Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 26
26 20. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Ný syrpa hádegistónleika hefurgöngu sína í Íslensku óper-
unni í dag. Hulda Björk Garðars-
dóttir sópransöngkona hefur um-
sjón með röðinni að þessu sinni og
verða hádegistónleikar vorsins
fjórir talsins.
„Þetta hefur gefist vel og verið
vel sótt,“ segir Hulda um fyrri há-
degistónleika Óperunnar. „Þetta
virðist henta fólki mjög vel að
gleðjast aðeins í hádeginu og fá
smá skemmtun. Þetta er ekki of
langt, innan við 40 mínútur, svo
fólk geti verið komið aftur í vinn-
una tímanlega.“
Tónleikar dagsins hafa yfir-
skriftina Bla bla bla eftir einu lagi
Gershwins enda ætla þau Hulda
og Ólafur Kjartan Sigurðarson að
syngja brot af því besta úr smiðju
þeirra Gershwin-bræðra. Þar
meðal verða flutt lög úr Porgy og
Bess, Oh Kay og Lady, Be Good.
Píanóleikari á öllum hádegistón-
leikunum er Kurt Kopecky.
Allt yfirbragð hádegistónleika
er mun léttara en þær hátíðlegu
uppákomur sem fara fram eftir að
kvöldsólin sest.
„Þetta er alveg jafn metnaðar-
fullt. Ýmist sviðsetjum við atriði á
hádegistónleikunum eða förum
með þá eins og
hefðbundna tón-
leika.“
Helsti munur-
inn er að fólk
mætir ekkert
endilega í sínu
fínasta pússi.
„Nei, bara eins og
því líður best.
Fólk kemur hing-
að inn af götunni
og úr vinnunni.
Við á sviðinu
reynum nú alltaf
að fara í okkar
fínasta púss. Allt
frá því að vera í
okkar þægilegu
fínu fötum eða í
búninga,“ segir
Hulda að lokum.
Næstu tónleik-
ar verða 9. mars,
þá 30. mars og
þeir síðustu 20.
apríl. ■
■ TÓNLEIKAR
Bla bla bla
HULDA OG ÓLAFUR
Syngja lög Gershwins í
Íslensku óperunni í
hádeginu.
Alfa III
Nýtt námskeið um Fjallræðuna.
Kynning í Neskirkju við
Hagatorg, þriðjudaginn kl. 20.
Kaffi og veitingar.
Séra Örn Bárður Jónsson,
leiðir námskeiðið.
www.neskirkja.is
■ ■ KVIKMYNDIR
20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn-
ir kvikmyndina Nýtt líf eftir Þráin Bert-
elsson í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnar-
firði.
■ ■ TÓNLEIKAR
12.15 Hulda Björk Garðarsdóttir
sópran og Ólafur Kjartan Sigurðarson
baritón flytja brot af því besta úr
smiðju Gershwins ásamt Kurt Kopecky
píanóleikara.
20.00 Rúnar Óskarsson klar-
ínettuleikari, Þórunn Ósk Marinós-
dóttir víóluleikari og Árni Heimir Ing-
ólfsson píanóleikari flytja verk eftir
Mozart, Schumann og fleiri í Salnum,
Kópavogi.
■ ■ FYRIRLESTRAR
12.05 Kristín Ástgeirsdóttir sagn-
fræðingur flytur fyrirlestur í Norræna
húsinu í fyrirlestraröð Sagnfræðingafé-
lags Íslands, Hvað er (um)heimur? Fyrir-
lesturinn nefnist: „Þar sem völdin eru,
þar eru konurnar ekki.“ Áhrif kvennaráð-
stefna Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
16.30 Ingvill T. Plesner, doktors-
nemi við Norsku mannréttindaskrifstof-
una, heldur fyrirlestur í Þingvallastræti
23 á Akureyri, stofu 24. Fyrirlesturinn
nefnist Trúfrelsi, ríki og kirkja í Evrópu.
Þar er velt vöngum yfir því hvort hægt
sé að tryggja trúfrelsi í landi þar sem
þjóðkirkjufyrirkomulagið er við lýði.
■ ■ FUNDIR
20.00 Sigríður Hrönn Sigurðar-
dóttir kristniboði segir frá hinni merku
konu Madam Guyon, fræðir um kristna
íhugun og leiðir viðstaddar inn í hana.
Fundurinn er haldin af KFUK í húsi
KFUM og KFUK við Holtaveg.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.
hvað?hvar?hvenær?
17 18 19 20 21 22 23
JANÚAR
Þriðjudagur
Það er ansi kröftug yfirskriftá fyrirlestri Kristínar Ást-
geirsdóttur, sagnfræðings og
fyrrum þingkonu Kvennalist-
ans. Hann nefnist „Þar sem
völdin eru, þar eru konurnar
ekki“. Fyrirlesturinn hefst í
Norræna húsinu kl. 12.15 í dag.
„Þetta er tilvitnun í það sem
sagt var á kvennaráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna árið 1975,“
útskýrir Kristín. „Ég er þarna
að fjalla um kvennaráðstefnur
Sameinuðu þjóðanna og áhrif
þeirra á Íslandi. Það er alveg
ljóst að þær höfðu töluverð
áhrif. Til dæmis var haldið
mjög kröftuglega upp á kvenna-
árið 1975 með frægum fundi á
Lækjartorgi. Það var stærsti
útifundur sem haldinn hafði
verið á Íslandi til þess tíma.“
Íslenskar konur nýttu sér
kvennaárið svo til hins ítrasta
með ráðstefnum og fundum.
Þær komust í þrígang í heims-
fréttirnar: Fyrst með fundinum
fræga, svo þegar Vigdís Finn-
bogadóttir var kjörin forseti
árið 1982 og þegar kvennalistar
hófu göngu sína að nýju.
„Hér á landi hafa orðið veru-
legar breytingar á þessum
tíma. Hlutur kvenna á Alþingi
og í sveitarstjórnum hefur auk-
ist verulega, sem og menntun
kvenna, en betur má ef duga
skal. Kannanir sýna að almenn-
ur stuðningur við jafnrétti
kynjanna hér á landi er mjög
mikill, hvað sem gerist svo í
verki. Vonandi skilar þetta sér
en við erum til dæmis enn að
glíma við launamisrétti kynj-
anna,“ segir Kristín að lokum.
Fyrirlesturinn er hluti af
fyrirlestraröð Sagnfræðingafé-
lags Íslands, Hvað er
(um)heimur? ■
KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR
Segir árangur í kvenréttindabaráttu á
Íslandi vera töluverðan, þó að hlutirnir
gerist hægt.
ÞRÖSTUR LEÓ
Ég fæ mér yfirleitt hamborgaraá Aktu taktu,“ segir leikarinn
Þröstur Leó um skyndibitann
sinn. „Staðurinn er stutt frá vinn-
unni og þarna eru ágætis borgar-
ar.“
Bestibitinn
Fundað um konu-
leysi í valdastólum
KVENNAFRÍDAGURINN
Konur fjölmenntu sem aldrei fyrr þegar blásið var til mótmæla á kvennaárinu 1975.