Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 24
25. janúar 2004 SUNNUDAGUR Hlýnandi loftslag veldur því að jöklar bráðna sífellt hraðar: Jöklar hverfa að mestu Flestir jöklar landsins munuhverfa að mestu, Suðaustur- landið rísa og sjávarmál hækka víðast hvar á landinu ef svo fer fram sem horfir. Þetta eru líkleg áhrif hlýnandi loftslag á jökla og yfirborð sjávar. „Jöklar á landinu eru flestir að hopa eftir stutt framrásar- skeið sem stóð milli 1980 og 1995,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstof- unni, sem hefur ásamt Guðfinnu Aðalgeirsdóttur, jarðeðlisfræð- ingi á Raunvísindastofnun Há- skólans, rannsakað áhrif hlýn- andi loftslags á jökla. Tómas bætir við að afrennsli margra jökla geti aukist um fjórðung til þriðjung á næstu 30 árum vegna hlýnandi loftslags. „Það skiptir miklu máli fyrir ýmsa sem nýta vatn, sérstaklega virkjanir. Sam- fara þessu munu jöklar fara að hopa með vaxandi hraða. Það breytir ásýnd ýmissa jökul- sporða frá því sem nú er,“ segir Tómas. „Það stefnir í að jöklar hér á landi, að Vatnajökli frátöld- um, muni að mestu hverfa á næstu 200 árum. Vatnajökull verður eitthvað lengur en mun minnka á næstu hundrað til 200 árum. Því mun fylgja landris á Suðausturlandi þannig að strand- línan færist eitthvað út fyrir nú- verandi strönd og sker sem eru úti fyrir ströndinni munu hækka í sjónum. Þetta er alveg öfugt við þá breytingu sem verður á sjáv- armáli annars staðar á landinu. Almennt er hafsborð í heiminum að hækka.“ Áhrifin á Íslandi verða minni en víðast annars staðar vegna þess hversu landið er bratt. Það er helst að hækkandi sjávarmál auki á vandræði þar sem menn búa þegar við flóðahættu. Ár kunna líka að taka breyt- ingum. Tómas segir hugsanlegt að vatnaskil breytist þannig að jökulvatn sem hefur hingað til runnið til sjávar í ákveðnum ám færist yfir í aðrar nærliggjandi ár. ■ Þorbergur Hjalti Jónsson, skóg-fræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands, segir það allt fara eftir því hvort og þá hvernig hlýni á Íslandi hvernig breytingar verði á trjágróðri. Flestar spár benda til þess að loft muni hlýna frekar á veturna en sumrin. „Niðurstaðan gæti orðið á ýmsa vegu en það má almennt bú- ast við því að trjávöxtur aukist, það er að segja að því marki sem hlýnar yfir sumartímann,“ segir Þorbergur Hjalti, sem á þó erfitt með að sjá fyrir hvaða breytingar gætu orðið. „En með hlýnandi vetri er orðin meiri hætta á kali á trjátegundum, sérstaklega þeim sem koma úr Miðjarðarhafslofts- lagi, svo sem lerki. Svo gætu skor- dýr eins og Sitkalús orðið skæð en hún hefur skemmt mikið af greni- trjám. Lúsin lifir allan ársins hring og því mildari sem veturinn er, því betri tíð er fyrir lúsina. Mildur vetur gæti einnig haft áhrif á sveppi sem valda skemmd- um á trjám.“ Hlýnandi vetur hefur þó ekki bara neikvæð áhrif á trjágróður. Ef hlýnar yfir sumartímann má búast við að vöxtur verði meiri og að trén breiði meira úr sér en þau gera nú. Að sögn Þorbergs Hjalta hefur það aðeins verið skoðað hvaða nýjar trjátegundir muni skjóta rótum hér með hlýnandi loftslagi. „Það hefur jafnvel verið sett á prent að ef einhverjar af þessum spám gangi eftir um mikla hlýn- un geti mjög suðlægar trjáteg- undir náð rótfestu hér. Það er jafnvel talað um eik,“ segir Þor- bergur Hjalti og bætir við að þá yrði veðurfarið hér líklega eins og á Skotlandi eða í Norður- Englandi. ■ Hækkandi hitastig: Fleiri skordýr? Ef svo fer að hitastig á Íslandihækkar eykur það möguleika fyrir ýmis dýr að setjast hér að,“ segir Erling Ólafsson skordýra- fræðingur. „Þau dýr sem eiga fyrst og fremst möguleika á að koma hingað eru þau sem geta flogið hingað, sem og þau dýr sem slæðast hingað til lands með varn- ingi svo sem plöntum, trjám og grænmeti. Þar á meðal eru ein- hvers konar meindýr.“ Erling segir allnokkrar tegund- ir geta átt erfiðara um vik að lifa hér vegna hækkandi hitastigs. „Það eru þá helst hánorrænar skordýrategundir sem finnast að- allega á hálendinu,“ segir Erling skordýrafræðingur. ■ Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur: Aukinn trjávöxtur og meiri skemmdir HOFSJÖKULL EFTIR 150 ÁR Líkanreikningarnir hér að ofan eru gerðir út frá þeirri forsendu að það hlýni um 1,5 gráður að sumri og 3,0 að vetri yfir 100 ára tímabil (0,015 og 0,030 á ári) og úrkoma aukist um 5 prósent fyrir hverja gráðu sem hitnar. Líkanið er hluti af samvinnuverkefni Raunvísinda- stofnunar og Veðurstofunnar. Spáin um hitabreytingarnar er niðurstaða úr stærra verkefni sem er samvinnuverkefni allra Norðurlandanna og heitir Climate, Water and Energy (CWE). MYND/GUÐFINNA AÐALGEIRSDÓTTIR, RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS BLÓMSVEIFA Flugum gæti fjölgað á Íslandi með hlýn- andi tíðarfari. Blómsveifa líkist geitungi en er sauðmeinlaus. M YN D /O D D U R SI G U RÐ SS O N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.