Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 10
10 20. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR
LÚSAÞJÓNUSTA
Japanskur macaque-api í Jigokudani-
apagarðinum í Japan lætur sér líða vel
meðan félagi hans tínir af honum lýsnar í
upphafi árs apans samkvæmt kínverska
tungltímatalinu.
Fjárhagsvandi Landspítala-háskólasjúkrahúss:
VG vilja fund í fjárlaganefnd
LANDSPÍTALI „Mér sýnist að erfitt
geti reynst að kalla saman fund
í nefndinni í þessari viku. Þing-
menn eru á þönum um landið úti
í sínum kjördæmum og hafa
ráðstafað tíma sínum. En þing
kemur saman á ný eftir jóla-
leyfi um miðja næstu viku,“
sagði Magnús Stefánsson, for-
maður fjárlaganefndar Alþing-
is.
Jón Bjarnason, fulltrúi
Vinstri grænna í fjárlaganefnd,
hefur óskað eftir fundi hið fyrs-
ta til að ræða fjárskort í heil-
brigðiskerfinu og sérstaklega
stöðuna á Landspítalanum.
Vinstri grænir segja að al-
varleg staða blasi við, óbreyttar
fjárveitingar til Landspítala á
árinu þýði fjöldauppsagnir, lok-
un deilda og verulega skerta
þjónustu. Þeir telja brýnt að
nefndin fari yfir málið og undir-
búi umfjöllun þess á Alþingi og
trúa því ekki að óreyndu að ætl-
unin sé að láta boðaðar aðgerðir
koma til framkvæmda með öllu
því tjóni sem það muni valda
heilbrigðiskerfinu.
Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra hefur lýst því yfir að
hann vilji greiða fyrir því að
1.500 milljóna króna niður-
skurði í rekstri spítalans verði
dreift á tvö ár. Það þýðir óhjá-
kvæmilega
að spítalinn
verður að fá
600 til 700
m i l l j ó n i r
króna á
f j á r a u k a -
lögum þess
árs. Engar
s l í k a r
ákvarðanir
hafa verið
teknar en
ríkisstjórn-
in ræðir
málið á
fundi sínum
í dag. ■
Iðnaðurinn þarf
menntaðra fólk
Ríflega helmingur iðnfyrirtækja telur þörf á viðbótarstarfsfólki með
háskólamenntun. Tvö af hverjum þremur telja sig þurfa að bæta við
starfsfólki með iðn- og starfsmenntun á næstu þremur árum.
VIÐHORFSKÖNNUN Iðnfyrirtæki inn-
an vébanda Samtaka iðnaðarins
telja að á næstu þremur árum
þurfi þau að bæta við sig rúmlega
3.000 starfsmönnum með fram-
haldsmenntun. Þetta kemur fram
í niðurstöðum könnunar sem IMG
Gallup gerði fyrir Samtök iðnað-
arins.
Valin voru 400 fyrirtæki úr fé-
lagaskrá Samtaka iðnaðarins og
bárust svör frá
278 fyrirtækj-
um, eða 71,3
prósentum.
Iðnfyrirtæk-
in telja þörf á
771 nýjum
s t a r f s m a n n i
með raun-
greina-, tækni-
eða verkfræði-
menntun á
næstu þremur
árum og 2.252
starfsmönnum með iðn- og
starfsmenntun. Ríflega helming-
ur fyrirtækjanna telur þörf á við-
bótarstarfsfólki með háskóla-
menntun en tvö af hverjum
þremur fyrirtækjum telja sig
þurfa að bæta við starfsfólki með
iðn- og starfsmenntun á næstu
þremur árum.
„Við höfum undanfarin misseri
bent á nauðsyn þess að fjölga
ungu fólki í verk- og tæknigrein-
um. Iðnaðurinn hefur verið í við-
varandi þörf fyrir iðnmenntaða,
verkfræðinga og tæknifræðinga.
Þessi könnun staðfestir að hér er
um alvörumál að ræða,“ sagði
Ingi Bogi Bogason, menntafull-
trúi Samtaka iðnaðarins.
