Tíminn - 05.10.1971, Page 12

Tíminn - 05.10.1971, Page 12
12 TÍMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. c.któber 1971 Þróttur sló út Þrótt - Þróttur Re. sigraði Þrótt Nk. 6:2 og er þar með kominn í 8-liða úrslit í Bikarkeppni KSÍÍ. Þeir yngstu gerðu aftur jafntefli Úrsti+aleikurirtn milli KR og Fram í 5. flokki í íslandsmótinu í kna+tspyrnu — sá annar í röðinni — fór fram á sunnudaginn á Melavellinum. Lauk leiknum eins og fyrri leiknum meS jafntefti, 0:0, og verða því Hðin *ð mætast enn einu sinni. KR og Fram munu einnig mætast í úrslitaieiknum í 2. fiokki, því um helgina sigraöi KR ÍBA 3:1 og Fram sigraði ÍBA 1:0 í úrslitakeppninni í þessum flokki. Reykvíski Þróttur varð sér úti um sæti í 8-liða úrslitum í Bik- arkeppni KSÍ sl. laugardag, er það' sigraði nafna sinn frá Nes- kaupstað 6:2 í leik liðanna, sem fram fór á velli hinna síðar- nefndu. Þetta var í 3ja sinn í sumar sem nafnarnir mætast, og þetta var í 3ja sinn sem „stóri Þróttur“ fór með yfirburða sig- ur af iiólmi. Fyrri leikjunum tveim, sem báðir voru í 2. deild, lauk með stórum töluin — 8:2 og 6:1 — en samtals hefur Þróttur Reykjavík sigrað Þrótt frá Nes- kaupstað 20:5 í þessum þrem leikjum. Hinir austfirzku Þróttarar gengu ákveðnir til leiks, enda höfðu þeir Isfirðingar féllu fyrir Akureyringum - Dómarinn dæmdi þrjár vítaspyrnur í leiknum, en sleppti þeirri fjórðu á lokamínútunum ,,Það var annarrardeildar lykt af Akureyringum í þessum leik,“ sagði fréttaritari okkár á lcik ísafjarðar og Akureyrar í Bikar- keppni KSÍ, sem fram fór á ísa- firði á sunnudaginn, þegar við hringdum vestur til að fá nánari fregnir af leiknum. „Þeir voru ekki betri en miðlungs 2. deildar lið, sem hér liafa leikið í sumar, og þeir geta talizt Iicppnir að feomast áfram í keppninni, því að þeir voru engan veginn betri en ísfirðingar — en örlítið heppnari og þcir höfðu dómara leiksins sem er héðan, Jens Kristmanns- son, með sér á lokamínútunum, þegar hann sleppti augljósri víta- spyrnu á Akureyri.“ — Þegar það gerðist var stað- an 3:2 fyrir Akúreyri og höfðu ís- firðingarnir sótt án afláts síðustu 15 mín. Þá sló einn af varnar- mönnum Akureyrar boltann inn í vítateig á síðustu sek. leiksins, og bjuggust allir við að dæmd yrði umsvifalaust vítaspyma, því að dómarinn hafði fyrr í leiknum verið búinn að dæma þrjár slíkar á enn minni brot, en þessari sleppti hánn. Var mikil óánægja meðal áhorfenda með þetta, og höfðu menn orð á því eftir leig- inn, að ef leikurinn hefði farið fram fyrr um daginn, hefði Sjálf- stæðisflokkurinn ekki fengið nema 2 menn kjörna í kosning- unum, sem fram fóru í dag, því Jens var þar fimmti maður á lista þeirra. Þetta var annars góður leikur og skemmtilegur — einn af þeim betri sem hér hafa farið fram. ísfirðingar byrjuðu að skora á 15. mín. Það var Jóhann Torfa- son. sem skoraði markið eftir gott upphlaup. Akureyringar fengu sitt bezta tækifæri í hálfleiknum þegar þeir fengu vítaspyrnu, en Magnús Jónatansson skaut úr henni fram hjá marki. í síðari hálfleik var aftur dæmd vítaspyma á ÍBÍ og þótti mönnum það strangur