyrún Auðunsdóttir frá Ystaskála, Vestur-Eyjafjöllum, verður jarð- sungin frá Seltjarnarneskirkju. Jarðsett verður í Gufuneskirkju- garði. Dóra S. Hlíðberg, Ofanleiti 25, Reykja- vík, lést á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 17. janúar. Kári Borgfjörð Helgason, Skúlagötu 40, Reykjavík, lést laugardaginn 17. janúar. Guðfinna J. Finnbogadóttir, áður til heimilis að Tjarnarkoti, Innri Njarðvík, andaðist í Víðihlíð í Grindavík að morgni föstudagsins 16. janúar. Margrét Marínósdóttir lést á heimili sínu miðvikudaginn 7. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. DAVID LYNCH Þessi sérvitri kvikmyndaleikstjóri fæddist á þessum degi árið 1946. 20. janúar ■ Þetta gerðist AUSCHWITZ Gyðingum var safnað saman í þessar al- ræmdu fangabúðir í Póllandi en um sex milljón gyðingar fórust í Helförinni. Hin endanlega lausn FUNDUR DAUÐANS ■ Háttsettir menn innan SS og þýska Nasistaflokksins komu saman og skipu- lögðu þjóðarmorð á gyðingum. 20. janúar 1946 Það var mikið hlegið að þessuenda þótti ég hafa elst merki- lega hratt,“ segir Þórhallur Sig- urðsson, betur þekktur sem Laddi, sem er 57 ára í dag en sam- kvæmt Sjónvarpshandbókinni er hann orðinn 62 ára. „Þetta var allt í vitleysu hjá þeim og Hilmar Oddsson leikstjóri, sem er 47 ára, var orðinn 54 ára, held ég.“ Laddi gerir ekki ráð fyrir nein- um undrum og stórmerkjum á af- mælisdaginn og tekur lífinu með ró. „Þetta er bara eins og hver annar dagur en ég vona nú samt að konan bjóði mér út að borða eftir að venjulegum vinnudegi lýkur.“ Aldurinn leggst vel í Ladda, sem er í banastuði og hefur enn í kollinum allt kostu- lega persónugalleríið sem hann hefur skapað í gegnum áratugina. „Það er hægt að kalla þau öll fram með stuttum fyrirvara, Eirík Fjal- ar og fleiri, það gerist stundum.“ Laddi segist ekki vera mikill afmæliskarl en slær þó vitaskuld upp veislum á stórafmælum. „Ég hélt síðast upp á afmæli þegar ég varð 50 ára og geri það næst þeg- ar ég verð sextugur. Við rákum veitingastaðinn Sir Oliver þegar ég varð fimmtugur og vorum með opið hús. Ætli það hafi ekki mætt svona 50 til 60 manns, ættingjar og vinir.“ Laddi segir að 40 ára afmælis- dagurinn standi alltaf upp úr í minningunni enda byrjaði hann með látum. „Þá komu Maggi Kjartans, Gísli Rúnar og fleiri með trompeta og dótarí klukkan sex um morguninn og vöktu mig með lúðrablæstri og kyndlum. Ég fékk sjokk þegar ég sá eldtung- urnar fyrir utan gluggann og hélt að það væri kviknað í. Það munaði engu að ég yrði ekki eldri. Síðan var öllum boðið inn í kökur og kaffi og svo var veisla á Hótel Sögu um kvöldið. Þangað mætti fjöldi listamanna óvænt og söng, Diddú og fleiri. Það var rosalega gaman og dagurinn var eftir- minnilegur.“ Fertugsafmælið stendur ekki síður upp úr þar sem Laddi full- yrðir að þarna hafi hann hætt að eldast. „Mér finnst ég alltaf vera að yngjast og er helvíti sprækur. Ég hef engar áhyggjur af aldrin- um og finnst ég bara ekkert vera á þessum aldri. Ég stoppaði þegar vinir mínir vöktu mig með lúðra- blæstrinum og eldist ekkert meira.“ ■ Afmæli LADDI ■ er 57 ára í dag, en hann hætti að eldast um fertugt. LADDI „Ég lét það nú leka út að mig vantaði nýja íslenska orðabók. Ég var búinn að segja konunni að sú gamla væri ekki nógu góð, enda frá síðustu öld. Og ég er búinn að fá þá nýju í afmælisgjöf, sem er ansi gott þar sem hún er helmingi stærri, alveg tvær bækur.