Athygli vekur að þriðjungur
fyrirtækjanna segir að einn eða
fleiri ófaglærðir vinni tæknistörf.
Þetta gefur vísbendingar um að
ráðlegt sé að byggja upp þekkingu
og færni hjá ófaglærðum með
skipulegum hætti.
Stjórnendur iðnfyrirtækja
leggja mikla áherslu á góða
menntun starfsfólks, ekki síst á
endur- og símenntun. Rúmlega
80% þeirra telja fyrirtæki sín
hafa þörf, í meðallagi mikla eða
mikla, fyrir endur- og símenntun.
Þörfin virðist einna mest í upplýs-
ingatækni, pappírs- og prent-
iðnaði og í annars konar iðnaði en
matvælaiðnaði, byggingar- og
málmiðnaði.
Þá telja 87% stjórnenda iðn-
fyrirtækja kynningu á iðnaði í
grunn- og framhaldsskólum
landsins mikilvæga.
„Þetta er fyrsta könnun okkar
um menntamál í samstarfi við
óháðan aðila og hún verður nota-
drjúg í aðgerðaráætlun á sviði
menntamála. Við höfum hug á að
útfæra niðurstöðurnar í einstök
verkefni, meðal annars í sam-
starfi við menntamálaráðuneyti
og einstaka skóla og aðra sem
vinna að menntun í atvinnulífinu,“
sagði Ingi Bogi Bogason.
the@frettabladid.is
Voðaskot:
Útskrifuð
af spítala
SLYS Stúlkan sem varð fyrir
voðaskoti á Hallormsstað á Hér-
aði fyrir rúmum tveimur vikum
hefur verið útskrifuð af Barna-
spítala Hringsins.
Slysið varð þegar stúlkan,
sem er níu ára, og þrettán ára
systir hennar voru að leika sér
með riffil. Skot hljóp úr honum
og fór í stúlkuna.
Stúlkan var flutt alvarlega
slösuð á heilsugæslustöðina á Eg-
ilsstöðum, þar sem hún fékk
fyrstu aðhlynningu. Þaðan var
flogið með hana ásamt tveimur
læknum í sjúkraflugi til
Reykjavíkur á gjörgæsludeild. ■
LÖGREGLA SKAKKAR LEIKINN
Mótmælin voru friðsamleg þar til stuðn-
ingsmenn Aristides hófu grjót- og skothríð
á mótmælendur.
Mótmæli á Haiti:
Skotið á
mótmælend-
ur
HAITI, AP Til óeirða kom í Port-au-
Prince, höfuðborg Haiti, í fyrra-
dag þegar þúsundir andstæðinga
Jean-Bertrand Aristide forseta
mótmæltu á götum borgarinnar
og kröfðust afsagnar hans.
Mótmælin voru friðsamleg
þar til stuðningsmenn Aristides
hófu grjót- og skothríð að mót-
mælendum en lögreglunni tókst
að skakka leikinn og eftir það
héldu mótmælin áfram án vand-
ræða.
Að sögn talsmanns lögregl-
unnar varð einn maður fyrir
skoti en særðist ekki alvarlega. Á
föstudaginn slösuðust nokkrir
þegar lögreglan beitti táragasi
gegn syrgjendum ungs manns,
sem skotinn var til bana í óeirð-
um fyrr í vikunni. ■
„ Iðnaður-
inn hefur ver-
ið í viðvar-
andi þörf fyrir
iðnmenntaða,
verkfræðinga
og tæknifræð-
inga.
DAUÐADÓMUR FYRIR FÍKNIEFNA-
BROT Dómstólar í Kína hafa
dæmt 31 árs gamla konu til
dauða fyrir að selja fíkniefni.
Vitorðsmaður hennar hlaut
lífstíðar fangelsisdóm. Lögregl-
an lagði hald á 13,2 kílógrömm
af heróíni þegar hún handtók
parið. Þeir sem framleiða eða
selja yfir fimmtíu grömm af
heróíni í Kína geta átt yfir höfði
sér dauðadóm.
