Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 23
23SUNNUDAGUR 25. janúar 2004 ferðum. Umræðan má ekki stjórnast af einhverjum rétt- trúnaði. Staðan sem uppi er nú vegna Landspítala er ekki uppi vegna stefnubreytingar sem miðar að einkavæðingu, en einkarekstur er hér á landi í stórum stíl utan spítalans. Stundum er talað eins og einka- væðing og einkarekstur muni bjarga öllu, eins og þá verði skyndilega til nógir peningar. Þetta finnst mér vera fljótandi tal. Menn mega ekki gleyma að við erum með einkarekstur víða í heilbrigðiskerfinu, til dæmis í sérfræði- og öldrunarþjónust- unni. Þetta hefur gengið ágæt- lega en kostar fjármuni, engu síður en ríkisreksturinn.“ Getur verið að það sé Sjálf- stæðisflokkurinn sem leggur lín- urnar í heilbrigðismálum fremur en Framsóknarflokkurinn? „Nei, við mótum þessa stefnu fyrst og fremst, en auðvitað er hún niðurstaða samkomulags tveggja flokka í samsteypu- stjórn. Ríkisstjórnin og stjórnar- flokkarnir standa að stefnunni í heilbrigðismálum, en hún er út- færð af mér hér í ráðuneytinu. Samstarfsflokkurinn heldur utan um fjármálin og peningar eru auðvitað afl þeirra hluta sem gera skal. Ég get ekki einfald- lega sagt að hlutirnir eigi að vera á ákveðinn hátt og farið svo og sótt peningana í fjármála- ráðuneytið.“ Ertu þá undir hælnum á Geir H. Haarde fjármálaráðherra? „Ég myndi ekki orða það þannig en eðli málsins sam- kvæmt þarf ég, eins og allir ráð- herrar, að hafa mikið samstarf við fjármálaráðherra. Það er hann sem fer með fjármunina og það sem gert er þarf að vera í samkomulagi við ríkisstjórn- ina.“ Finnst þér ekki að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi undanfarið ver- ið að beygja þig í hverju málinu á fætur öðru? „Nei, ég hef náð samkomulagi um þau mál sem ég hef farið með og ríkisstjórnin og stjórnar- flokkarnir standa að þeim.“ Sé ekki af hverju ég ætti að víkja Nýlega kom fram að hér á landi hefur öryrkjum fjölgað um 50 prósent á sex árum. Verður ríkisstjórnin ekki að bregðast við þessu á einhvern hátt? „Það þarf að skoða grannt hvaða ástæður eru fyrir þessu. Það var athyglisvert að heyra kenningu um það að aukin harka á vinnumarkaði sé orsök þessa. Ég held að það sé mjög alvarlegt mál ef menn eru dæmdir út af vinnumarkaði vegna örorku.“ Nú verða breytingar hjá fram- sóknarmönnum í haust. Halldór Ásgrímsson verður forsætisráð- herra og einn framsóknarráð- herra verður að víkja úr emb- ætti. Nú ert þú elstur framsókn- arráðherranna og sennilega í erf- iðasta ráðuneytinu, í það minns- ta því vanþakklátasta. Óttastu um ráðherradóm þinn? „Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Ég hef gefið kost á mér til að vera áfram í þessu ráðu- neyti og hef haft ánægju af því að fást við þau verkefni sem hér eru. Ég hef nóg að gera og mun vinna mín verk af kostgæfni þangað til 15. september. Síðan verður ákveðið hver víkur. Ég sé ekki af hverju ég ætti að víkja. Framsóknarflokkurinn þarf fyr- ir og eftir 15. september að höfða til þess breiða hóps sem studdi flokkinn til góðra verka í kosningunum í fyrra.“ Muntu berjast fyrir þínu sæti? „Auðvitað. Ég hef fullan hug á að ljúka því verki sem mér var falið.“ Hagur öryrkja hefur batnað Það varð mikill hvellur fyrir jólin vegna samkomulags sem þú gerðir við öryrkja en þeir sök- uðu síðan ríkisstjórnina um að standa ekki við gerðan samning. Hvernig horfa samskiptin við Ör- yrkjabandalagið við þér? „Ég sagði í umræðum fyrir jólin að ég og fulltrúar öryrkja hefðum kannski þurft að ganga betur frá viljayfirlýsingu okkar. Hins vegar er ég mjög ánægður með að um áramótin tók gildi mesta kjarabót sem þeir sem ungir verða öryrkjar hafa fengið um árabil. Sú kjarabót kom til af því að ég og fulltrúar Öryrkja- bandalagsins settumst niður og töluðum saman og komumst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að fara í þessar aðgerðir. Síðan komu upp fyrir jólin mismun- andi túlkanir á samkomulaginu. Mér mislíkar hvernig málinu var snúið upp í harða gagnrýni á flokk minn, en ég hvorki vil né get ráðið því hvernig andstæð- ingar mínir haga orðum sínum. Nú er orðið hljótt um málið enda er þarna um að ræða gríðarlega kjarabót sem ég er stoltur af. Ég sagði jafnframt að vitaskuld lyki réttindabaráttu öryrkja ekki með þessum aðgerðum. Á miðju ári munum við meta hvernig til hefur tekist. Ég er stoltur af því að hafa komið málinu í kring í góðri samvinnu við Öryrkja- bandalagið en þar eru fyrir bar- áttumenn sem eru ekki þekktir fyrir að skafa utan af hlutunum. Þótt við höfum eldað saman grátt silfur sjá það þeir sem vilja sjá að aldrei hefur hagur öryrkja batnað jafn mikið og á síðustu árum. Það er auðvitað það sem skiptir máli.