Tíminn - 05.10.1971, Síða 5

Tíminn - 05.10.1971, Síða 5
Í»RIÐJUDAGUR 5. október 1971 TIMINN 5 DENNI DÆMALAU5I — Kannski þeir hafi allir breytzt í fiðrildi og flogið burtu. Elísabetu Taylor er nú farið að faxa talsvert aftur, enda er hún að verða fertug. Hún viður- kennir fúslega sjálf, að hið full- komna andlit hennar sé ekki það sem það eitt sinn var. Hún hef- ur einni höku of mikið og hrukk urnar eru orðnar fastar kring- um Þessi fögru, fjólubláu augu. En það er ekki að tala um að beita neinum brögðum til að af- má merki ellinnar. Liz hatar andlitslyftingar og allt þess hátt ar. — Hver einasta hrukka, seg- ir hún, - er afleiðing þess lífs, sem maður hefur lifað, og þar með hluti af persónuleikanum. Maður á að vera stoltur af þeim. Vafalaust hefur Liz þarna mjög svo rétt fyrir sér, en spurning- in er, hvort einhverjar af „eldri“ kvikmyndaleikkonunum eru sammála kynsystur sinni. Ekki er annað að sjá, en hvukk- urnar fari Elísabetu bara allvel. ukUMmmuiinmuuJUiiiiiiiiiWMHiinnnnimiiinnniiuimmiiiiiiiuiimiunminninmiunuiauminiimmunm »*♦ MEÐ MORGUN KAFFiNU Pálmi Ólafsson heitir maður. Hann var um skeið kyndari á togarar hjá Þórarni Olgeirssyni, sem þá var skipstjóri. Einu sinni var Það, að Pálmi kom upp úr kyndirúminu. Hann hafði svitnað mikið og sá ekki f hann fyrir kolaryki og salla. Þegar skipstjóri kom auga á hann, varð honum að orði: „Ósköp eru að sjá þig, maður! Þú ert eins og svertingi í fram- an. Af hverju ertu svona?“ „Það er af því að kolin eru ekki hvít,“ svaraði Pálmi þá. Björn Jónsson „keyrari" á Síglufirði ók einu sinni Jakobi Havsteen kaupmanni á Akureyri Og nokkrum öðrum heldri mönn- um frá skipsfjöl upp að Hvann- eyri í Siglufirði. Á leiðinni spurði Jakob: „Keyrið þér sfld?“ „Já, — og þorska,“ svaraði Björn. Þeir þögðu. Sveitarígur mun hafa verið nokkur milli Berfirðinga og Breiðdæla. Á Djúpavogi höfðu menn það skimp, að Skúli fógeti hefði fundið upp hjólbörurnar'til þess að kenna Breiðdælingum að ganga á afturfótunum-1 Matthías Jochumsson orti út- fararljóð, sem sungin voru við jarðarför Jóns Sigurðssonar og konu hans. I þeim skáldskap voiru tvær ljóðlínur, sem mönnum gekk illa að skilja, en Grímur Thomsen kom með þessa skýr- ingu: „ „Mikli freysroðinn rauði.“ — Það er auðvitað Jón Sigurðs- son. „Reykur, bóla, vindaský.” — Það er Matthías.“ Skúli á Keldum var ekki kvörtunarsamur, þó að eitthvað blési á móti. Eitt sumarið leit mjög illa út með grassprettu þar eystra á Rangárvöllum. Þegar komið var nálægt slátt- arbyrjun, var Skúli staddur á mannfundi niðri í sveitinni. Bændur býsnuðu mjög fyrir sér. sprettuleysið, og einn þeirra vék sér að Skúla og spurði: „Hvernig er grasið rjá þér, Skúli?“ „Ha, grasið?“ sagði Skúli. „Það er grænt.“ Sr. Bjarni Jónsson var settur biskup um skeið. Pétur Ottesen alþingismaður hringir þá eitt sinn til hans og spyr, hvort hann tali við biskup- inn yfir íslandi. Sr. Bjarni spyr á móti, hvort hann hafi heyrt söguna af telp- unni, sem var að hlusta á út- varp og sagði við móður sína: „Þulurinn var að tala um lægð yfir Grænlandi og biskup- inn yfir íslandi — Kemur þá ekki vont veður mamma?" Nú hefur Júlíana Hollands- drottning enn einu sinni verið að ergja þegna sína. Hún hefur reyndar alla tíð verið í sam- bandi við „annan heim“, nokk- uð sem olli henni vandræðum, þegar hún fór til spákonu og tók síðan stjómmálalegar á- kvarðanir eftir hennar sögn. Þetta var 1956. Nú hefur drottn ingin aftur leitað ráða andanna, —- ★ —★ — Karl Gustaf, „Tjabbe“ Svía- prins, er