dómur. Einn varnarmaður datt á boltann og var honum spyrnt í hendi hans, þar sem hann lá. Magnús Valur í vandræðum á Húsavík fékk ekki að taka þessa spyrnu, en Skúli Ágústsson settur til þess í staðinn og skoraði hann örugg- lega úr henni. Skömmu síðar komust Akureyr- ingar yfir, 2:1, þegar útherji þeirra komst í sendingu sem ætl- uð var markverði og skoraði hann auðveldlega. Við þetta dofn- aði yfir heimamönnum og Akur- eyringar skoruðu aftur. Var það gott mark hjá Skúla Ágústssyni, eftir skemmtilegt upphlaup upp miðjuna. Þegar svo um 20 mín, voru eftir var enn dæmd vítaspyrna, að þessu sinni á Akureyringa, og skoraði Albert Guðmundsson úr henni. Það er ekki Albert for- maður KSÍ, heldur nafni hans, sem einnig er stór og sterkur — en ekki eins lipur og sá gamli. Við þetta mark byrjaði aftur að Framhald á bls. 14. um helgina á undan sigrað FH, sem var með beztu liðum í 2. deild í sumar, 6:0, og voru þeir því bjartsýnir á útlcomuna í þess- um leik. En þeir vöknuðu upp eftir að búið var af) spymu lenett- inum á milli manna í örfáar sek- úndur, þegar HaHdór Bragason, sendi hann í netið eftir auka- spyrnu, af 25 til 30>metra færi. Við þessa byrjun brotnuðu Austfirðingarnir niður og Sunn- lendingarnir tóku. öll völd á vell- inum. Þeir bættm fljótlega við tveim mörkum, en þau gerðu þeir Hilmar Sverrisson og Sverrir Brynjólfsson. Örl.ítið lifnaði aft- ur yfir Austfirðingunum þegar Theodór Guðmuitdsson, þjálfari liðsins minnkaði bilið í 3:1, en rétt fyrir hálfleiik skoraði Sverr- ir aftur og var þ<ví staðan í háK- leik 4:1 fyrir Þróttarana í rönd- óttu peysunum. f síðari hálfleik var fátt um fína drætti hjá heimamönnum, en þó tókst þeim að skora éitt mark. Gestirnir þökkuðu fyrir sig með tveim til viðbótar (Hilrnar og Að- alsteinn) og kviöddu síðan nafna sinn á Austfjörðum að sinni. Knattspymulega séð var leikur- inn heldur ómerkilegur, en þó mátti sjá þokkalegan samleik hjá reykvízka Þrótti, enda var vöm hinna mjög opm og óstöðug. Fjár hagslega séð var leikurnm þó verri, því bæði liðin töpuðu stór- um upphæðum á honum. Innkom- an á leikina var um 14 þús: kt, og þegar búið var að draga frá kostnað við dómara og IhmveiSí, var ekki eftir nema um S þús. krónur til skiptanna milh félag- anna. Sú upphæð dugði skammt upp í ferðakostnað. Hinir reyk- vízku þróttarar þurftu að greiða um 19 þúsund krónur til að kom- ast austur, og hinir þurftu að greiða álíka upphæð til að fá sína leikmenn heim, en þeir voru marg ir komnir suður á land, þar sem þeir verða við nám og störf í vetur. Veðurguðirnir voru Valsmönnum hjálplegir, er þeir sigruðu Völsung 1:0. Leikmenn 1. deildarliðs Vals og 3. deildar liðs Völsunga frá Húsa- vík, sem mættust í Bikarkeppni KSÍ s.l. laugardag, fengu á þeim 90 mín. sem leikurinn stóð, að finna fyrir hinni duttlungafullu veðráttu okkar íslendinga. Þeir hófu leikinn í logni og sólskini, ] þá kom steypiregn, síðan slyddaj og loks hávaða rok. Við þessar j aðstæður varð knattspyrnan j fjölbreytt - þótt heldur væri hún lítil — en baráttan í leiknum því meiri. Valsmenn höfðu orð á því