KJARNORKUVER Í INDÓNESÍU
Yfirvöld í Indónesíu áforma að
reisa kjarnorkuver á eynni Jövu
til að mæta aukinni rafmagns-
þörf landsmanna. Áætlað er að
þetta fyrsta kjarnorkuver
Indónesa taki til starfa árið
2016. Orkuverið verður 6.000
megavött að stærð og er áætlað-
ur kostnaður við framkvæmdina
sem svarar um 630 milljörðum
íslenskra króna.
RÚTUSLYS Í KÍNA
Níu manns létu lífið og átján
slösuðust þegar tvær rútur rák-
ust á í Guangdong-héraði í Kína.
Þrjátíu farþegar voru um borð í
annarri rútunni en í hinni var
aðeins bílstjóri. Önnur rútan var
á öfugum vegarhelmingi þegar
slysið átti sér stað.
VENESÚELA 65 ára gamall maður
frá Caracas í Venesúela var
handtekinn um helgina fyrir að
geyma lík látinnar ömmu sinnar
í frystikistu.
Maðurinn gaf þá skýringu að
hann hefði ekki átt fyrir útför-
inni og því gripið til þess ráðs
að geyma líkið þar til úr rættist.
Hann hafði áður reynt að
smyrja líkið af ömmunni, sem
lést á 104. aldursári, en þegar
nágrannarnir kvörtuðu yfir
vondri lykt ákvað hann að setja
það í frystikistuna.
Eitthvað hefur nágrannana
grunað því þeir létu lögregluna
vita og staðfesti hún að svo virt-
ist sem amman hefði látist með
eðlilegum hætti. ■
KJÚKLINGUM FARGAÐ
Milljónir kjúklinga hafa sýkst af fuglaflensu
í Asíu en Víetnam er eina landið þar sem
flensan hefur greinst í mönnum.
Fuglaflensan í Víetnam:
Fimm
dauðsföll
staðfest
VÍETNAM Alþjóða heilbrigðisstofn-
unin, WHO, staðfesti í gær að átta
ára telpa frá Ha Tay-héraði í norð-
urhluta Víetnams hefði látist um
helgina af völdum fuglaflensu.
Þar með hafa fimm dauðsföll ver-
ið staðfest af völdum flensunnar í
Víetnam en á laugardag var
fjórða dauðsfallið staðfest eftir að
fimm ára drengur hafði látist í
norðurhluta landsins.
Talsmaður WHO staðfesti
einnig í gær að sýni úr líkum átta
manns, sem látist hafa á undan-
förnum dögum, væru nú í rann-
sókn.
Þá staðfestu yfirvöld í Kien
Giang-héraði í suðurhluta lands-
ins að tveir sjúklingar hefðu
greinst með einkenni sem svipaði
mjög til fuglaflensu. ■
VINNUVÉLADEILD
Blankur Venesúelabúi:
Geymdi lík í frysti
JÓN BJARNASON
Fulltrúi VG í fjárlaga-
nefnd segir brýnt að
kalla nefndina saman
og ræða þann alvarlega
vanda sem blasir við
heilbrigðisþjónustunni,
einkum Landspítala-
háskólasjúkrahúsi.
■ Asía
VILJA MEIRA MENNTAÐ STARFSFÓLK
Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins telja iðnfyrirtækin þörf á
verulegri fjölgun starfsmanna með framhaldsmenntun. Iðnfyrirtækin telja þörf á 3.000
iðn- og háskólamenntuðum starfsmönnum í iðnað á næstu þremur árum.
Stórútsala
Glæsilegar ullarkápur
og hlýjar úlpur
Engjateigi 5, sími 581 2141
Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00.
HÁSKÓLAMENNTAÐIR
Áætluð þörf iðnfyrirtækja fyrir starfsmenn
með háskólamenntun.
RAUNGREINA-, TÆKNI-
EÐA VERKMENNTUN
Áætluð þörf iðnfyrirtækja fyrir starfsmenn
með raungreina-, tækni- eða verkmenntun.
Engan
54,1%
Engan
67,7%
Einhvern
45,9%
Einhvern
32,3%