Tíminn - 05.10.1971, Qupperneq 1

Tíminn - 05.10.1971, Qupperneq 1
Þessi mynd ver tekin í Ráðherrabústaðnum, þegar sendinefndin frá Ein ingarsamtökum Afrikurikja gekk á fund Ólafs Jóhannessonar forsætisrað- herra. Lengst tH vtnstri er Óiafur Jóhannesson, þá kemur Motkar ould Daddah forseti Mauritaniu, siðan utanríkisráðherra Kenýa, Mauritaniu, Zam- btu, Malí og Kamerún. Einnig eru á myndinni túlkur og aðrir aðstoðarmenn. (Tímamynd GE) Sendinefnd Einingarsamtaka Afríkuríkja.* Lýsum yfir eindregnum stuðningi við íslendinga í landhelgismálinu Tekur ríkið til? KJ—Reykjavik, máimdag. Að undanfömu hafa orði'ð mikl ar umræður um umhverfi fisk- vinnslustöðva, og heftrr Tíminn í því sambandi birt myndir af umhverfi frystihúsa í Reykjavík og víðar. f grern í blaðinu í dag tekur fiskimatsstjóri, Bergsteinn Á. Bergsteinsson, undir við Tím- ann, og bendir jafnframt á að- gerðir Fiskmatsins í þessu tii- efni. Vitnar fiskimatsstjóri í þessu tflfeffi í reglugerð um eftirlit og mat á ferskusn fiski o. fl. en í þessari reglugerð eru m.a. ákvæði mn trmhverfi fiskvinnslustððva. í niðurlagi greinar sinnar, seg- ir fiskimatsstjórr „Ég tel næst liggja fyrir, að Fiskmat rikisins fari þess á leit, að ríkisvaldið feh þæjar- og sveitarstjómum eða þeim öðram aðilum er það (ríkisvaldið) kynni að velja, að láta taka til á lóðum umhverfis fiskvinnshistöðvar og lagfæra þær svo viðunandi sé, á kostnað eigenda fiskvinnslustöðv- anna.“ ÞÓ—Reykjavík, mánudag. — Við erum þegar búnir að full- vissa íslenzku rOdsstjómina um stuðning okkar í landhelgismálinu, sagði forseti Mauritaniu, Motkar ould Daddah, formaður sendinefnd- ar Einmgarsamtaka Afríkuríkja, á blaðamannafundi 1 gær. Sendinefnd in, sem samanstendur af 17 mönn- um, er nú á ferð um Norðurlöndin, til að kynna stefnu samtakanna gegn stefnu Portiraala í Angóla og Mosambique, og gegn ,,apartheit“- stefnu Suður-Afrikustjómar gagn- vart svarta meirflilutanum þar í landi. Forseti Mauritaniu sagði, að Por- túgalar væru með 200 þús. manna herlið í Mosambique og Angóla, og væra þeir langflestir Þar. Án stuðn ings NATO gætu Portúgalar ekki bairizt af eins mikilli hörku og þeir gera í Angóla. Portúgalar leggja NATO til þrjú herfylki, og helming ur þess herafla berst gegn frelsis- hreyfingunum í Angóla. Forsetinn sagði, að frelsisbarátta Afríkumanna nyti stuðnings margra landa, og þar væra fremst í flokki sósíalistísku rfkin og Svíþjóð. Enn- fremur styddu margar stofnanir frelsishreyfingarnar og bæri þar að nefna Menningar- og fræðslustofn- un Sameinuðu þjóðanna — UNES CO, Matvæla og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna — FAO og Heimssamtök kirkjunnar. Þessar stofnanir hafa lagt frelsisherjunum til fé, til að koma upp fræðslustarf- semi á þeim landsvæðum, sem þeir ráða yfir. Þá sagði forsetinn, að á fundi, sem hann hefði átt með íslenzku ríkisstjórninni, hefði stjórnin lýst stuðningi við Einingarsamtökin í af- stöðunni gegn S-Afríkustjórn og ný- lendustefnu Portúgala í Angóla og Mosambique. Forsetinn sagðist von ast til, að íslenzka stjómin gerði sitt, til að opna augu Portúgala og koma þeim í skilning um það, að timi nýlendukúgunar tilheyrði for- tíðinni og sagðist hann vita, að Islendingar myndu gera sitt til þess, enda hefði ísland verið dönsk ný- lenda í um það bil sex hundmð ár og vissum við því vel, hvað væri að láta kúga sig. Síðan vék Motkar ould Daddah að apartheitstefnu S-Afríkustjórn ar, og sagði, að tíundi hver Afríku- negri byggi í Suður-Afríku og væru svartir menn þar í miklum meiri- hluta. Yfir þessu fólki drottnar hin hvíta stjórn undir forsæti Fosters, með ofbeldi. — Fer hún í engu eftir beiðnum erlendra rikja Framrald á bls. 14. Tvísýnar kosningar í Færeyjum í dag SB—Reykjavík, mánudag. Kosnir verða á morgun, þriðjudag, tveir fulltrúar Fær- eyja á danska þingið og geta úrslit þeirra kosninga ráðið um það, hvaða ríkisstjórn sezt að völdum í Danmörku. Sex flokkar bjóða fram í Færeyj- um og hafa fimm menn mögu- leika á að ná kosningu. Fær- eyskir jafnaðarmenn hafa lýst yfir stuðningi við flokksbræð- ur sína í Danmörku, en hinir flokkarnir fimm eru allir þeirr ar skoðunar, að færeysku þing mennirnir á danska þinginu eigi að vera hlutlausir. Mjög er talið líklegt, að Johan Nielsen, efsti maður á lista jafnaðarmanna, nái kosnipgu og þar með hefur Jens Otto Krag fengið eitt þingsæti til viðbótar þeim 87, sem jafnaðarmenn fengu i dönsku kosningunum um dag- inn. Borgaraflokkarnir hafa 88 þingsæti á móti, svo þá er stað an jöfn. En það er enginn kominn til að segja, að það sé alveg öruggt, að Nielsen nái kosn- ingu og í það heila, er mjög erfitt að spá nokkru. Fram að þessu hafa Færeyingar ekki sýnt mikinn áhuga á þessum kosningum, en síðustu dagana virðist harka farin að færast í leikinn. Af hinum flokkunum virðist Fólkaflokkurinn einna líkleg- astur til að koma manni að og yrði það þá Hákon Djuurhus, sem er hlutlaus á danska þing- inu. Ef þessar gömlu kcmpur, sem báðir hafa setið á danska þinginu, komast ekki að, era fleiri möguleikar fyrir hendi: Ef kosningaþátttakan verður góð í þessum kosningum, hvað hún er venjul. er ekki í þing- Framrald á bls. 14. óigla inn Hotnafjörð í biíðunni, og í baksýn eru Hornófjarðarfjöllin. (Tímamynd Kárfi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.