Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 26
26 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR Maðurinn er Myndverk vikunnar Stafagátan 10 2332 1 14 123 271423 26 202312 142718 27 1 14 1 14 1 11 14 28 7 4 22 3 15 13 1 14 18 31 3 20 28 10 15 18 10 3 3 14 3 18 27 141927 10 102626 29 9 8 22827 109 182810 17 26 18 27 10 26211527 155 1 27316626281126224 1 10 27 3 23 30 18 24 26 12 1 872125 GÁTAN hér að ofan er í ætt við svonefnda hjartagátu sem margir kannast við. Gefið er eitt orð og stafina í því orði seturðu í gátuna þar sem sömu tölustafi er að finna. Það er svo þitt að finna aðra stafi og þegar því er lokið er auðvelt að fylla út lausnarorðið hér fyrir neðan, sem er kvenmannsnafn. Í gátunni er að finna alla stafi íslenska stafrófsins nema c, z, q og w. Lausnarorð síðustu gátu var: Fanney LAUSNARORÐIÐ ER: 23 20 26 29 1 B KÍR Krossgátan Lárétt: 2 fróðleikur um „allt“, 6 fræg bók, 7 les hægt, 9 valda tjóni, 12 við öll, 13 staðfesting á vöruflutningi, 15 þar sem menn semja, 18 búa til, 20 röddin, 22 pár, 23 mikið fé. Lóðrétt: 1 húðfelling, 2 ávöxtur, 3 snauð, 4 lengst frá, 5 vatnagangur, 8 skoðar vel, 10 ræktað land, 11 viljug, 12 samkvæmt tísku, 13 hesta, 14 lagtegund, 16 þvaðra, 17 gímaldið, 19 þræta, 21 síðdegi. Lausn: 1 14 21 17 1110 16 23 20 15 22 18 13 8 9 6 19 12 7 432 5 Lárétt:2alfræði,6njála,7stautar, 9skaða,12mannkyn,13farmskrár, 15karphús,18skapa,20raustin,22krass,23auðmagn. Lóðrétt:1hes,2akarn,3fátæk,4innstur, 5flóð,8rannsakar, 10akur, 11auðfús,12móðins,13fáka,14rómansa,16rausa, 17hítin,19karp,21nón. Það er Ari Teitsson, formaðurBændasamtakanna, sem spurt var um á blaðsíðu 20. Ari hefur staðið í eldlínu hagsmunavörslu bænda síðustu ár og verið undir talsverðu álagi enda staða margra bænda með erfiðara móti. Hann setur íslenskt í öndvegi og slær auðvitað ekki hendinni á móti almennilegum þorramat. Ari Teitsson ætti því að vera glaður í bragði þessa dagana enda fá bragðlaukar hans að njóta dá- semda súrmetis af ýmsu tagi næstu daga og vikur auk þess sem nýjustu fréttir herma að kindakjötssalan hafi aukist á síð- asta ári. ■ EITTHVAÐ TIL AÐ HUGSA UM Hvati verksins kemur frá dagblaðabunkanum en þar skírskotar listamaðurinn ítil þess sem hún kallar „heildarfréttamennsku“ þar sem ekki er verið að vísa í neina eina ákveðna frétt heldur hinn sjónræna tvívíða heim sem fréttamiðillinn býr til. Rýmisverk – verk til að hugsa um Ari Teitsson Myndverk vikunnar að þessusinni er nafnlaust rýmisverk eftir Eygló Harðardóttur sem Lista- safn Íslands keypti í júní árið 2002 á 250 þúsund. Eygló Harðardóttir er fædd árið 1964. Hún lauk námi frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og fór eftir það í framhaldsnám til Hollands í Akademi voor Beeldende Kunst en Industrie, Enschede. Rýmisverkið er verk til að hugsa um, myndað úr rauðkartoni, pappír, ljósritum, dagblöðum, gouache og tempera sem er sett á vatnslita- pappír. Tvö ljósrit af sama ramma eru úr kvikmynd eftir Peter Greenway „The Draughtsman’s Contract“ frá 1981. Einnig er út- færsla á Herman Hering-reitum sem fjalla um sjónræna skynjun. Stærð verksins er breytileg. Verk Eyglóar Harðardóttur veit- ir okkur sýn inn í hinn sjónræna tví- víða heim sem birtist okkur á marg- an hátt. Framsetning þessa verks er tiltölulega tvívíð en upplifunin margræðari. Hvati verksins kemur frá dag- blaðabunkanum en þar skírskotar listamaðurinn til þess sem hún kall- ar „heildarfréttamennsku“ þar sem er ekki verið að vísa í neina eina ákveðna frétt heldur hinn sjónræna tvívíða heim sem fréttamiðillinn býr til. Útlit dagblaða er klassískt og má færa að því rök að eins og fréttirnar eru settar upp í dagblöð- um komi þær fyrir sjónir almenn- ings sem trúverðugar fréttir. Hins vegar er sannleiksgildið afmarkað og í raun tvívítt. Fréttir eru t.d. háð- ar þeim sem flytja þær. Heildarsýn eða margræð sjónarhorn eiga ekki við þegar við erum að tala um þenn- an miðil. Hinn sjónræni þáttur verksins og ekki síst hlutverk litarins er mik- ilvægur. Svartir reitir í gólfhlutan- um eru teknir úr sjónskynjunar- rannsóknum Hermans Hering um skuggann sem birtist á hinum hvíta fleti milli ferninganna þó að hann sé ekki þar. Þessir reitir vísa um leið í dálkauppraðanir dagblaða og hverf- ulleik sannleiksgildisins, þess sem við sjáum og því sem heilinn segir okkur að við sjáum. Þannig er vegg- hluti verksins dæmi um hvernig lit- ir kalla fram andstæða liti í skynjun áhorfandans og ef horft er á hring- ina í einhvern tíma fljóta litirnir saman. Í hinum hangandi hluta verksins er svo leitað inn í hið opna svæði hugans þar sem ein mynd sem birtist í huga listamannsins kallar á aðra. Þetta mætti kalla fréttamyndir hugans. Enn ein vís- unin í verkinu er í kvikmyndina og hið sjónræna hugarspil sem áhorf- andinn notar þegar hann horfir á kvikmyndir. Tvær myndir í gólf- hluta verksins eru teknar úr kvik- mynd en önnur myndin hefur verið „hreinsuð“ af öllum aukaatriðum. Með þessu undirstrikar listamaður- inn að í kvikmyndum er hreyfing í tíma og rúmi en myndin á tjaldinu eða skjánum er aftur á móti tvívíð- ur flötur. Heili okkar býr hins vegar til allt aðra mynd en þá sem birtist á flötum fleti, þ.e. þrívíða mynd. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.