“ SIGURÐUR LÁRUSSON Eigandi söluturnsins Dalsnesti sem hræddi ræningja frá ránstilraun í sjoppunni sinni síðastliðið laugardagskvöld. ??? Hver? Hef verið titlaður kaupmaður. ??? Hvar? Í söluturninum að Dalshrauni 13 í Hafn- arfirði. ??? Hvaðan? Reykvíkingur en viðloðandi Hafnarfjörð í yfir 30 ár. ??? Hvað? Í frístundum er það helst sjónvarpið og lestur góðra bóka. Ég varð að hætta að spila bridge. ??? Hvernig? Spilaði aðallega Vínarkerfið. Það þykir kannski ekki merkilegt í dag, því það hafa orðið svo miklar framfarir í bridge. ??? Hvers vegna? Ég tek það mikið af kvöldvöktum, en bridge er helst spilað á kvöldin og um helgar. ??? Hvenær? Ég hætti að spila 1986. ■ Persónan Jón Hjartarson leikari er 62 ára. Rimas Tuminas leikstjóri er 52 ára. 1887 Bandaríkjaþing fellst á tillögu um að leigja Pearl Harbor á Hawaii undir flotastöð. 1939 Georg V Bretakonungur fellur frá og Játvarður VIII tekur við krún- unni. 1937 Franklin Delano Roosevelt sver embættiseið forseta Bandaríkj- anna. 1958 Söngvarinn og leikarinn Elvis Presley er kvaddur í herinn. 1965 Plötusnúðurinn Alan Freed, sem á heiðurinn af frasanum „rock and roll“, deyr í Palm Springs. 1986 Englendingar og Frakkar kynna áform um að gera göng á milli landanna. 1986 Yfirvöld í Bandaríkjunum gera daginn að almennum frídegi til heiðurs Martin Luther King. Vakinn með kyndl- um og lúðrablæstri FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Ég á von á að það verði mikiðstuð hjá okkur í vetur,“ segir Ragnar Hólm Ragnarsson, for- maður Stangveiðifélags Akureyr- ar (SVAK) en SVAK hefur opnað nýtt félagsheimili á miðhæð gömlu Gróðrarstöðvarinnar á Akureyri. Áætlað er að halda opna fundi tvisvar í viku. Á þriðjudögum munu félags- menn hittast og hnýta saman flugur, en á fimmtudögum er fyrirhugað að halda uppi kynn- ingar- og fræðslustarfi fyrir félagsmenn, sem nú eru tæplega 180. „Þetta er í fyrsta sinn sem stangveiðifélag úti á landi hefur félagsstarfsemi yfir vetrar- tímann. Auk þessa verðum við með þorrablót, vorfagnað og fleira skemmtilegt. „Fyrsta hnýtingakvöldið var haldið þriðjudaginn 13. janúar. „Mæt- ingin var vonum framar miðað við að þetta var fyrsta kvöldið. Sumir voru að hnýta klassískar laxaflugur á meðan aðrir voru að dunda sér við það sem fiskurinn tekur. Hann hleypur oft frekar á þessar einföldu en fínu laxa- flugur sem er verið að veita verð- laun fyrir.“ Fyrsta fræðslukvöldið verður haldið fimmtudaginn 29. janúar þegar Pálmi Gunnarsson mun ræða um silungsveiðar á Græn- landi og öðrum framandi veiði- svæðum. ■ Hnýtingar í nýju húsi STANGVEIÐIFÉLAG AKUREYRAR MEÐ FASTA BÚSETU Á fyrsta hnýtingakvöldi SVAK komu félags- menn saman og skemmtu sér vel við að hnýta flugur eftir kúnstarinnar reglum. Þar á meðal er Jón Bragi Gunnarsson, fyrrum Íslandsmeistari í fluguhnýtingu. HILMAR ÖRN HILMARSSON Allsherjargoðinn lætur ekki sitt eftir liggja á þorrablótinu og mun flytja tónlistaratriði. Þorri blótaður Ásatrúarmenn halda sitt þjóð-fræga þorrablót að Granda- garði 8 á föstudaginn. Borðhaldið hefst um áttaleytið en eftir því sem mönnum vex ásmegin fjölgar skemmtilegum uppákomum og þannig er það frágengið að tónlist- armennirnir Hilmar Örn allsherj- argoði og Einar Örn troði upp ásamt öðru góðu fólki. Heiðnir menn bera vitaskuld hefðbundinn þorramat á borð en taka þó tillit til þess að það leggja ekki allir sér slíkar kræsingar til munns og verða því einnig með „eitthvert lítilræði af léttmeti fyr- ir þá sem ekki eru orðnir nógu sjóaðir til að borða fullorðins- mat,“ eins og það er orðað í frétta- bréfi Ásatrúarfélagsins. ■ Ástkær eiginkona, móðir og tengdamóðir, Sigrún Sveinsdóttir (Stella) Grundargerði 14, Reykjavík sem lést á Landspítala, Fossvogi, föstudaginn 16. janúar sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Þroskahjálp, sími 588 9390. Jón Jósteinsson og afkomendur. Karen Jónsdóttir Sveinn Jónsson Sólmundur Jónsson Guðni Jónsson Drífa Björk Jónsdóttir Tómas Jón Brandsson Judy Wesley Ingigerður Arnardóttir Dagný Ragnarsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.