“ Ef þú verður áfram heilbrigð- isráðherra þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætis- ráðherra, gerirðu þá ráð fyrir að fá meira svigrúm en þú hefur kannski fengið hingað til í emb- ætti? „Ef þú ert að tala um peninga held ég ekki að það verði auð- veldara að sækja þá til Halldórs en annarra. Breytingar verða alltaf með mannaskiptum en ég á ekki von á því að ráðuneytin leiki lausum hala undir stjórn Halldórs. Framsóknarflokkur- inn er í samstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn og verður það áfram þannig að ég á ekki von á að það verði kúvendingar í störfum rík- isstjórnarinnar.“ Siglir ekki lygnan sjó Ef Ísland á að teljast öflugt velferðarríki, er þá ekki misráðið að ætla sér að spara peninga í heilbrigðiskerfinu? „Ríkisstjórnin hefur verið að leggja aukna fjármuni í heilbrigð- is- og tryggingakerfið. Það eru tíu milljörðum króna hærri framlög til bæði heilbrigðis- og trygginga- mála en var á árinu 2003. Þetta er að hluta til vegna hækkandi bóta, verðlagsuppfærslna, launahækk- ana og vegna þess að verið er að taka upp nýja starfsemi. Fjár- þörfin er rík þrátt fyrir aukin framlög og það sem við erum að gera er einfaldlega að slá á sjálf- virka útgjaldaaukningu. Við vilj- um veita sem besta þjónustu í heilbrigðiskerfinu, höfum sett okkur metnaðarfull markmið og verjum 40 prósentum af ríkisút- gjöldunum í heilbrigðis- og trygg- ingamál. Auðvitað verður heil- brigðiskerfið, eins og aðrir þættir í samfélaginu, að reka sína starf- semi á hagkvæman hátt.“ Þú varst vinsæll og óumdeild- ur þegar þú tókst við embætti en ert nú orðinn frekar umdeildur ráðherra. Ertu ekki farinn að lýj- ast í öllu þessu mikla þvargi sem fylgir þessu starfi? „Ég er vanur að vinna og er í ágætu formi. Ég hef gaman af að vinna með því góða og öfluga fólki sem er í heilbrigðiskerf- inu. Það er vel menntað og kem- ur sínum málum vel frá sér. Áður var ég formaður fjárlaga- nefndar og þá mæddi mikið á mér, enda voru uppi miklar kröfur, ekki bara í málum sem vörðuðu heilbrigðiskerfið. Ég var í sjónvarpsviðtali um dag- inn um málefni Landspítalans og mér fannst allt í einu eins og ég hefði verið í því viðtali áður. Svo rifjaðist upp fyrir mér sá tími þegar ég var formaður fjárlaganefndar en þá var ég einmitt oft í viðtölum um spítal- ann og fjárþörf hans, þannig að þessi aðstaða er ekki ný. Á sín- um tíma vann ég náið með fyrr- verandi heilbrigðisráðherra hér í þessu ráðuneyti og var í ýmsum verkum. Ég fékk einu sinni það verkefni, ásamt Ein- ari Oddi Kristjánssyni og fleir- um góðum mönnum, að skera niður 160 milljónir af lands- byggðarsjúkrahúsunum. Það urðu þvílík læti í kringum það að þetta mál sem er uppi núna er einungis dauft bergmál af því. En það er alveg ljóst að maður siglir ekki lygnan sjó í ráðuneytinu fremur en í pólitík- inni yfirleitt.“ kolla@frettabladid.is Það þurfti að leita leiða til að hagræða í starfsemi spítalans en um leið er mikilvægt að öryggis sé gætt. Ef stjórnendur spít- alans álíta að einhverjar af þessum aðgerðum dragi úr öryggi mun ég fara betur yfir þau mál með þeim. Hlutverk spítalans er mjög sérstakt. Hann er endastöðin í heil- brigðiskerfinu og getur ekki vísað annað verstu tilfellum sem til hans koma. Þarna hafa stjórnendur og starfs- fólk náð gríðarmiklum ár- angri og til þessarar stofn- unar er varið mjög miklum fjármunum. Við höfum ekki getað mætt allri fjárþörf og þurfum að staldra við núna en ég tel að stjórnendurnir hafi mætt málinu af mikilli ábyrgð og ég vil í góðri sam- vinnu við þá komast út úr þeim stormi sem nú gengur yfir. ,, HEILBRIGÐISRÁÐHERRANN „Ég er stoltur af því að hafa komið málinu í kring í góðri samvinnu við Öryrkjabandalagið en þar eru fyrir baráttumenn sem eru ekki þekktir fyrir að skafa utan af hlutunum. Þótt við höfum eldað saman grátt silfur sjá það þeir sem vilja sjá að aldrei hefur hagur öryrkja batnað jafn mikið og á síðustu árum. Það er auðvitað það sem skiptir máli.“ Ísland Áfram í landinu handboltastarfið og styðjum Kaupum handklæði Tökum vel á móti handboltakrökkunum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.