hið mesta kvenna gull, eins og flestir vita. En nú þykir ýmsum kominn tími til að hann fari að festa ráð sitt, og þá eink- um afa hans, hinum 87 ára gamla Svíákonungi. Sá gámli vill helzt, að prinsinn kvænist Önnu Bretaprinsessu, en það segir Tjabbe, að ekki komi til mála. Nýlega var blaðamaður frá brezka blaðinu Daily Mirror staddur í Stokkhólmi og átti hann þar viðtal við prinsinn um samband Þeirra Önnu. Éins og flestir vita, hafa oft sézt myndir af þeim saman og hann hefur skroppið í heimsókn þangað. En prinsinn vill ekki meina, að þetta sé neitt meira. — Ég elska hana ekki og ég held, að það sama sé að segja um hana. Við skrifumst ekki á og hringjum heldur ekki hvort til annars. Svo var prinsinn spurður að því, hvers vegna hann væri þá svo oft að hitta hana. — Það er afi, sem hefur kom ið því til leiðar, svaraði Tjabbe. — Eg held, að hann vilji endi lega, að það vetðum við tvö og ég er viss um, að það var upp- í þetta sinn gegnum mann nokkurn, sem segist geta lækn- að fólk með einhverju segul- magni, sem í sér sé. Drottning- in kallaði á segulmanninn til að lækna veikindi tengdamóður sinnar, sem er 87 ára. Talið er að þetta geti leitt til þess, að Beatrix prinsessa setjist fyrr í hásætið en ella. — ★— ★ — runalega þessvegna, að við vor- um alltaf bæði boðin í sömu veizlurnar og kynntumst. Við erum ágætis kunningjar og mér finnst Anna sérstaklega indæl stúlka, en ég elska hana bara ekki. — Hefurðu verið ástfanginn? spyr blaðamaðurinn. Þá roðnaði krónprinsinn og yppti svo öxlum. — Já, en það var bara ekki hægt . . . Að lokum spurði blaðamað- urinn, hvort prinsinn héldi, að hann myndi kvænast prinsessu. Prinsinn vildi ekki svara beint, en sagði: — Þegar ég gifti mig, verður það aðeins af ást, ekki neinu öðru. Elzti maður í Rússlandi, Sji- rali Mislimov frá Aserbaidsjan, er 166 ára að aldri og nú eru afkomendur hans orðnir 220 tals ins. Þeir voru 117 þar til fyrir örfáum dögum, að dóttur-dóttur- dóttir hans eignaðist þríbura, allt stúlkur. í frétt þessari, sem cir frá Tassfréttastofunni komm, segir að lokum, að þríburamóð- irin hafi átt 10 börn fyrir, eftir 13 ára hjónaband og að langa- langafanum líði vel og sé hress og kátur. — ★ — ★ — Tveggja ára ítölsk stúlka, Lydia að nafni, er alveg að setja foreldra sína á kúpuna. Hún ét- ur þá hreinlega út á gaddinn. En þetta er nauðsynlegt ijrir litlu stúlkuna, ef hún á at? halda lífi. Barnið hefur mjög sjald- gæfan efnaskiptasjúkdóm, sem ekki er hægt að lækna með lyfjum og hún er of ung til að þorandi sé að skera hana upp. Til að líkami hennar fái nóg f vítamínum og eggjahvítuefni til að halda lifi, þarf blessað barn- ið að innbyrða gríðarlegar mál- tíðir á dag. Hún borðar til jafn- aðar á dag eitt kíló af kjúkl- ingum, kálfakjöti og héra, sex egg, tvö kfló af banönum og tvo til þrjá lítra af mjólk í aðal- máltíð, en auk þess snæðir hún millimáltíðir, sem samanstanda af þrem lítrum af vatni, gulrót- um, selleríi, spínati, smjöri, osti og baunum. Til að fjölskyld- an hafi efni á þessum ósköpum, hafa flest húsgögnin á heimilinu verið seld. Lydia litla á tvö syst- kini, sem verður að loka inni, til að þau sjái ekki systur sína borða, því þau geta ekkert feng- ið nema kássu og hrísgrjón. — Þrátt fyrir ótal umsóknir hef- ur ríkið ekki enn fallizt á að styrkja foreldra Lydiu til matar- kaupanna. Læknirinn segir, að ef Lydia fái ekki allt Það að borða, sem hún þurfi, muni hún fá hægan dauðdaga. -★-★■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.