Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 25
25ÞRIÐJUDAGUR 20. janúar 2004 Skútuvogi 6 Sími 568 6755 www.alfaborg.is  Hornbaðker m/ nudd i og framhlið 140 x 1 40 kr. 115.000 20% afsláttur af Nordsjö málningu Filtteppi kr. 335 m 2 Sturtuhorn 80 x 80 gler kr. 12.900 RÝMINGARSALA Salerni m/ setu kr. 13.900 Þúsundir fermetra af flísum á lækkuðu verðiFlísar frá kr. 790 m2                           !"#!$ % &'           !"#!$   &!      ( ) *  !"#!$  &&      +,  !&#!-  &.  /   00  12 3 ,       2 Intersport-deildin í körfu: Szatko send- ur heim KÖRFUBOLTI Grindavík, efsta liðið í Intersport-deildinni í körfuknatt- leik, hefur sent Bandaríkjamann- inn Timothy Szatko heim en hann náði aðeins að leika einn leik, gegn Keflavík í undanúrslitum bikarkeppninnar á laugardaginn. Szatko skoraði 15 stig og tók 6 frá- köst en var ansi þungur og virtist eiga nokkuð í land með að komast í form. Það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar munu reyna að finna sér nýjan Bandaríkjamann en félagið lét Dan Trammell fara frá liðinu í jólafríinu, voru síðan sviknir af Derrick Stroud og eig- inlega líka af Szatko. ■ FÓTBOLTI Newcastle vann öruggan 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvals- deildinni í gær og komst fyrir vik- ið upp í 5. sæti deildarinnar, upp fyrir bæði Liverpool (32 stig) og Fulham (31 stig), en Newcastle hefur fengið 33 stig út úr fyrstu 22 leikjum tímabilsins. Andrew O'Brien og Gary Speed komu Newcastle yfir í 2-0 eftir hornspyrnur í sitthvorum enda fyrri hálfleiks og Laurent Robert kom liðinu í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks áður en Sean Dav- is minnkaði muninn rúmum 15 mínútum fyrir leikslok. Mark Laurents Robert var enn eitt framlag hans til keppni fallegustu marka tímabilsins en að þessu sinni skoraði hann með ótrúlegri háloftaspyrnu eftir fyrirgjöf Kie- rons Dyer en það var einmitt Robert sjálfur sem hóf þessa stór- glæsilegu sókn Newcastle. Fulham lék í þessum leik án Louis Saha, sem eins og kunnugt hefur verið seldur til Manchester United, og það var vel sjáanlegt á leik liðsins, sem var bitlaus. Það er því ljóst að liðið þarf að finna arftaka hans sem fyrst ef það ætlar að eiga raunhæfa mögu- leika í baráttunni um Evrópusæti. Newcastle ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um sætin í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili en eftir þennan sigur er liðið fjórum stigum á eftir Charlton, sem er í 4. sætinu. ■ Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu: Newcastle upp í 5.sætið HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði fyrir deild- arliði Dana, 24-23, í gærkvöld en leikurinn markaði lok undirbún- ingsins fyrir EM sem hefst í Sló- veníu á fimmtudaginn. Guðmund- ur Guðmundsson landsliðsþjálfari sagðist í sjálfu sér ekki vera ósátt- ur við leikinn og sagðist hafa litið á hann sem létta æfingu. „Við leyfðum þeim að spila sem fengu lítið að spreyta sig í leikjum helgarinnar, hvíldum Patrek Jóhannesson og Rúnar Sigtryggsson alveg, og skiptum mikið inn á,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að Dagur Sigurðsson hefði spilað í tuttugu mínútur og ekki fundið fyrir meiðslunum sem hafa hrjáð hann að undan- förnu. Guðmundur sagðist ekki vera búin að velja hópinn endan- lega, hann yrði ekki valinn fyrr en seinna um kvöldið, en Frétta- blaðið var farið í prentun þegar hann gerði það. Guðmundur sagð- ist vera virkilega ánægður með dvölina í Danmörku og Svíþjóð og sagðist hafa fengið þau svör sem hann vildi. „Þetta gekk vel og mér sýnist við vera á góðu róli fyrir EM,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að Reynir Þór Reynisson markvörð- ur hefði staðið upp úr í íslenska liðinu í leiknum en hann varði átján skot. Ólafur Stefánsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk, Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fjögur, Sigfús Sigurðsson var með þrjú, Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnars- son tvö mörk hver og þeir Jaliesky Garcia, Einar Örn Jóns- son, Gylfi Gylfason, Ragnar Ósk- arsson og Gunnar Berg Viktors- son skoruðu eitt mark hver. ■ MÖRK ÍSLANDS Í LOKAUNDIRBÚNINGNUM Ólafur Stefánsson 41 Guðjón Valur Sigurðsson 31 Snorri Steinn Guðjónsson 21 Jaliesky Garcia 19 Sigfús Sigurðsson 15 Róbert Gunnarsson 13 Patrekur Jóhannesson 11 Gylfi Gylfason 8 Einar Örn Jónsson 8 Róbert Sighvatsson 6 Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 Logi Geirsson 5 Rúnar Sigtryggsson 4 Ragnar Óskarsson 4 Gunnar Berg Viktorsson 2 Heiðmar Felixson 1 Bjarni Fritzson 1 Tap gegn deild- arliði Dana Íslenska landsliðið lauk undirbúningi sínum fyrir EM í Slóveníu með eins marks tapi gegn deildarliði Dana. REYNIR ÞÓR REYNISSON VAR BESTUR Í GÆR Reynir Þór Reynisson varði átján skot í marki íslenska liðsins í gærkvöld. GARY SPEED FAGNAR MARKI Gary Speed, miðjumaður Newcastle, fagn- ar hér marki sínu gegn Fulham í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.