Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 20. janúar 2004 Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 17.830 kr. á mannVer› frá* Sumarhúsaeigendur á Spáni! Beint leiguflug til Alicante. Ver›- lækkun á sumar og sól Salan er hafin á Netinu á ód‡ru sumarfargjöldunum til Alicante. A›eins 200 sæti í bo›i. Flugdagar eru: 2., 15. og 25. apríl, 19. maí og sí›an alla mi›vikudaga í sumar. Flogi› er í beinu leiguflugi me› Icelandair í morgunflugi. Muni› a› hjá Plúsfer›um er unnt a› grei›a 7.500 kr. me› Atlasávísunum og VR ávísunum a› eigin vild og lækka fer›akostna›inn. www.plusferdir.is N E T 25.330 kr. - 7.500 kr. VR ávísun = 17.830 kr. Gildir í ferðir frá 15. apríl til 15. október. 24.940 kr. á mann m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn ferðist saman. 15.230 kr. á mann *Verð miðast við að bókað sé á Netinu, sé bókað með öðrum leiðum bætast við þjónustugjöld á hverja bókun. 22.730 kr. - 7.500 kr. VR ávísun = 15.230 kr. 25. apríl - 50 sæti í boði. NetPlús er eingöngu bókanlegur á Netinu. Al ic an te Viðar Hreinsson hlaut í gær viðurkenningu Hagþenkis fyrir tveggja binda ævisögu skáldsins Stephans G. Stephanssonar. Hag- þenkir er félag höfunda fræðirita og kennslugagna og hefur frá ár- inu 1986 veit viðurkenningu fyrir fræðirit og aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Viðurkenn- ingarráð Hagþenkis úthlutar við- urkenningunni, það er skipað fimm félagsmönnum Hagþenkis af ólíkum fræðasviðum. Það vakti nokkra athygli að Viðar skyldi ekki hljóta tilnefn- ingu til Íslensku bókmenntaverð- launanna fyrir seinna bindi sitt um Stephan en verðlaun Hag- þenkis eru veitt fyrir framúr- skarandi fræðilegt framlag. Verðlaun Hagþenkis eru ein virt- ustu og veglegustu verðlaun sem höfundum fræðirita og fræði- legra rita fyrir almenning getur hlotnast. Þau vekja jafnan mikla athygli en hafa einnig að mestu verið laus við það að vekja upp deilur. Öll fræðirit sem koma út á Ís- landi koma til greina við veitingu viðurkenningarinnar, óháð útgef- anda eða tilnefningum. Verð- launaupphæðin hefur nú verið hækkuð í 750.000 krónur, sem er sama upphæð og Félag íslenskra bókaútgefenda veitir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í hvor- um flokki fyrir sig. ■ Áætlað er að skrifa undir samn-ing á milli listamanna og Landsbankans undir lok vikunnar, þess efnis að gamla Hampiðjuhús- inu í Þverholti verði breytt í lista- mannahús. Húsið er í eigu Lands- bankans og mun stuðningur hans felast í því að myndlistar-, tónlist- ar- og leiklistarfólk muni hafa að- stöðu í húsinu án þess að borga húsaleigu fyrir. Aðalsprauturnar á bak við þennan samning listamanna og Landsbankans eru aðstandendur Kling og Bang gallerísins sem eru 10 ungir myndlistarmenn, þau Daníel Björnsson, Erling Þ.V. Klingenberg, Guðrún Benónýs- dóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Kristinn Pálmason, Nína Magnús- dóttir, Rebekka Rán Samper, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Snorri Ás- mundsson og Úlfur Grönvold. „Þetta er einn mikilvægasti samningur sem gerður hefur ver- ið fyrir íslenska myndlist,“ segir Snorri Ásmundsson myndlistar- maður. „Það er til alls konar stein- steypa utan um myndlist, til að ramma listina inn. En það er dýrt að búa til myndlist og það hefur enginn stutt myndlistarmenn á þennan hátt áður. Þetta er mjög rausnarlegt hjá Landsbankanum og allir eru mjög þakklátir. Þetta er vonandi upphaf að einhverju meira.“ Fyrst Snorri er á leið í forsetaframboð lofar hann því í framhaldinu að hans fyrsta verk sem forseti verði að veita Björgólfi Guðmundssyni Fálka- orðuna. Húsið hefur staðið að mestu autt frá því að Fréttablaðið flutti úr húsnæðinu og niður á Suður- götu snemma á síðasta ári og eru væntingar til þess að listamenn- irnir muni færa ferskan blæ og líf í nágrennið. Ekki er víst hversu lengi það mun þó standa yfir, en fyrsti samningur mun líklega að- eins verða til níu mánaða því fyrirhugað er að rífa húsið sam- kvæmt núverandi deiliskipulagi. Nokkrir listamenn eru þegar komnir inn í húsið og þar má nefna, auk Kling og Bang-fólks, hljómsveitirnar Trabant og Singa- pore Sling. Reikna má með að fleiri muni bætast í hópinn eftir undirritun samnings á fimmtu- daginn. ■ Landneminn verðlaunaður VIÐAR HREINSSON Var ekki tilnefndur til Íslensku bókmennta- verðlaunanna í ár en fékk viðurkenningu Hagþenkis í gær fyrir stórvirki sitt um Stephan G. Stephansson. Verksmiðjulist ■ Hampiðjuhúsið tekur stakkaskiptum á næstunni þegar listamenn leggja það undir sig. Landneminn VIÐAR HREINSSON ■ hlaut í gær viðurkenningu Hagþenkis fyrir stórvirki sitt um Stephan G. Stephansson. Hampiðjuhúsið verður listahús SNORRI ÁSMUNDSSON Vill veita Björgólfi Guðmundssyni Fálkaorðuna fyrir framlag hans til myndlistar. HAMPIÐJUHÚSIÐ Þverholt 9 mun von bráðar fyllast af lífi og listamönnum. HLJÓMSVEITIN TRABANT Flutt inn í Þverholtið og mun æfa þar í komandi framtíð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.