eftir leikinn, að mikið hafi þeir verið heppnir þegar Bergsveinn Alfons- son, fyrirliði, vann hlutkesti og valdi rétt mark til að leika á. Það skipti engu máli þegar leik- urinn var að hefjast, á hvort mark ið væri leikið, því þá var blanka logn. En í síðari hálfleik fór að hvessa og léku þá Valsmenn und an sterkum vindi, og réði það öllu. Þeir töldu að ef heimamenn hefðu verið undan í síðari hálf- leik, hefðu þeir sjálfsagt orðið sigurvegarar í leiknum, því að þeir hafi verið aðgangsharðir, og hefðu þeir ekki boðið í að mæta þeim ef þeir hefðu haft vindinn með sér. Húsvíkingarnir voru betri aðil- inn í leiknum í fyrri hálfleik og hefði lítið verið hægt við því að segja þó að þeir hefðu haft yfir í leikhléi. Þeir áttu í upphafi tvö góð tækifæri, sérstak- lega þó annað, en þá tókst Sig- urði Dagssvni að verja á síðustu stundu með því að reka tána í knöttinn og breyta stefnu hans þannig, að hann fór fram hjá i stað þess að fara í mark. Það var feikna kraftur í Völsungum, sem REYKJANESMÓT í KYRRÞEY? f niikilli kyrrþey hófst Reykja- nesmótið í handknattleik um síð- ustu helgi. Þá léku í íþróttahús- inu í Hafnarfirði Haukar og Grótta og lauk þeim leik með sigri Hauka 22:17. Gróttuliðið kom Haukunum sýnil. á óvart, því að þeir voru í hinum mestu vandræðum með það. Var staðan í hálfleik jöfn, 8:8, og var það ckki fyrr en undir lokin að Haukunum tókst að tryggja sér sigur. Eftir því sein við höfum frétt mun mótið halda áfram á morgun á sama stað, og leika þá FH og Haukar. Ætti það að geta orðið hörð viðurgein, því Haukarnir eru allt annað en hressir út í FH- inga, sem tekið hafa frá þeim tvo góða leikmenn, og fá þeir því sjálfsagt óblíðar viðtökur. höfðu á sínum snærum tvo fyrr- verandi landsliðsmenn, þá Hrein Elliðason og Halldór Björnsson auk frábærs markwarðar,, sem var Sigurður Þór Pétursson, er lék áður með yngri flokkunum hjá mótherjanum í þessum leik, Val. Valsmenn voru slakir í fyrri hálfleik, en vörnin stóð þó fyrir sínu þá stundina. í síðari hálfleik reyndi lítið á hann, því að þá byrj aði að hvessa og heimam. urðu að draga sig aftur, til að verjast pressu Valsmanna undan vindin- um. Áttu þá Valsmenn nokkur góð tækifæri, en þeirra fyrrverandi markvörður gerði þeim lífið leitt, með því að verja meistaralega hvað eftir annað. Voru þeir farn- ir að halda að ekki væri hægt að koma knettinum í netið hjá hon- um, en þeim tókst það þó loks, og var Ingvar Eliasson þar að verki með lúmsku skoti, sem end- aði í bláhorninu. Þetta mark nægði Valsmönnum til sigurs í leiknum og kom þeim í 8-liða úrslit. Völsungarnir áttu ekki svar við þessu marki, því þótt þeir næðu skyndiupphlaup- um á milli gegn vindinum, tókst þeim ekki að komast í almennileg færi og urðu því að sætta sig við að tapa þessum leik. Var það sárt, því þeir voru sízt lakari en 1. deildarleikmennirnir að sunn- an on við veðurguðina réðu þeir ekki. Björgvin Björgvinsson, Fram, reynir hér aS komast í gegnum varnarvegg- inn hjá KR, í hinum sögulega leik í gaerkveidá. (Tímamynd Róbert)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.